Persónuleikaraskanir Flashcards
Hvað einkennir persónuleikann?
Mynstur tilfinninga, hugsana og hegðunar sem einkenna okkur og gerir okkur að þeim einstaklingi sem við erum
Ræður því hvernig við upplifum umheiminn
Af hverju ræðst persónuleikinn okkar?
Verulegu leyti af erfðum en mótast einnig af sálrænum þáttum og umhverfi í uppvexti
Hvað er persónuleikaröskun?
Þegar einkenni persónuleikans valda einstaklingnum og/eða fólki í umhverfi hans erfiðleikum og þjáningum
Persónuleikinn truflar aðlögun einstaklingsins að umhverfinu sem bitnar á honum og öðrum
Hvenær koma persónuleikaraskanir fyrst fram?
Koma fram á unga aldri
Geta persónuleikaraskanir og aðrar geðraskanir farið saman?
Já, og oft er erfitt að greina í sundur hvoru einkennin tilheyra
Hvað þarf að meta við greiningu persónuleikaraskana?
Samskipti
-Kollegar, yfirmenn, undirmenn, vinir, nánustu
Geðslag
-Venjulega, hvernig og hversu stöðugt er það
Viðhorf og skoðanir, siðareglur
Venjur
Ýmsir eiginleikar
-Samviskulaus, háður öðrum, nöldrari, athyglissjúkur, hvatvís, tortrygginn, langrækinn, afbrýðissamur, viðkvæmur, lítið sjálfstraust, áhyggjufullur…
Upplýsingar frá aðstandendum
Fara þarf varlega í að dæma persónuleika einstaklinga eftir örfá viðtöl
Sálfræðipróf hjálpa en eru ekki greiningatæki
Horfa þarf til fyrri sögu einstaklingsins
Erfitt að meta persónuleika einstaklings sem er í geðrofi, alvarlegu þunglyndi eða maníu
Hver er tíðni persónuleikaraskana á Reykjarvíkursvæðinu?
Rúmlega 10%
Paranoid/aðsóknar-persónuleikaröskun
Amk 4 af eftirfarandi:
Býst við að aðrir noti sér hann eða skaði án þess að nokkur fótur sé fyrir því
Efast um tryggð og hollustu vina og kunningja án þess að það sé réttlætanlegt
Les duldar niðrandi merkingar eða ógnanir út úr vinsamlegum athugasemdum eða atburðum, t.d. heldur því fram að nágranni hafi sett út rusl eingöngu til þess að ergja hann. Elur á gremju eða fyrirgefur ekki móðganir eða særindi
Er tregur til að trúa öðrum fyrir málum vegna óréttlætanlegs ótta við að upplýsingar verði notaðar gegn honum
Er auðsærður, fljótur til að bregðast við með reiði eða gagnárás
Efast að ástæðulausu um tryggð eiginkonu eða sambýlisaðila
Paranoid/aðsóknar-persónuleikaröskun
Treystir engum
Túlkar gjörðir fólks sem niðrandi eða ógnandi
Alltaf á varðbergi
Upplifir stöðugt aðra vinna gegn sér
Treystir ekki yfirvaldi
Auðsærður, fljótur að reiðast og móðgast og gera gagnárás, hefnir sín, hörundsár
Þrætugjarn, veltir sér upp úr gremju og reiði
Langrækinn, fyrirgefur ekki
Á erfitt með að mynda vinatengsl og forðast að vera í hópi fólks
Geðklofalík/Schizoid
Tilhneiging til þess að sinna ekki tengslum við fólk og láta lítið í ljós tilfinningar
Áhugalítill um náin tengsl
Upplifir sjaldan sterkar tilfinningar
Takmörkuð tjáning tilfinninga
Líður best einum með sjálfum sér
Skilur ekki reglurnar í félagslegum samskiptum –> klaufalegur og skrýtinn
Innhverfur, upptekinn af eigin ímyndunarheimi
Lítil sem engin kynhvöt, enginn áhugi á kynlífi
Geðklofagerðar/Schizotyp
Skrýtinn, sérvitur og undarlegur í hegðun, útliti og tali
Óviðeigandi geðslag (flatt, þumbarlegt, kjánalegt)
Tilvísunarhugmyndir, tortryggni
Undarlegar skynupplifanir
Hjátrúarfullur
Upptekinn af hinu dulræna
Miklir erfiðleikar í samskiptum, líður illa innan um aðra, félagsleg einangrun
Fáir vinir
Ekki flokkað sem persónuleikaröskun í ICD10 heldur sem vægur geðrofssjúkdómur
Margir telja þetta vera eins konar jaðar-geðrofssjúkdóm eða vægan geðklofa
Jaðar/borderline
Viðvarandi óstöðugt geðslag, óstöðug persónuleikatengsl og sjálfsímynd
Óstöðugt/sveiflukennt geðslag
Erfiðleikar við stjórnun eigin tilfinninga
Vanhæfni til að þola sterkar geðshræringar
Stormasöm sambönd
Mikil hvatvísi sem leiðir til vandræða (t.d. fíkniefnamisnotkun, eyðslusemi, óábyrgt kynlíf)
Óljós eða óstöðug sjálfsmynd
Langvinn tómleikatilfinning eða leiði
Óstöðug tengsl við aðra sem einkennast af sveiflum á milli dýrkunnar og vanmats
Örvæntingafull viðleitni til þess að forðast raunverulega höfnun
Geta haft tímabil með einkennum er líkjast geðrofi með ofsóknarblæ
Hvert er algengi jaðarpersónuleikaraskanar?
Ca 1-2%, virðist fara vaxandi
Er jaðarpersónuleikaröskun algengari hjá konum eða körlum?
3-4x algengara hjá konum
Sjálflæg/narsisstic
Viðvarandi mikilmennskufantasíur eða hegðun, skortur á samhyggð og ofurnæmi gagnvart mati annarra á þeim
Bregst við gagnrýni með reiði, skömmustukennd eða finnst hann niðurlægður
Notfærir sér annað fólk til þess að ná markmiðum sínum
Hefur mjög ýkta tilfinningu fyrir eigin mikilvægi t.d. ýkir afrek sín og hæfni og ætlast til þess að tekið sé eftir honum sem sérstökum án þess að hafa náð viðeigandi árangri
Trúir því að vandamál sín séu sérstök og þau skilji aðeins sérstakt fólk
Eru upptekin af fantasíum um ótakmarkaðan árangur snilligáfu, fegurð og ideal ást
Finnst hann hafa forréttindi. Óeðlilegar væntingar um forgangsmeðferð t.d. býst ekki við að þurfa að bíða í röð
Þarfnast stöðugrar athygli og aðdáunar t.d. sífellt að fiska eftir hrósyrðum
Skortur á samhyggð: skynjar lítt hvernig öðrum líður t.d. lætur í ljós ungrun þegar vinur er alvarlega veikur og frestar stefnumóti
Upptekinn af öfund