Geðrofssjúkdómar Flashcards
Hvað er geðrof?
Skert raunveruleikatengsl + eitt af eftirtöldu
- Ranghugmyndir
- Ofskynjun
- Trufluð hugsun/vitræn geta
- Truflun á hegðun
Hverjir eru helstu geðrofssjúkdómarnir?
Geðklofi
Brátt og stuttvarandi geðrof (fólk nær sér aftur án þess að vera með einhvern undirliggjandi geðsjúkdóm)
Geðhvarfaklofi
Geðhvörf með geðrofseinkennum
Neyslutengt geðrof
Geðrof vegna vefrænna sjúkdóma eða áverka
Hugvilluröskun
Þunglyndi með geðrofseinkennum
Hvaða áhrif hafa geðrofssjúkdómar á einstaklinginn og nána í kringum hann?
Alvarlegir og oft langvinnir sjúkdómar
Þung byrði fyrir einstaklinginn og aðstandendur
Hvaða geðrofssjúkdómur er algengastur?
Geðklofi
Hjá hvaða aldurshópi eru geðrofssjúkdómar helst að greinast?
> 75% allra geðsjúkdóma byrja fyrir 24 ára aldur
Koma fyrr fram hjá körlum en konum
Koma fram á mikilvægum og viðkvæmum tíma í þroska
Hvað er geðklofi?
Heilasjúkdómur sem einkennist af truflun á hugsun, skynjun, tilfinningum og vitrænni starfsemi
Hvaða áhrif hefur geðklofi á einstaklinga?
Mikil neikvæð áhrif á líf sjúklings
Lífsgæði minka
Mikil skerðing á almennri félaglegri getu
Lífslíkur eru skertar um 20-25 ár
Hvað eru forstigseinkenni geðklofa?
Áður en geðklofi greinist þá eru tímabil í lífi sjúklinga þar sem hnignun á sér stað áður en klár geðrofseinkenni koma fram
Hver eru almenn forstigseinkenni?
Vægar minnistruflanir og einbeitingarerfiðleikar
Skapsveiflur
Svefntruflanir
Orkuleysi og minnkuð matarlyst
Versnun á persónulegu hreinlæti
Fer að tala öðruvísi og verður undarlegri
Áhugaleysi og framtaksleysi
Einangrast
Skipta erfðir máli í geðklofa?
Já
0,7-1% LÍKUR Á AÐ FÁ GEÐKLOFA
Ef náinn ættingi með geðklofa –> 10-15% líkur
Ef fjarskyldari ættingi –> 3% líkur
Ef eineggja tvíburi –> 50% líkur
Hverjar eru helstu orsakir geðrofssjúkdóma?
Samspil margra þátta
Lífffræðilegra (erfðafræði, sýkingar, heilaskaði, vandamál á meðgöngu/fæðingu)
Félaslegra
Tilfinningalegir (áföll)
Hvaða aðrir álagsþættir geta haft áhrif á þróun geðrofssjúkdóma?
Félagslegir (einangrun, fjárhagur, húsnæði, vinna, skilnaður…)
Líkamlegir (neysla, svefnleysi, veikindi)
Tilfinningalegir (samskipti, deilur, spenna, fjárhagsáhyggjur, áföll)
ATH hefur allt áhrif á dópamínkerfið
Hvernig virkar streitu-viðkvæmnis módelið?
Sá sem er með mikla viðkvæmni þolir lítið álag, t.d. einhver sem er greindur eða á mörkum að greinast með geðrofssjúkdóm, sefur ekki í 2 daga og fer þá í geðrof, þarf litla streitu
Sá sem er með enga viðkvæmni og enga geðrofssjúkdóma þolir mikla streitu
Hvað gerist í heilanum þegar einstaklingur fer í geðrof?
Of mikið af dópamíni
Hver eru helstu einkenni geðklofa?
Mörg einkenni koma og fara
Algengustu einkennavíddirnar eru:
- Jákvæð einkenni
- Neikvæð einkenni
- Vitræn skerðing
- Tilfinningalegar raskanir
Hvaða einkenni geðklofa flokkast sem jákvæð einkenni?
Breytingar á skynjun
Truflun á hugsun
Ofskynjanir
Ranghugmyndir
Hugsanatruflanir
Trufluð hegðun
Hvaða ofskynjun er algengust?
Heyrnarofskynjun
Dæmi um ranghugmyndir
Aðsóknar-ranghugmyndir
- Samsæri, einhver vill mér eitthvað illt
Tilvísunar-ranghugmyndir
- Fer að lesa skilaboð úr auglýsingum, fréttum
Stórmennsku-ranghugmyndir
- Maður geti bjargað heiminum, stjórnað veðrinu
Trúarlegar ranghugmyndir
- Sé trúboði jesús
Líkamlegar ranghugmyndir
Að manni sé stjórnað
Hvað flokkast sem hugsanatruflun?
Samhengislausar hugsanir
Of hæg/hröð hugsun
Hugsanir eitt kaos
Abstract hugsun skert
Eiga erfitt með að túlka áhættu
Eindaldir hlutir verða mjög erfiðir
Hvað flokkast sem trufluð hegðun?
Óróleiki
Árásarhneigð
Sjúklingur dregur sig í hlé, situr út í horni, talar lítið
Undarlegar hreyfingar
Óviðeigandi heðgun
Hvenær verða geðrofseinenni að geðrofi?
Geðrofseinkenni sem hafa mikil truflandi áhrif á virkni og hegðun
Innsæi í geðrofseinkenni er ekki til staðar
Oft er miðað við að einkenni þurfa að hafa verið viðvarandi í a.m.k viku til að það teljist alvarlegt geðrof
Hvaða einkenni geðklofa flokkast með neikvæð einkenni?
Apathy (áhugaleysi og tilfinningadofi)
Gleðileysi
Skortur á drifkrafti og úthaldi til að framkvæma
Persónuleg umhirða verður ábótavant
Lethargy (algjör skortur á orsku sem getur valdið því að sjúklingur er alltof mikið upp í rúmi)
Talar minna og svör við spurningum eru oft stutt
Hver eru grunneinkenni geðklofa?
Vitræn skerðing (athyglisbrestur, minnistruflanir og truflun á stýrifærni) - sumir sjúklingar velta því fyrir sér hvort þeir séu með ADHD
Hver eru greiningarskilmerki DSM-V fyrir geðklofa?
A. Tvö eða fleiri af eftirfarandi til staðar í a.m.k. 1 mánuð:
- Ranghugmyndir
- Ofskynjanir
- Óreiðukennd hugsun/tal
- Óreiðukennd hegðun eða stjarfi
- Neikvæð einkenni
B. Verulegt virknifall síðan veikindi hófust
C. Samfelld merki veikinda í amk 6 mánuði
Hvernig er sjúkdómsgangurinn í geðklofa?
Forstigseinkenni (missir tökin á tilverunni smám saman, tekur jafnvel nokkur ár, auðveldara að sjá eftir á)
Fyrsta geðrof (jákvæð einkenni áberandi)
Langvinnur gangur (vitræn skerðing og neikvæð einkenni)
Hver eru krónísk einkenni geðklofa?
Einkennast aðallega af langvinnum hugsanatruflunum og ýmsum neikvæðum einkennum
Sjúklingur virðist almennt áhugalaus og vantar allan drifkraft og neista
Félagslega einangraður og sækist ekki eftir félagsskap
Tal endurspeglar hugsanafátækt
Ofskynjanir og ranghugmyndir eru áfram til staðar hjá sumum
Ranghugmyndir hafa oft tekið á sig ákveðið kerfi sem einstaklingurinn virðist hafa þróað með sér og breytist lítið með tíma
Hvað er innsæisleysi?
Skortur á sjúkdómsinnsæi er grunneinkenni í geðklofasjúkdómi
Um 50% einstaklinga með geðklofa hafa ekki innsæi í ástand sitt
Trúin/sannfæringin um að vera ekki veikur viðhelst þrátt fyrir að allt bendi á annað
Órökréttar útskýringar algengar
Af hverju skiptir sjúkdómsinnsæi svona miklu máli í geðklofa?
Skiptir máli fyrir meðferðarheldni
50-75% fylgja ekki meðferð
Slæmar afleiðingar s.s. þeim versnar, sjálfræðissvipting, lengri innlagnir
Af hverju er ungt fólk sem reykir kannabis í meiri áhættu fyrir geðklofa en aðrir?
Heilinn er í mikilli mótun til rúmlega tvítugs
Nýjir taugaendar myndast og aðrir hreinsaðir í burtu
Þéttni kannabisviðtaka í miðtaugakerfinu er mest hjá börnun og unglingum og minnkar svo eftir aldri
Unglingar eru því mun viðkvæmari fyrir eituráhrifum kannabis á miðtaugakerfið en fullorðnir
Eru einhver tengsl á milli kannabis notkunar og geðrofs?
Endurtekin notkun á kannabisefnum er sjálfsræður áhættuþáttur fyrir geðrofi og þróun geðklofa snemma á fullorðinsárum
Geðrof vegna vímugjafa
Geðrofseinkenni geta tengst notkun vímuefna
Algengast að sjá í neyslu á amfetamíni, kókaíni og kannabisi
Af hverju er “heppilegra” að fá fyrsta geðrofið þegar maður er ungur
Ungt fólk svarar lyfjameðferð yfirleitt betur
Hvað er DUP?
Duration of untreated psychosis
Tími ómeðhöndlaðs geðrofs
Því lengra DUP því verri svörun og verri útkoma
Af hverju er íhlutun í upphafi sjúkdóms svona mikilvæg?
Rannsóknir sýna að þeim mun styttra sem tímabil ómeðhöndlaðs geðrofs þeim mun betri horfur
Hvernig er sérhæfð meðferð við fyrsta geðrof?
Heimsóknarteymi
Tengiliður sem alltaf má ná sambandi við
Meðferðaráætlun og krísu plan
Fræðsla fyrir unga fólkið og fjölskylduna
Félagsfærniþjálfun
Stuðningur til menntunar/atvinnuþjálfun
Áhersla á líkamlega heilsu og líkamsvitund
Virkja stuðningsnetið (fjölskylda, vinir, tenglar í vinnu og á frítíma
Hugræn atferlismeðferð
Fjölskylduvinna
Hverjir eru líklegir til að hætta meðferð við geðklofa?
Þau sem höfðu komist í kast við lögin
Þau sem misnotuðu frekar fíkniefni yfir meðferðartímann
Þau sem höfði vægari einkenni við innskrift
Þau sem höfði alvarlegri einkenni við útskrift
Þau sem bjuggu ein eða ekki hjá fjölskyldum
Hvaða meðferð er yfirleitt beitt við geðklofa?
Lyfjameðferð (grunnurinn)
Sálfélagsleg meðferð
Fjölskyldumeðferð
Hvað á endurhæfing geðklofa að gera?
Tryggja að sjúklingur fái bestu tækifærin til að endurheimta eins “normal” líf og hægt er.
Vinna með þá færni sem er nauðsynleg til að lifa “normal” lífi eins óháð öðrum og hægt er (vitrænu, tilfinningalegu, félagslegu og líkamlegu)
Byggja á úrræðum sem eru “gagnreynd”
Gerast í samvinnu við sjúklinginn og aðstandendur
Vera einstaklingsmiðuð
Byggja á styrkleikum
Hvernig virka geðrofslyf?
Blokka almennt D2 viðtaka og minnka þannig áhrif of mikils dópamíns
Hver er verkun geðrofslyfja?
Virkni lyfjanna fyrstu dagana er mest vegna róandi áhrifa, minnni kvíði og spenna
Hverjar eru helstu aukaverkanir geðrofslyfja?
Róandi áhrif
Sefandi áhrif
Metabólískar aukaverkanir (þyngdaraukning)
Þreyta
Stífleiki/parkinsoneinkenni
Hreyfióeirð
Acute systonia (skyndilegur stífleiki í vöðva eða vöðvaspasmi)
Tardive dyskinesia (síðfettur)
Hægðatregða
Prólaktín hækkun
Minni kynhvöt
Hraður hjartsláttur
Hver er hættulegasta aukaverkunin á geðrofslyfjum?
Neuroleptic malignant syndrome
Hversu lengi á meðferð að vara eftir fyrsta geðrof?
Ef vel gengur er hægt að byrja að draga úr lyfjaskammti eftir 2 ár og hætta alveg eftir 12 mánaða niðurtröppun
Almennt mælt með lyfjagjöf 2 ár eftir fyrsta geðrof
Hvað er besta geðrofslyfið?
Clozapine
Hvað á að gera þegar lyfin virka ekki?
Ganga úr skugga um að sjúklingur hafi verið að taka lyfin
Breyta skammti
Skipta um lyf
Mæla blóðgildi á lyfinu
Hvaða sjúkdómar geta komið samhliða geðklofa?
Fá frekar alvarlega langvina líkamlega sjúkdóma t.d. sykursýki, kransæðasjúkdóma, háþrýsting og lungnaþembu
Shizoaffective disorder
Sjúkdómur þar sem renna saman einkenni geðklofa og geðslagssjúkdóma (smá á milli geðklofa og geðhvarfa)
Tímabil geðslagssjúkdóms ásamt geðrofi en einnig tímabil geðrofseinkenna án geðslagseinkenna
Horfur betri en í geðklofa en verri en í geðslagssjúkdómum
Brátt ruglástand (delirium)
Ekki það sama og geðrofssjúkdómur þar sem þar eru víðtækari áhrif á vitræna starfsemi
Meðvitund og einkenni sveiflukenndari
Delusional disorder (hugvilluröskun)
Sjúkdómur sem einkennist af ranghugmyndum en ekki öðrum einkennum geðklofa
Ranghugmyndir ekki bizarre þ.e. geta fræðilega átt við rök að styðjast (FBI fylgist með mér)
Meðferð erfið og skilar oft ekki árangri