Hjúkrun einstaklinga með átraskanir Flashcards
Hvað er anorexia skv. APA?
Neita að viðhalda þyngd eða fara yfir eðlilega þyngd miðað við aldur og hæð
Þyngdarmissir (15% undir eðlilegri þyngd)
Ótti við að þyngjast eða verða feitur þrátt fyrir undirþyngd
Brenglun eða afneitun á líkamsvitund
Tíðarstopp (síðustu 3 mánuði)
Hver eru heslstu einkenni anorexiu?
Undirþyngd, BMI undir 20
Ótti við mat, t.d. kolvetni og fitu
Forðast kjötmeti
Einhæft fæði
Ofurupptekin af mat – elda en borða ekki
Þráhyggja tengd mat og útliti
Þyngdarhræðsla
Áráttukennd brennsla
Losunarlyf notuð
Kvíði, depurð
Skortur á innsæi
Pirringur, einbeitingaskortur, reiði, vonleysi
Metnaðarleysi, skömm, einangrun, kulvísi, svimi
Meltingartruflanir – hægðatregða
Tíðarstopp, beinþynning, bjúgur,
Hægur hjartsláttur og óregla, lágur blóðþrýstingur, óeðlilegur blóðhagur
Sýru-basa og saltójafnvægi
Þurrkur
Krampi
Fíngerð líkamshár
Hvað er losunarhegðun (svelti)?
Borða og lítið miðað við þörf
Hreyfing tengd næringu
Ójafnvægi á næringarinntekt
Velja létt fæði
Þráhyggja tengd matarvali
Framköllun á uppköst
Ofhreyfing
Sókn í:
- Hægðalyf
- Þvagræsilyf
- Megrunartöflur
- Sterar
- Eiturlyf
Hvað er bulimia skv. APA?
Regluleg átköst
Hegðun sem kemur í veg fyrir þyngdaraukningu
- Uppköst
- Hægðalyf
- Þvagræsilyf
Ofurupptekni af útliti og þyngd
Hver eru einkenni bulimiu?
Regluleg átköst (1-2x í viku í þrjá mánuði)
Borðað meira magn en eðlilegt er á stuttum tíma
Stjórnleysi þegar borðað er (tilfinning um að geta ekki stoppað eða stýrt því sem er borðað)
Endurtekin hegðun sem kemur í veg fyrir þyngdaraukningu (framköllun á uppköstum, mistnotkun hægðalyfja, þvagræsilyf, stólpípa, svelti, þrálátar æfingar)
Ofurupptekni af útliti og þyngd
Frekari einkenni búlimiu…
Þyngdarhræðsla
Kvíði og depurð
Þráhyggja
Ranghugmyndir um mat
Stækkun á munnvatnskirtlum
Eyðing á glerungi tanna
Magaónot
Lækkun á kalíum (slappleiki, óreglulegur hjartsláttur, lágur blóðþrýstingur)
Hvað eru átköst?
Mikill matur innbirgður á stuttum tíma (nokkur þúsund hitaeiningar)
Missa stjórn (áætlun um uppköst)
Nærast í leyni
Nokkrum sinnum í viku-10 sinnum á dag
Ójafnvægi á næringarinntekt
Hvað er ofátsjúkdómur?
Getur verið tengt við alvarlegt þunglyndi, ofsakvíða, bulimiu eða persónuleikaröskun
Hvað einkennir ofátsjúkdóm?
Borðað of mikið í einu miðað við þörf
Tíðni misjöfn
Ofát í leyni
Skömm fylgir
Framkalla ekki losun eða annað
Hvað er ARFID?
Avoidant restrictive food intake disorder
Matar eða næringarvandi (áhugaleysi, forðun vegna áferðar, áhyggjur af afleiðingu þess að borða), skortur á að ná æskilegum næringastatus og/eða orkuþörf
Þyngdartap, afgerandi næringarleysi, næring fengin með ígildi matar, skortur á sálfélagslegri virkni
Þroskast oft ekki eðlilega, eru lágvaxin og grönn og eiga erfitt með félagsleg samskipti
Hvaða hliðargreiningar geta verið með átröskunum eða afleiðingar átraskanar?
Depurð eða þunglyndi (50-75%)
Þráhyggja hjá þeim með anorexiu 25%
Kvíði
Samskiptavandi
Áfallaröskun
Persónuleika vandi
Fíknivandi
Hvaða kerfi í heilanum hafa áhrif á matarlyst?
Sjálfstjórnunarkerfið: samþættir neysluhegðun gagnvart mat við lífið í heild
Sældarstöðin: mótar umbun tengda fæðu
Samvægisstöðin: temprar öflun og eyðslu orkuforða
Á hvað hefur ónóg næring áhrif á?
Félagslegum vitsmunum
Tilfinningalegri temprun
Tilfinningalegri tjáningu
Ákvarðanatöku
Sveigjanleika
Áætlanagerð
Hvaða frekari afleiðingar hefur ónóg næring?
Áráttu- og endurtekningahegðun
Sterk tilfinningaleg viðbrögð
Forðun og/eða hvatvísi í hegðun
Hverjar eru ástæður átraskana?
Samverkandi líffræðilegra, sálrænna og menninga þátta hafa áhrif á byrjun og þróun átröskunarhegðunar
Ásamt því hafa erfðir, þroski, persónuleiki, fjölskylda, félagslíf og menning áhrif
Hvernig líffræðilegar afleiðingar geta átt sér stað í átröskun?
Svengdarstjórnun í undirstúku er önnur hjá fólki með átröskun
Serotonin lækkar við minnkaða matarlyst, aukna skammtastærð og vanlíðan
Noradrenalín og dópamín minnkar
Minnkun á gráa massa í fremri heilaberki hefur áhrif á alvarleika anorexiu
Hver eru helstu sálrænu einkenni átröskunar?
Almenn sálræn einkenni, ósveiganleiki, rútínuhegðun, nákvæmni
Einkenni halda stundum áfram eftir bata eins og fullkomleiki, nákvæmni, reglufesta, forðun, aðhald og stýring
Hvaða sálrænu þættir eru taldir hafa áhrif á þróun átröskunar?
Tíska, aðskilnaður, árekstrar, óvirkni, hjálparleysi, erfiðleikar að tjá sig og að meðhöndla erfiðar tilfinningar eða ótti við að þroskast