Geðendurhæfing og bataferli Flashcards
Hvert er markmið endurhæfingar?
Að hindra eða draga úr áhrifum sjúkdóms og fötlunar
Að auka lífsgæði einstaklings og fjölskyldu hans
Hvað er mikilvægt til að stuðla að bata?
Hafa aðgang að meðferðaraðila og njóta meðferðarsambands
Að hafa aðgang að atvinnu með stuðningi
Að fá faglega hjálp við að bregðast við veikindaköstum og halda niðri sjúkdómi
Að fá meðferð við þunglyndi og vímuefnavanda
Að fjölskyldan fái stuðning og meðferð
Að fá viðeigandi lyfjameðferð
Hvaða mikilvægu hlutir eru grundvellir að bata?
Endurhæfing gagnast best fari hún fram í samfélaginu
Sjúklingurinn verður að eiga sér heimili
Verður að vera fjárhagslega sjálfstæður
Hvar er endurhæfingarþjónusta veitt?
Þriðja stigs geðheilbrigðisþjónusta
Heilsugæslan
Fjölskylda
Félagsþjónusta
Notendastarf
Hvaða þjónusta þarf að vera til staðar?
Aðgengi að málastjóra um langan tíma
Endurhæfingarmiðstöðvar
Tilboð um sammannlega nærveru (notendastarf eða sjálfshjálparvinna)
Húsnæðisþjónusta
Atvinnumöguleikar og þjálfun
Tækifæri til menntunar
Bráðaþjónusta
Hvað felst í geðrænni endurhæfingu?
Örvun til félagslífs
Menntun og upplýsinga
Hvatningu og virkni
Þjálfun varðandi hegðun og framkomu
Vitrænni þjálfun
Hvað felst í bata á geðrænum sjúkdómi?
Að sjúklingurinn sé fær um að lifa, vinna, læra og taka þátt í samfélaginu
Batinn er persónulegt þroska og lækningaferli sem gerir sjúklingnum mögulegt að lifa og starfa í þeim samfélagslegu aðstæðum sem hann kýs sjálfur og sem gera honum fært að njóta sín þrátt fyrir fötlun sína
Hvernig getur hjúkrunarmat hjálpað í geðendurhæfingu?
Heildstætt geðhjúkrunarfræðilegt mat veitir upplýsingar sem gera mögulegt að sjúklingurinn nái mestu mögulegu virkni (njóti sín að fullu)
Miklu varðar að greina vonir, væntingar og styrkleika sem gera sjúklingum fært að takast á við veikindin
Hvað þarf að hafa í huga varðandi hjúkrunargreiningar í geðendurhæfingu?
Þarf að innihalda greiningu á líkamlegum, tilfinningalegum og vitsmunalegum þjónustuþörfum sjúklingsins. Hvaða þjónustuþarfir þarf að uppfylla til að sjúklingur geti lifað og starfað í samfélaginu og til að bataferlið geti haldið áfram
Hvað getur fjölskyldan gert í geðendurhæfingu?
Veita mikilvægan stuðning fyrir þá sem eru með alvarlegan geðsjúkdóm
Þeir geta greint þarfir og hvatt sjúklinginn til að taka þátt í meðferð
Hjúkrunarfræðingurinn ætti að líta á fjölskylduna sem þátttakendur í endurhæfingunni og skipuleggja regluleg samskipti við nánustu fjölskyldu
Hvaða mælitæki er hægt að nota til að meta þarfir fullorðna geðsjúkra einstaklinga?
Cambervell assessment of needs
Mælir þjónustuþarfir og hvernig þær eru uppfylltar á 22 sviðum
Hvaða sérhæfða meðferð er hægt að bjóða upp á í geðendurhæfingu?
Hugræn atferlismeðferð
Þjálfun í félagsfærni
Þjálfun og fræðsla til eflingar sjálfsumönnunar, lífstílsbreytinga og eflingar líkamlegrar heilsu
Tilgangur: að efla sjálfsvitund og sjálfstraust