Krabbameinmyndandi veirur Flashcards
Hvaða veirur geta valdið krabbameinum? (Ath. þó að krabbameinsmyndun er alltaf samspil þátta)
Herpesveirur (EBV), Adenoveirur (þó ekki í mönnum), papilloma (vöruveirur, sérstaklega týpur 16 og 18), polyoma (JC veira) og Hepatitis B og C.
Hvaða áhrif hafa þessar veirur á frumuna?
Lítill hluti veirusmits leiðir til ummyndunar á frumum, og lítill hluti ummyndaðra fruma þróast í krabbameinsfrumur.
Krabbameinsmyndandi veirur skiptast í hvaða 2 flokka?
Retroveirur (HTLV1 og 2, HIV) og DNA veirur.
Oncogen (hafa áhrif á frumuhringinn) skiptast í hvaða 4 ríkjandi flokka? Og 1 víkjandi.
Vaxtarþætti, viðtaka fyrir vaxtarþætti, intracellular signal transducters og nuclear transciption factors. (líka tumor suppression factors, víkjandi).
Við fjölgun geta retroveirur…
…tekið óvart með sér hluta af erfðaefni hýsils. Ef sá hluti inniheldur gen sem hefur áhrif á vöxt, getur það orðið oncogen.
Hvað eru v-onc gen, c-onc gen eða protooncogen?
Retroveiru oncogen eru kölluð v-onc gen (safna stökkbreytingum sem geta gert genin sívirk, eru tekin úr samhengi við stýrikerfi frumu) en samsvarandi frumugen eru kölluð c-onc gen eða protooncogen.
Hverjar eru 3 tegundir retroveira?
1) Transducing retroveirur - stuttur tími. Taka upp frumugen og tjá of mikið/sívirkt. Genasamruni býr til prótín með óeðliega virkni.
2) Cic-acting retroveirur - millilangur tími. Veira innlimas í erfðamengið þannig að stýrill fyrir c-onc gen er tekinn úr sambandi. Stýrlar fyrir veirugen eru mjög virkir.
3) Trans-activating retroveirur - langur tími. Tjá gen sem hafa áhrif á tjáningu c-onc gena.
Hver er munurinn á að vera “replication competent” og “replication defactive”?
Replication competent þýðir að veira hefur öll gen sem hún þarf til að margfaldast, getur haft aukagen líka. Replication defactive þýðir að frumugen hefur komið í stað veirugens og veiran getur því ekki margfaldast nema önnur retroveira smiti sömu frumu.
Hvað eru “endogen” retroveirur?
Proveirur sem eru fastar í erfðaefninu og undir stjórn frumunnar. Hafa ekki oncogen og smitast milli kynslóða. Geta farið af stað t.d. vegna hormóna, geislunar, krabbameinsvaldandi efna eða ónæmisþátta - þá hefst veirumargföldun.
Hvað eru “exogen” retroveirur?
Margfaldast eðlilega, geta haft oncogen og haft áhrif á frumu með því að örva tjáningu c-oncogena.
DNA veirur…
…hafa ekki oncogen og virðast þurfa fleiri breytur, t.d. erfðir, umhverfisþætti, ónæmisástand. Krónískar sýkingar valda áhættu, t.d. HepB. (Ath. að HepC er RNA veira en veldur einnig aukinni áhættu á lifrarkrabba).