17: Hepatitis A Flashcards
Hver lýsti Hepatitis A fyrst?
Hippocrates!
Hvað þolir HAV? (Hepatitis A Virus)
Mjög stabíl, þolir mikið physicochemiskt álag. Hægt að inactivera með klóri og formalíni. HAV er oft í tengslum við stríð, mörg súbklínisk tilfelli.
Hvernig smitast HAV?
Fecal oral smit.
Hver eru mynstrin 3 fyrir faraldsfræði HAV?
- Vanþróuð lönd í Asíu, Afríku, Ameríku: Nær allir smitast á unga aldri og mótefnin haldast ævilangt.
- Þróuð ríki Evrópu og USA: Sigmoid kúrva - allmargir fullorðnir hafa mótefni en yngri síður. Bætt hreinlæti.
- Vestur Berlín: Fjöldi útlendinga ber veiruna inn í þjóðfélag þar sem hún er sjaldgæf fyrir.
Hvar er lægst algengi og nýgengi HAV?
Á Norðurlöndunum. Flest tilfelli HAV á Vesturlöndum tengjast nú ferðalögum til Suðurlanda, utan nokkra þjóðfélagshópa.
Hvaða þjóðfélagshópar á Vesturlöndum hafa hærra algengi og nýgengi HAV en gengur og gerist?
Ferðalangar til svæða með endemiska HAV. Samkynhneigðir karlar, eiturlyfjaneytendur, fólk á stofnunum (fyrir þroskahefta, fangelsi, geðsjúkrahús) og starfsfólk á slíkum stofnunum.
Hverjir sýkjast af HAV?
Að jafnaði bara í mönnum e sumar apategundir eru næmar. Uppspretta sýkiga er því að jafnaði mannasaur.
Hvenær er hægt að sjá veirueindir í sjúkdómsganginum?
Allt að 6 dögum fyrir transaminasahækkanir (í rafeindasmásjá, vitaskuld) en sjaldan eftir að gulan byrjar. Krónískur útskilnaður HAV í saur hefur ekki fundist.
Hvers vegna koma faraldrar af HAV?
Vegna sýkts matar eða drykkjar (fecal oral smit).T.d. 1988 eftir neyslu á sýktum skelfiski.
Hver er meðgöngutími og fyrstu skref í pathogenesis?
Meðgöngutími er 14-40 dagar, oftast 3-4 vikur. HAV margfaldast ekki í meltingarvegi líkt og enteroveirur, heldur nær eingöngu í lifrarfrumum en veiran fer svo í meltingarveg með galli.
Hver er klínísk mynd hepatitis A?
Mjög margar súbklínískar sýkingar. Börn undir 6 ára fá sjaldnast gulu, um helmingur barna milli 6-14 ára. Meirihluti þeirra sem eldri eru. Fyrst eru óljós fyrirboðseinkenni: þreyta, höfuðverkur, velgja, uppköst, kviðóþægindi, hiti 38°C. Stundum niðurgangur og vöðvaverkir. Svo gula.
Getur HAV sýking orðið krónísk?
Ekkert sem bendir til þess (sbr. saurinn að ofan). Fulminant banvænn hepatitis er afar sjaldgæfur.
Hvernig er ónæmissvar fyrir HAV?
Fyrst IgM og síðan IgG. Mótefnin eru notuð til greiningar.
Hverjar eru fyrirbyggjandi aðgerðir gegn HAV?
Hreinlæti - ath. skelfisk vel. Bólusetningar og gamma-glóbúlín.