Einkenni og faraldsfræði þunglyndis Flashcards
Hversu mörg prósent uppfylla greiningarskilmerki þunglyndis einhverntíman á ævinni?
15-20%
Hvort eru konur eða karlar í meiri áhættu fyrir þunglyndi?
Konur (10-25%)
Hvaða þættir hafa mestu forspárgildi fyrir þunglyndi?
Áföll, ættarsaga, fyrri geðlægðir og kvíðahneigð
Forspárgildi áfalla mest við fyrstu geðlægðir
Ef ein geðlægðarlota –> 50% líkur á nr 2
Ef tvær lotur –> 70% líkur á nr 3
Ef þrjár lotur –> 90% líkur á nr 4
Hvenær telst geðlægslota vera lokið?
Lotu telst vera lokið ef greiningarskilmerki eru ekki uppfyllt í 2 mánuði
Hvert er eitt helsta einnkenni þunglyndis?
Gleðileysi
Fyrir hvað stendur DIE í greiningu einkenna þunglyndis?
Stendur fyrir 3 kjarnaeinkenni þunglyndis:
Depressed mood (lækkað geðslag)
Interest/andhedonia (áhugaleysi/gleðileysi)
Energy (orkuleysi)
Þarf að hafa amk 2 af 3 kjarnaeinkennum
Fyrir hvað stendur SPASS í greiningu einkenna þunglyndis?
Self esteem (lágt sjálfsmat)
Pessimism/hopelessness (svartsýni/vonleysi)
Appetite (matarlyst minnkuð/aukin)
Sleep disturbance (svefnröskun)
Suicidal thoughts (sjálfsvígshugsanir)
Fyrir hvað stendur SIC í greiningu einkenna þunglyndis?
Social interactions decrease (félagsleg einangrun)
Ideas of guilt (sektarkennd)
Concentration reduced (skert einbeiting)
Fyrir hvað stendur ALPELAW?
Andhedonia (algert gleðileysi/áhugaleysi)
Late insomnia (árvaka)
Psycomotoric ret/agt (veruleg tregða eða eirðarleysi)
Early depression (depurð mest á morgnana)
Libido (veruleg minnkun á kynhvöt)
Appetite (veruleg minnkun á matarlyst)
Weight loss (þyngdartap >5% á 4 vikum)
Hvaða klíníska vægi hefur ALPELAW?
Hefur klínískt vægi m.t.t. lyfjameðferðar
Hvað þurfa einkenni að vera lengi og hafa áhrif á til að tilheyra þunglyndisgreiningu?
Þurfa að vara í 2 vikur eða lengur og hafa verulega neikvæð áhrif á virkni
Hverjar eru helstu mismunagreiningar þunglyndis?
Eðlilegar geðslagssveiflur
Sorgarviðbrögð
Óljós líkamleg einnkenni geta villt læknum sýn t.d. geðlagstruflun sem bein afleiðing lyfja, vímuefni, líkamlegir sjúkdómar, óráð…
Hvað er Dysthymia?
Væg, viðvarandi (2 ár) depurð sem mætir ekki skilmerkjum geðlægðar
Skarast við síþreytu, vefjagigt og aðrar geðraskanir
Svarar meðferð almennt lakar
Hvað er skammdegisþunglyndi?
Þunglyndiseinkenni sem fylgja ákveðnum árstíðum
Ef þunglyndi á ákveðnum árstíma en ekki á öðrum árstíma 2 ár í röð
Hver eru helstu geðrænu vandamálin á meðgöngu?
Post partum blues
Fæðingarþunglyndi
Post partum psychosis
Hvað er post partum blues?
Sængurkvennagrátur
Fyrstu 2 vikurnar
Mjög algengt
Ef varir lengur en í 2 vikur þarf að íhuga hvort viðkomandi sé að þróa með sér fæðingaþunglyndi
Hvert er algengi post partum blues?
40-80% nýbakaðra mæðra
Hver eru helstu einkenni post partum blues?
Væg depurð, pirringur, mikill grátur, geðsveiflur og ofurviðkvæmni
Hvað er fæðingaþunglyndi?
Langvinn geðlægð í kjölfar barnsburðar
Sömu greiningarviðmið og fyrir langvinnt þunglyndi
Hversu algengt er fæðingarþunglyndi?
10-15% kvenna eftir barnsburð
Hverjir eru helstu áhættuþættirnir fyrir fæðingarþunglyndi?
Þunglyndi og/eða á meðgöngu
Fyrri geðsaga
Lágt sjálfstraust
Neikvæðir atburðir í lífinu
Streita við barnauppeldi
Streituvaldandi þættir í umhverfi
Hver eru einkenni fæðingaþunglyndis?
Klassísk einkenni: reiði, pirringur, grátur, svefnleysi, áhugaleysi gagnvart barni, sektarkennd
Önnur einkenni: kvíði, stöðugar áhyggjur, þráhyggja varðandi heilsufar ungabarns, panikkköst
Hverjar eru helstu afleiðingar fæðingarþunglyndis á móður?
Tengjast barninu sínu ekki eðlilega
Reykja oftar
Drekka meira áfengi
Hætta á langvarandi þunglyndi og sjálfsskaða
Hverjar eru helstu afleiðingar fæðingarþunglyndis á barn?
Skoðunum ekki fylgt eftir
Missa úr bólusetningar
Vaxtarseinkun
Lægri vitsmunaþroski
Hvað er virk meðferð við þunglyndi?
Geðdeyfðarlyf (væg-meðaldjúp-djúp geðlægð)
Raflækningar (djúp geðlægð)
Hugræn atferlismeðferð (HAM) (væg-meðaldjúp)
„Interpersonal“ samtalsmeðferð (væg-meðaldjúp)
Samfelld viðhaldsmeðferð með geðdeyfðarlyfi minnkar hættu á því að djúp geðlægð komi á ný
Hvað er líklega virk nálgun/meðferð við þunglyndi?
Psychoeducation með geðdeyfðarlyfi
(Fræðsla, símtöl, greining og ráðgjöf vegna félagslegrar stöðu skv. prótókolli)
Jónsmessurunni (væg-meðaldjúp geðlægð) er virkari en lyfleysa
„Non-directive councelling“ (væg-meðaldjúp) er virkara en að vera á biðlista/fá örstutt stuðningssamtöl ein sér í heilsugæslu
Hreyfing
Hvernig er best að meðhöndla þunglyndi með geðrofseinkennum?
Svarar illa þunglyndislyfjum einum sér og það þarf að nota geðrofslyf með
Hver er virkasta meðferðin gegn þunglyndi?
Bilateral raflækningar
Hvað þarf að hafa í huga við val á lyfjum?
Ræðst af sjúkdómsgreiningu
Aukaverkunum (þyngdaraukning og kyngeta)
Milliverkunum (t.d. MAO þunglyndislyf)
Líkamlegt ástand (t.d. hjartasjúkdómar, meðganga)
Kostnaði (fyrir einstaklinginn/samfélagið)
Fyrri reynslu sjúklings af notkun lyfja við þunglyndi
Reynslu náinna ættingja af lyfjameðferðinni
Hvað er sérstaklega mikilvægt að nefna við sjúklinga varðandi notkun á SSRI lyfjum?
Mikilvægt að láta vita af kynlífsaukaverkunum því þær FARA EKKI nema þú hættir á lyfjunum
Hvað eru raflækningar?
Meðferð sem er notað við þunglyndi, örlyndi, geðklofi, katatónía, sjálfsvígshætta
Örugg meðferð fyrir alla aldurshópa, ef alvarlegir líkamlegir sjúkdómar og á meðgöngu
Þolist vel, fáar og vægar aukaverkanir sem ganga yfir (höfuðverkur, óráð, minnisskerðing)
Hvenær eru forsendur fyrir því að leggja þunglyndan einstakling inn á spítala?
Hætta á að skaða sjálfan sig eða aðra
Ófær um að sjá um sjálfan sig (t.d. nærast)
Hratt versnandi einkenni þunglyndis