27: Reoviridae, Caliciviridae, Astroviridae Flashcards
Hverjar eru mikilvægustu veirurnar sem valda gastroenteritis/iðrakveisu?
Reoviridae (af genus rotavirus, valda dauðsföllum og einnig spítalasýkingum), calici og astroveirur, ásamt enteriskum adenoveirum.
Lýstu uppbyggingu rotaveira.
Þær eru 65-75 nm icosahedral agnir, líkjast helst hjóli í rafeindasmásjá. Hafa þrefalt prótínhylki (capsid) en engan hjúp og því viðnám gegn fituleysum. Erfðaefnið er 11 bútar af dsRNA. Fjölgar sér í umfrymi hýsilfrumu. Hefur 6 byggingarprótín (VP) og 5 stjórnprótín (NSP).
Hvað er NSP4?
Líklega enterotoxín. Það fyrsta sem finnst hjá veirum.
Hvað er að frétta af grúppum rotaveira?
Grúppurnar eru sex, A-G og antigeniskt ólíkar. A, B og C hafa fundist í mönnum og dýr, hinar bara í dýrum. A er langalgengust.
Hvernig smitast Rotaveirur?
Saur-munnsmit milli manna, hugsanlega með öndunarúða, hlutum og mat. Ekki mikið með mat eða vatni. Skæðust í 6mán. til 2 ára börnum og á kaldari árstíma.
Fullorðnir, eldri börn og brjóstamjólk…
…fullorðnir fá væg einkenni/einkennalausar sýkingar. Brjóstamjólk hindrar einkenni fremur en sýkinguna sjálfa. Veiruútskilnaður er mestur á 2. og 3. degi sýkingar - mjög mikill.
Meðg.tími og einkenni Rotaveirusýkinga.
Meðgöngutími er 2-4 dagar. Byrjar oftast með uppköstum í 2-3 daga, svo niðurgangur í ca. 5 daga. Slímugar hægðir en ekki blóðugar. Stundum hiti og þurrkur. Það sem dregið getur til dauða er þurrkurinn og ójafnvægi á elektrolytum. Rx er því vökva- og elektrolytagjöf.
Hvernig eru Rotaveirur greindar og sótthreinsaðar?
EM fyrir alla stofna, ELISA fyrir A stofna. PCR o.fl. Hér er notuð ELISA fyrir saursýni. Klórlausnir og 70% etanól til hreinsunar.
Hvert er markmið ónæmisaðgerða/bóluefnis gegn rotaveirum?
Að MILDA sjúkdómseinkenni, ekki hindra sýkingu því það gerir náttúruleg sýking ekki og því bóluefnið ekki heldur. Mest t.d. veiklað lifandi bóluefni um munn, t.d. Rotarix.
Hvaða adenoveirur valda gastroenteritis?
Stofnar 40 og 41. Erfiðir í ræktun, nú ræktaðir í sérstökum frumulínum. Líkjast öðrum adenoveirum í útliti, 70-80 nm í þvermál, icosahedral með öngum út úr. dsDNA.
Hvernig smitast adeno 40 og 41 og hvernig eru einkenni?
Saur-munn smit milli manna. Valda aðallega niðurgangspestum í börnum. Langvarandi niðurgangur (5-12 d.), uppköst og hiti. Bæði stök tilfelli og faraldrar. Greind með ELISA í saursýnum.
Hvernig er bygging astroveira?
Þær eru 28 nm í þvermál, ss+RNA, 5 eða 6 arma stjörnur. 8 mismunandi týpur. Greindar með ELISA í saursýni. Bóluefni í framtíðinni?
Hvernig, hverja smita astroveirur hver eru einkenni?
Saur-munnsmit milli manna eða með mat/vatni. Sýkja flesta á fyrstu 2 æviárunum. Hópsýkingar meðal barna, fullorðinna og ónæmisbældra. Mildari sýkingar en rota, meðal niðurgangi í ca. 3 daga, hita og uppköstum. Þurrkur og innlagnir sjaldgæfar.
Hvernig er bygging Caliciveira (Noro og Sapo)?
Þær eru 30 til 35 nm í þvermál, með ssRNA. Hafa capsid úr einu prótíni með icosahedric symmetry og bikarlaga strúktúra á yfirborði. EKki hægt að rækta. Algengar í fullorðnum og börnum, berast milli manna og með mat og vatni. Fjórar ættkvíslir: Norovirus, Sapovirus, Vesi og Lagovirus. Seinni tvær ekki í mönnum.
Einkenni og meðgöngutími Noro.
Meðg.tími 24-48 klst. oft sýkingar í hálflokuðum samfélögum. Einkenni eru uppköst, verkir, niðurgangur, hitavella. Batnar á 1-2 dögum, sjaldan innlögn. Veira skilst út í saur og ælu, oft í saur í 2-3 vikur! Endursýkingar tíðar.