10 og 11: Þrálátar sýkingar Flashcards
Þrálátar sýkingar…
…geta smitast ævilangt, geta endurvaknað og valdið sjúkdómstímabilum, geta leitt til immunopathologiskra sjúkdóma, tengjast stundum illkynja sjúkdómum, erfitt að útrýma með lyfjum því genómið er ekki í margföldun.
Í hvaða fjóra flokka skiptast þrálátar veirusýkingar?
1) Bráðar sýkingar með síðbúnum fylgikvillum.
2) Latent sýkingar (ekki hægt að sýna fram á með góðu móti nema í endurvakningarástandi, þegar sjúkd. er).
3) Chroniskar sýkingar (alltaf hægt að sýna fram á veiruna og hún er alltaf smitandi. Einkenni þurfa ekki alltaf að vera til staðar, geta verið vegna immunopathologiskra fyrirbæra).
4) Slow/hæggengar veirusýkingar. (veirumagnið vex smám saman og leiðir til sjúkdóms sem alltaf dregur til dauða).
Dæmi um bráðar sýkingar með síðbúnum fylgikvillum.
Subacute sclerosing panencephalitis (SSPE). Svona sýkingar eru algengastar ef börn fá mislinga mjög ung. Eyðileggur heilann smám saman, breiðist beint milli taugafrumna. Lítið/ekkert myndast af smithæfum veirum.
Dæmi um latent sýkingar…
…Herpes veirurnar (aðall. HSV og VZV). Sumar eru latent á taugafrumum, aðrar í lymphocytum. Geta verið integreraðar í frumuchromosómin eða í episomal ástandi í kjarna/cytoplasma. Retrograd axonal transport upp í ganglion tauganna, þar sem þær sitja ævilangt.
Hvar situr VZV í latent sýkingu?
Í sattellite frumum (endotheli og fibroblöstum), en ekki taugafrumum, þar sem HSV er.
Hvar situr EBV í latent sýkingu?
EBV genomið situr í B-lymphocytum. Veiran hvetur frumurnar til að skipta sér og fjölgar sér jafnframt í episomal formi. Í latent ástandi er genomið í mörgum circuler covalent lokuðum DNA mólekúlum, mjög lítill hluti þess er umritaður.
Hvar situr CMV í latent sýkingu?
Í monocytum og/eða lymphocytum, auk þess í munnvatnskirtlum og nýrum. Reactiverast mjög auðveldlega - margir smitandi með munnvatnssmiti. Stutt á milli latent/chroniskrar CMV sýkingar - svæsnar fósturskemmdir.
Hvað veldur Progressive Multifocal Leukoencephalopathy, PML?
Polyomaveiran JC. Sjaldgæfur sjúkdómur, flestir sýkjast ungir og svo situr veiran ævilangt. Við ónæmisbælingu fer hún að margfaldast, eyðileggur oligodendrocyta heilans, veldur afmyelineringu, heilaskemmdum og loks dauða.
Besta dæmið um chroniskar sýkingar í mönnum, er…
…hepatitis B. Meiri líkur á að hún verði krónísk ef smit verður á unga aldri (t.d. við fæðingu).
Hver er munurinn á DNA í bráðri vs. þrálátri hepatitis B sýkingu?
Óintegrerað í hýsilfrumu DNA í bráðri en integrerað oftast í þrálátum.
HBsAg í sermi…
…er aðalprótín sem framleitt er í miklu magni í chroniskri Hepatitis B sýkingu. Eftir mörg ár með prótínið í sermi geta antigen-antibody complexar sest í nýru og arteríólur og valdið immune complex sjúkdómi.
Dæmi um hvað chronisk hepatitis B notar til að komast framhjá ónæmiskerfinu?
Vanalega þekkja CD8+T frumur class I MHC mólekúl á hepatocytum í sambandi við HBcAg og HBeAg og valda lysis á sýktum frumum. Ef tjáning er takmörkuð á veiru, gerist þetta hins vegar ekki/síður.
Önnur leið chroniskrar hepatitis B til að sleppa framhjá ónæmiskerfinu!
Framleiða ofgnótt af HBsAg mólekúlum sem bindast öllum mótefnum - veiran sjálf getur þá sloppið.
Hepatitis C (flaviveira)…
…er aðallega á meðal sprautufíkla á Vesturlöndum. Veldur chroniskri lifrarbólgu sem oft endar með skorpulifur og/eða lifrarkrabba. Sumir virðast losa sig þó við veiruna úr sermi.
2 dæmi um chroniskar sýkingar með síðbúnum immunologiskum kvillum í dýrum eru…
…AD, aleutian disease of mink, og LCM, lymphocytic choriomeningitis.