26: Polyomaviridae Flashcards
Hvernig er bygging polyomaviridae?
42-45 nm í þvermál með dsDNA, hringlaga. Hægt að rækta í rannsóknastofu.
Hverju valda polyomaveirur?
Virðast ekki valda sjúkdómum hjá fólki með heilbrigt ónæmiskerfi. Valda æxlum í nýfæddum hömstrum.
Polyomaveirur músa og apa…
…virðast ekki valda æxlum í náttúrulegu hýslunum og heldur ekki í náttúrulegri sýkingu, en hins vegar margs konar illkynja æxlum ef sprautað í nýfædda hamstra. Því það er eitthvað sem maður dúllar sér við að gera á sunnudagsmorgnum :(
Manna polyomaveirur BK og JC…
…fundust 1971, BK úr þvagi nýrnaþega en JC úr heila sjúklings með progressive multifocal leucoencephalopathy. Mannaveirurnar KI og WU fundust í öndunarvegi og Merkel cell polyoma veira tengist húðkrabbameini.
Hver er ferill polyoma í náttúrunni og smitleiðir?
Margt enn á huldu. Veirurnar eru mjög algengar og flestir sýkjast á barnsaldri. Smitleið og einkenni primer sýkingar eru óþekt (þá líklega einkennalítil/óþekkt) en persistent sýking verður í nýrum, lymphocytum, taugavef og líklega húð.
Erfðaefni BK og JC finnst…
…í nýrunum alla ævi. Merkel cell polyomaveira er líklega algeng á húð heilbrigðra.
vaða polyomaveirur er lítið vitað um?
KI og WU, sem finnast í öndunarfærasýkingum.
BK veira…
…smitast líklega um öndunarveg á aldrinum 3-4 ára. Skaðlausar fólki með heilbrigt ónæmiskerfi. Skilin út í þvagi, oftast einkennalaust. Greint með PCR. Mikilvægasta sýkingin í nýrnaígræðslum! Geta orðið alvarleg einkenni frá þvag- og kynfærum í mikilli ónæmisbælingu, jafnvel með blæðingum.
JC veira…
…flestir smitast ca. 10-14 ára, 75% fullorðinna með mótefni. Skilin út í þvagi á meðgöngu og í ónæmisbælingu. PML sjaldgæfur banvænn heilasjúkdómur getur komið í mikilli ónæmisbælingu. Veiran drepur oligodendrocyta, veldur demyelineringu og skertri heilastarfsemi, sjón/taltruflunum, dementia, blindu, lömun, coma og dauða á ca. 6 mánuðum. Greind með PCR í mænuvökva.
Hugsanlega eru tengsl milli JC veiru og…
…leukemiu í mjög ungum börnum og ristilkrabba.
Merkel Cell Polyoma Virus, MCV…
…í tengslum við Merkel cell carcinoma, sem er sjaldgæft, illvígt húðkrabbamein. DNA veirunnar finnst í æxlum og meinvörpum í ca. 80% af þessum tilfellum. Á líklega þátt í myndun þess. Seroprevalence í húð um 50 ára er 80%!