Hjúkrun einstaklinga með vímuefnavandamál Flashcards
Hvaða sáttmála er Ísland aðild að varðandi vímuefni?
Alþjóðlega sáttmálanum
Hvernig er siðferðislega módelið varðandi vímuefni?
Vímuefnalaust samfélag
Hvernig er sjúkdómsmódelið varðandi vímuefni?
Vímuefnanotkun er sjúkdómur sem þarfnast meðferðar og endurhæfingar
Lækning er ævarandi binding
Hvernig virkar verðlaunabrautin í heilanum (mesolimbic dopamine pathway)?
Heilinn þegar ávanabinding á sér stað / jákvæð styrking. Ávanabindnandi efni koma af stað losun dópamíns í accumbens kjarna. Jákvæð styrking. Accumbens kjarni hefur gagnkvæm tengsl við ventral tegmental area (VTA). Það er þetta mesólimbiska dópamín ferlið, það eru þessi tengsl þar á milli. Það virðist vera að efnin styrki taugamót á þessu svæði sem leiðir til aukinnar virkni. Áráttuhegðun byrjar ekki alveg strax, fyrst þegar efnin eru tekin inn þá er það gert vegna jákvæðu styrkingarnar, vellíðan sem verður við losun á dópamíninu.
Hver er helsti munurinn á notkun, misnotkun og vímuefnasjúkdómi?
Ímyndum okkur þríhyrning
Neðst niðri er notkun þar sem stærsti hluti fólks er, þar er stök notkun, notkun í félagsaðstæðum og prófun
Misnotkun getur verið þung, áhættusöm, hættuleg og vandamál
Síðan efst erum við með vímuefnasjúkdóm
Hver eru einkenni notkunar á slævandi efnum (áfengi og benzodiazepin)?
Minnkandi hugarástand, vitsmunir, athygli, einbeiting, dómgreind, minni, tilfinningar
Skynhreyfiminnkun, minnkaður viðbragðstími, trufluð samhæfing, óreglulegar hreyfingar, augntin
Minnkaður REM svefn
Hver eru einkeni ofskammts á slævandi efnum?
Meðvitundarleysi, dá, önduarslæving, dauði
Hvers konar eiturhrif koma á kerfi líkamans við notkun á slævandi efnum?
Lifrarbólgur, skorpulifur
Langvinn brisbólga, magablæðing
Háþrýstingur, hjartabilun
Sýkingar
Taugaskemmdir, heilaskemmdir
Vitræn skerðing
Fetal alkóhól syndrome
Hver eru helstu einkenni alvarlegra áfengisfráhvarfa?
Krampar - 8-24klst - flog (mojor motor seizures) einstaka, í kviðnum eða nokkru á 1-6læst
Skynvilluástand (hallucinosis) - ca 48klst, getur varað í 2-14 daga - heyrnar, sjónrænar, snertiskyns ofskynjanir, (martraðir eða svipmiklir draumar), EKKI óáttun eða uppnám, aukin sjálfsvígshætta og auknar líkur á árás
Delirium tremens - 2-5 dagar/getur varað í 2-3 daga - NEYÐARTILFELLI, óátaður, raunghugmyndir (ofsóknar), ofskynjanir (mest sjónrænar), áberandi fráhvarfseinkenni
Hvað er CIWA-AR
Áreiðanlegur og réttmætur skali til að meta áfengisfráhvörf
Hvað metur CIWA-AR marga hluti og hvað tekur skalinn langan tíma?
Metur 10 hluti (ógleði/uppköst, sviti, pirringur, höfuðverkur, kvíði, skjálfti, ofskynjanir, snertiskyn, heyrnarofskynjanir, áttun)
Tekur max 5 mín
Hvernig er fráhvarfslyfjameðferð við slævandi lyfjum?
Risolid
Lyf fyrir svefn
Hvaða sjúkdómar geta komið ef skortur er á B-vítamíni 1 (Thiamin)?
Úttaugabólga
Rýrnun á litla heila
Wenicke’s encephalopathy
Korsakoff heilkennið
Alkohol dementia
Hver eru einkenni notkunar á örvandi efnum (amfetamín, kókaín og E)?
Meiri orka, meira tal, uppnám, ofvirkni, pirringur, mikilfengleiki
Þyndartap, svefnleysi, hækkaður blóðþrýstingur og púls
Hver eru einkenni ofskammts örvandi efna?
Þvogumælt, hratt og ruglingslegt tal, gnísta tönnum
Hvað er eitrunarpsychosa (örvandi efni)?
Ofsóknarranghugmyndir, hljóð-, sjón- eða snertiskyn ofskynjanir, mjög óstöðugt hugarástand
Hver eru bráðafasa fráhvarfseinkenni örvandi efna?
Þunglyndi, þreyta, sjálfsvígshugsanir
Hver eru fráhvarfseinkenni örvandi efna?
Mildari þunglyndiseinkenni, kvíði, aðgerarleysi, svefntruflanir, aukin matarlyst
Hvernig er fráhvarfslyfjameðferð örvandi efna?
Largactil, 25-50mg x4
Seroquel, 25-50mg x3, erum hætt að nota það
Librium, 25mg x4, 15mg x4
Lyf fyrir svefn: truxal, phenergan, atarax
Hver eru einkenni notkunar á ópíötum (heróín, morfín, kódín…)?
Alsæla, slökun, laus frá verkjum, „dotta“, skert dómgreind, syfja, litlir augasteinar, ógleði, hægðatregða, þvoglumælgi, öndunarslæving
Hvernig eru bráðafasa fráhvarfseinkenni ópíata?
Fíkn, táraframleiðsla, nefrennsli (12-72klst)
Svefntruflanir, útvíkkaðir augasteinar, lystarleysi, pirringur, skjálfti, máttleysi, ógleði, uppköst, niðurgangur, hrollur, htii, taugakippir, roðna, magaverkur
Hver eru áframhaldandi fráhvarfseinkenin ópíata?
Ofurnæmni fyrir áreiti á skynfæri, skekkja í skynjun, vöðvaverkir, taugakippir/skjálfti, höfuðverkur, svefntruflanir, orkuleysi
Hvernig er fráhvarfslyfjameðferð ópíata?
Suboxon (inniheldur naloxon)
Metadon
Hver eru einkenni notkunar kannabiss?
Breytt meðvitundarástand, minni hömlur, rauð augu, munnþurrkur, aukin matarlyst, hækkaður púls, minnkuð viðbrögð
Hver eru einkenni ofskammts kannabiss?
Psychosa vegna eitrunar
Hver eru fráhvarfseinkenni kannabiss?
Pirringur, aukin munnvatnsframleiðsla, eirðarleysi, kvíði
Svefntruflanir (varir lengur en nokkra daga)
Hver er fráhvarfslyfjameðferð kannabiss?
Largactil, 25-50mg x4
Lyf fyrir svefn: truxal, phenergan, atarax
Hver eru áhrif vímuefna á svefn?
Áfengi kemur manni ekki í REM svefn, sefur kannski lengur en ekki í REM svefni sem þýðir að þú ert ekki eins úthvíldur eftir áfengisneyslu
Hvert er markmið afeitrunar?
Að sjúklingurinn nái líkamlegu jafnvægi
Lyjfagjöf miðarr að því að trappa sjúklinginn niður og fyrirbyggja alvarleg fráhvarfseinkenni s.s. krampa
Á hverju byggir hjúkrun afeitrun/meðferð?
Fylgjast með lífsmörkum
Vinna með áhugahvöt
Næra von og trú
Rækta/þroska næmni gagnvart sjáfum sér og öðrum
Gott meðferðarsamband
Skapa rólegt og hlýlegt umhverfi
Hverjar eru tvær megin stefnurnar í meðferð vímuefnasjúkdóms?
“Hefðbundin vímuefnameðferð”: gengur út frá því að fíkn sé meðfæddur ólæknandi sjúkdómur, styðst við 12 reynsluspor AA-samtakana
“Sálræn” meðferð: gengur út frá því að sálrænir eiginleikar og/eða hugsanavillur séu orsök fíknar, meðferðin gengur út á að komast yfir þá erfiðleika, HAM hefur sýnt góðan árangur
Hvað gerist eftir afeitrun?
Meðferð: inniliggjandi, göngudeild, inniliggjandi+göngudeild, í nánasta umhverfi þátttakanda
HAM, áhugahvetjandi samtal
Trú, AA, NA
Hvert er mikilvægi greiningar tvíþátta sjúkdóms?
Oft erfitt að greina á milli afleiðingar fíknar og annarra geðsjúkdóma
Að greina ekki önnur geðræn vandamál meðal fíkla veldur því að þeir fái ekki viðeigandi meðferð og batahorfur minnka
Að greina ekki vímuefnavanda meðal geðsjúkra veldur því að geðmeðferð skilar ekki viðeigandi árangri
Hvað er meðvirkni (co-dependency)?
Orðið co-dependency er dregið af þeirri hugmynd að aðstandandinn sé háður notandanum á svipaðan hátt og notandinn er háður vímuefninu
Af hverju er mikilvægt að hjúkra aðstandendum líka?
Fíkn er fjölskyldusjúkdómur
Aðstandendur er ábyrgir fyrir eigin gerðum, en ekki vímuefnanotkun einstaklingsins - forðast að ásaka
Flestir aðstandendur finna fyrir skömm og reiði
Hvað er skaðaminnkun?
Sjónum beint að afleiðingum og áhrifum vímuefnanotkunar m.t.t. hvað er skaðlegt og hjálplegt notandanum og samfélaginu í heild
„Heildræn nálgun inngripa og aðstoðar sem byggir á lögum og reglugerðum og hafa það í forgrunni að draga úr neikvæðum heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum vímuefna á notendur, fjölskyldur þeirra og samfélög“
Hver eru grundvallaratriði varðandi skaðaminkun?
Hliðholl lýðheilsusjónarmiðum og mannréttingum
Viðurkennir að fólk notar vímugjafa
Býður upp á val fyrir þá sem nota vímuefni um leiðir sem draga úr skaða sem notkunin veldur þeim og öðrum
Hverjar eru áherslur og markmið skaðaminnkunar?
Leggur áherslu á að fyrirbyggja skaða og áhættu fremur en að fyrirbyggja sjálfa notkunina
Er viðbót við þau meðferðarúrræði sem eru til staðar í samfélaginu
Aðalmarkmið skaðaminnkunar eru:
- að halda fólki í lífi
- að koma í veg fyrir óafturkræfan skaða
- að auka lífsgæði og heilsufar fólks
Hver eru dæmi um skaðaminnkandi úrræði/inngrip
Nálaskiptiþjónusta
Neyslurými
Vettvangsteymi
Viðhaldsmeðferðir
Næturathvörf
Stuðningsúrræði fyrir einstaklinga í kynlífsvinnu
Frí heilbrigðisþjónusta fyrir jaðarsetta einstaklinga
Skaðaminnkandi fræðsla á tónlistarviðburðum
Efnagreining á vímuefnum