Kvíðasjúkdómar Flashcards
Hvenær birtast einkenni fight or flight viðbragðsins sem kvíðaeinkenni
Þegar sympatíska kerfið er oförvað
Hvað er kvíði?
Gamalt frumstætt viðbragð við hættu/ógn í umhverfinu
Nauðsynlegt til að lifa af hættlegt umhverfi
Hvert er algengi kvíðaraskana?
Líkurnar á því að greinast einhvern tímann með kvíðaröskun eru nálægt 30%
Hvað er góður kvíði?
Vekur okkur upp til að framkvæma - ekki lengur hægt að fresta verkefninu
Örvandi og hvetjandi
Heldur okkur að verki - hægt að halda einbeitingu í lengri tíma
Forðar því að við lendum í óþarfa hættum eða vandræðum
Þegar kvíðinn tekur ekki stjórnina
Hvað er slæmur kvíði?
Tekur upp hugann
Einbeiting fer
Kraftleysi og kjarkurinn fer
Rænur okkur raunhæfni
Verður lamandi
Hvað er sjúklegur kvíði?
Þegar kvíðinn verður það alvarlegur að við tölum um sjúkdóm þ.e. er farinn að hafa slæm áhrif á líf fólks
Þegar kvíði er alveg úr samhengi við aðstæður
Varir lengur en aðstæður gefa tilefni til
Kemur þrátt fyrir að engar ytri aðstæður gefi tilefni til
Athyglin beinist oft að líkamlegu einkennunum sem gera kvíðann verri
Hverju kvarta einstaklingar fyrst yfir sem glíma við kvíða?
Líkamlegum einkennum
ATH kvíði getur verið einkenni í líkamlegum sjúkdómi t.d. ofvirkur skjaldkirtill
Hvað er almenn kvíðaröskun (GAD)?
Viðvarandi kvíði sem tengist ekki ákveðnum aðstæðum
Hvernig byrjar almenn kvíðaröskun yfirleitt?
Byrjar oft í tengslum við mikið álag og viðvarandi álag viðheldur einkennum
Þeim mun meiri einkenni þeim mun verri horfur
Hver eru helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar?
Kvíðir framtíðinni, léleg einbeiting, eirðarleysi, skjálfti, geta ekki slakað á, pirrast auðveldlega, svefnerfiðleikar
Ósjálfráða taugakerfið ofvirkt: svitna, svima, kviðverkir, oföndun, hraður hjartsláttur, höfuðverkur
Depurð, kvíðaköst
Mikið af líkamlegum einkennum –> leita oft eftir aðstoð vegna þeirra fyrst
Hvað er einföld fælni?
Fælnin snýst oftast um eitthvað sem gæti raunverulega verið hættulegt en hræðslan er miklu meiri við mætti búast
Kemur bara við ákveðnar aðstæður og viðkomandi forðast að vera útsettur fyrir því sem hann er hræddur við
Hvað þarf til, til að fá einföld fælni greiningu?
Til að greining sé sett þá þarf fælnin að valda vanda, t.d. í vinnu, félagslega eða í annarri virkni
Greining ekki sett ef annað vandamál orsakar fælnina, t.d. ef myrkfælni er til staðar hjá einhverjum með áfallstreituröskun
Hvað er félagsfælni?
Finnst annað fólk vera að horfa a sig og leggja neikvætt mat á sig, en vita innst inni að þetta er ekki svona (ATH ekki ranghugmynd)
Hverjar eru helstu afleiðingar félagsfælni?
Veldur oft mikilli fötlun t.d. hættir í skóla, dettur úr vinnu, félagsleg einangrun, enginn maki, búa heima hjá foreldrum
Hver eru helstu einkenni félagsfælni?
Sömu kvíðaeinkenni en með áherslu á svitamyndun, roða í andliti, skjálfta, ótti við að kasta upp, þurfa skyndilega á klósett
Hvað er víðáttufælni?
Hræðsla við að vera langt að heiman, innilokaður, innan um mikinn mannfjölda eða á opnu svæði (almenningssamgöngur, verslunarmiðstöðvar, leikhús)
Hræðslan byggist á því að þetta eru staðir sem ekki er auðvelt að flýja ef kvíðinn kemur
Hvernig byrjar yfirleitt víðáttufælni?
Byrjar oft sem kvíðakast t.d. út í búð –> gerist aftur –> fyrirkvíðinn –> sleppir því að fara út í búð
Veldur mikilli fötlun og forðast aðstæður þar sem kvíðakast spratt upp
Hvaða aðstæður geta valdið víðáttufælni?
Standa í biðröð út í búð
Eiga að mæta einhversstaðar
Vera föst í klippingu
Vera langt frá heimilinu
Hvaða aðstæður geta dregið úr víðáttufælni?
Vera í fylgd maka
Sitja nær dyrum
Taka hund eða barnavagn með út
Vera með sólgleraugu
Hvað er flemtursröskun (panic disorder)
Endurtekin og óvænt kvíðaköst
Koma fram hratt og ná hámarki á 5-10 mín
Standa oftast yfir í 20-30 mín
Tengist ekki ákveðnum aðstæðum
Þarf að hafa 4 eða fleiri einkenni til að teljast sem flemtursröskun (kvíðakast)
Brjóstverkur eða óþægindi
Að finna fyrir hjartslætti
Svitna
Skjálfti
Tilfinning um andnauð
Tilfinning um að vera að kafna
Ógleði eða kviðverkur
Óraunveruleikatilfinning
Tilfinning um að vera að missa stjórn eða vera að sturlast
Ótti við að deyja
Dofi
Kulda eða hitahrollur
Víðáttufælni getur fylgt með
Hvaða meðferð er helst beitt við kvíða?
Fræðsla
Almennur stuðningur
Taka á streituvöldum
Slökun og öndunaræfingar
Hreyfing
Hver er oftast fyrsta meðferðin við kvíða?
HAM
Hvernig er HAM notað við meðferð kvíða?
Unnið með neikvæðar hugsanir
Útsetja fyrir kvíðavaldi
Hópmeðferð, sérstaklega í félagsfælni
Hvenær er gripið til lyfjameðferðar við kvíðaröskun?
Þegar HAM dugar ekki eða ef kvíðinn er það lamandi að ekki er hægt að hefja vinnu með HAM
Hvaða lyf eru helst notuð við kvíða?
SSRI eru almennt notuð fyrst (t.d. sertraline, fluoxetine, citalopram…)
SNRI
Önnur lína í meðferð: bupromion, buspirone…
Þriðja lína í meðferð: gabapentine, quetiapine, benzolyf
B-blokkun í félagsfælni til að draga úr svitamyndun, roða, handskjálfta…