16 og 23: Flaviviridae Flashcards
Flestar flaviviridae eru…
…arboveirur.
Hepatitis C er ólík öðrum flavi því hún er…
…ekki arboveira svo vitað sé. Hún hefur aldrei ræktast og var skilgreind með erfðatæknilegum aðferðum. Nú greind með t.d. PCR.
Hver eru einkenni Hepatitis C?
Meðgöngutími er 2-28 vikur, meðaltal 7,8 vikur. Veldur gulu, svipuð og aðrar veirulifrarbólgur. Sumir verða krónískt viremiskir og helmingur fær þrálátan lifrarsjúkdóm. 20-30% fá skorpulifur. Mörg súbklínísk tilfelli.
Hvernig smitast Hepatitis C?
3 smitleiðir (náttúruleg smitleið hérlendis óþekkt):
a) Blóðsmit - nú aðallega sprautufíklar, áður blóðgjafir.
b) Sexuelt smit - sjaldgæft.
c) Smit frá móður til barns (4%).
Hvert er algengi mótefna gegn Hepatitis C og hvar er það hæst?
Seroprevalence á heimsvísu er um 1%, hæst 20% í Egyptalandi.
Windowperiod í Hepatitis C er…
…2 vikur. Hættulegt upp á blóðgjafir að gera.
Þeir sem fá mild einkenni vegna Hepatitis C geta samt…
…þróað með sér þrálátan lifrarsjúkdóm og jafnvel skorpulifur.
Hve margir hafa sýkst af Hepatitis C hérlendis?
Meira en 1500 manns, langflestir sprautufíklar. Lágt algengi hér en meðferð í framtíðinni mun verða dýr.
Hver er Rx við Hepatitis C?
Interferon og ribavirin.
Hvernig er Hepatitis C greind?
Með mótefnamælingum (skimpróf, veiruprótínin eru þar erfðatæknilega framleidd). Með recombinant immunoblot assay staðfestingarprófum. PCR veirumagn er notað til að meta árangur meðferðar. Genótýpun einnig.
Hvor er algengari hérlendis, lifrarbólga B eða C og hvort er C algengari í konum eða körlum?
Lifrarbólga C, og hún er algengari í körlum.
Hverjir eru áhættuættir fyrir smiti af lifrarbólgu C?
Sprautufíkn - langmesta áhættan. Blóðþegar, blæðarar, kynmök gagnkynhneigðra og heilbrigðisstarfsmenn.
Hver er munurinn á lifrarbólgu B og C hvað varðar innflytjendur hérlendis?
Stærra hlutfall nýgreindra með lifrarbólgu B hérlendis eru innflytjendur en þeir sem greinast með lifrarbólgu C.
Hver er bygging flaviviridae?
Eru hnattlaga veirur með icosahedral nucleocapsid, hjúp og +RNA. Eru 40-90 nm í þvermál.
Hverjir eru sjúkdómar flaviveira?
Oft einkennalausar/litlar sýkingar (þótt flavi valdi líklega verri og útbreiddari sýkingum en nokkur önnur veiruætt). Hitasóttir, útbrot, liðeinkenni. Hitasóttir með blæðingum. Skert lifrarstarfsemi, lifrarbilun. Hhbólga, heilabólga, heila- og mænubólga.
Hvað er Dengue?
“Gömul” sýking, fyrst lýst 1780. Aðlöguð að manni sem aðalhýsli, þ.e. maður, moskító, maður. Í Asíu er líka: api, moskító, api.