22: Togaviridae Flashcards
Hverjar eru undirættirnar (genera) tvær í Togaviridae?
Alphavirus (eru arboveirur) og Rubivirus (t.d. rauðir hundar).
Hvernig er bygging Togaviridae?
+ssRNA, línulegt. Polyhedral capsid utan um erfðaefnið. Envelope utan um icosahedron. Posttranslational cleavage.
Hvaða dýr bera alphaveirur?
Moskítóflugur, helst, og margar alphaveirur eru til, einkum í suðlægum löndum.
Hvaða þrjár alphaveirur eru þekktar fyrir að valda heilabólgum?
Eastern, Western og Venezuelan Equine Encephalitis (EEE, WEE og VEE).
Hvar finnst Eastern Equine Encephalitis?
Í Norður og Suður Ameríku en flest tilfelli í austanverðum Bandaríkjunum.
Hverjir eru aðalhýslar og aðalvektarar EEE?
Fuglar eru aðalhýslar, Culiseta melanura (moskító) er aðalvektor. Önnur dýr geta komið til.
Hvernir lýsir EEE sér?
Faraldrar á 5 til 10 ára fresti, berst þá í menn og hross. Einkennalaus sýking er algengust en alvarlegra í börnum. Sumir fá heilabólgu, dánartíðni 30-40% og eftirlifandi ná sér oft aldrei.
Hvar finnst WEE?
Í Norður og Suður AMeríku, flest tilfelli í vesturhluta USA og Kanada. Greinist nú mjög sjaldan.
Hverjir eru hýslar og vektorar fyrir WEE?
Fuglar eru náttúrulegir hýslar, vektor er Culex tarsales, moskítófluga.
Hvernig lýsir WEE sér?
Flestar sýkingar eru einkennalausar eða -litlar. Heilabólga er vægari og sjaldgæfari hér en hjá EEE. Verri í börnum. Dánartíðni ca. 10% hjá ungum börnum, mörg hljóta varanlegan skaða.
Hvar finnst VEE?
Í Suður Ameríku og syðsta hluta Norður Ameríku. Reglulegir faraldrar ganga meðal hrossa í rómönsku Ameríku - oft fylgja þá væg tilfelli í mönnum.
Hverjir eru hýslar og vektorar fyrir VEE?
Aðalhýslar eru nagdýr, aðalvektor er Culex melanoconuium.
Hvernig lýsir VEE sér?
Vægari en EEE og WEE, heilabólga sjaldgæfari, helst hjá yngri en 15 ára. Dánartíðni lægri en 1%. Venjulega væg pestareinkenni.
Rx og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir EEE, WEE og VEE?
Engin veirulyf til. Formalin inaktiverað bóluefni er til gegn veirunum fyrir hesta (og fugla EEE). Notað fyrir starfsfólk rannsóknarstofa líka. Moskítóvarnir eru mikilvægar!
Hvernig veira er Rubella og hver eru helstu einkenni?
Rubella er rubivirus. Vægur, einkennist af lágum hita, eitlastækkunum og útbrotum. EN getur valdið fósturskemmdum, sérstaklega á 1. trimestri.