Geðhvörf Flashcards
Hvað þurfa einkenni maníu að standa yfir lengi til að flokkast sem manía?
Í 7 daga eða meira
Hver eru helstu einkenni maníu?
Hækkað geðslag (pirringur meira einkennandi)
Aukið sjálfstraust
Framkvæmdarsemi
Hömluleysi
Innsæis- og dómgreindarleysi
Minnkuð svefnþörf
Stundum árásargirni
Vaða úr einu í annað í hugsun og framkvæmd
Markaleysi
Tala hátt og hratt (aukinn talþrýstingur oft fyrsta einkennið)
Aukin kynhvöt
Aukin hreyfiþörf
Aukin hvatvísi (peningaeyðsla, lauslæti)
Hver eru ýmis önnur einkenni maníu?
Klæðaburður breytist stundum og verður skrautlegri og oft ögrandi
Geðrofseinkenni (koma oft fram í alvarlegri tilfellum með aðsóknar- og stórmennskuranghugmyndum og stundum ofskynjanir)
Sjúkdómsinnsæi oft skert
Af hverju einkennist geðrof?
Trufluðu raunveruleikaskyni
Ranghugmyndum og ofskynjunum
Breytingum á hugsanaformi og hraða hugsana
Geðrofseinkenni geta sést í örlyndi og alvarlegu þunglyndi
Hvað er hypomanía?
Einkenni þau sömu og í maníu en þau eru mun vægari
Einkenni ekki nógu alvarleg til að valda verulegri truflun á starfsgetu og aldrei geðrofseinkenni
Hvað er bipolar 1?
Manískt eða blandað ástand sem stendur í amk 1 viku
Þarf ekki að hafa haft þunglyndislotur
Oft hefur sjúklingur haft nokkrar þunglyndislotur áður en fær fyrst maníu
Hvernig skiptist geðslagið í bipolar 1?
Skiptst geta á lotum þunglyndis, blandað ástands, maníu og hypomaníu
Hvenær er fólk helst að greinast með bipolar 1?
Milli 18-30 ára
Nokkrir sem greinast í kringum 50 ára
Hvernig eru kynjahlutföllin á greiningu bipolar 1?
Tiltölulega jöfn kynjahlutföll
Hvað er blandað ástand í bipolar 1?
Sérstakt form sjúkdómsins þar sem sjúklingur uppfyllir samtímis skilmerki maníu og meiriháttarþunglyndis
Aukin sjálfsvígshætta og því mikilvægt að leggja fólk inn í þessu ástandi
Hvað er rapid cycling í bipolar 1?
4 eða fleiri lotur á 12 mánaða tímabili
Sjúklingar geta sveiflast beint úr maníu í þunglyndi og öfugt
Algengara hjá konum
Svarar lyfjameðferð verr
Aukin sjálfsvígshætta
Hvað er bipolar 2?
Saga um eina eða fleiri þunglyndislotur og amk eina hypomaníu
Oft erfitt að greina hypomaníu frá ýmsum persónuleikaeinkennum (t.d. borderline) eða cyclothymiu
Hvað eru geðhvörf? (cyclothymic)
Sjúkdómur þar sem skiptast á tímabil vægs þunglyndis og hypomaníu í amk 2 ár
Ekki saga um meiriháttar þunglyndi, maníu eða blandað ástand
Hverjar eru helstu mismunagreiningar geðhvarfa?
Ofvirkur skjaldkirtill
Elektrólýtatruflanir (hypercalcemia)
Heilaæxli
Óráð
Vegna fíkniefna (örvandi lyfja)
Persónuleikaraskanir þar sem óstöðugt og sveiflótt geðslag er áberandi (s.s. borderline og histrionic)
Þunglyndislyf og sterar geta stundum framkallað manísk einkenni
Geðklofi (stundum erfitt að greina alvarlega maníu frá einkennum geðklofa)
Hvernig er gangur og horfur bipolar sjúkdóms?
Ómeðhöndluð stendur hver lota í nokkra mánuði og stundum árum saman
Algengt að fljótlega eftir maníu fari sjúklingur í þunglyndi
Gangur getur verið mismunandi allt frá mörgum árum milli lota til margra lota á ári
Því fleiri og lengri lotur því verri horfur