18 og 19: Retroviridae Flashcards
Hverjir eru 2 flokkar retroveira?
Oncoveirur - HTLV1 og 2.
Lentiveirur - HIV1 og HIV2
Hvor er algengari, HTLV1 eða 2?
I, en hún tengist einmitt frekar sjúkdómum.. Nr. 2 tengist aðallega notkun fíkniefna í æð. T.d. hjá indíánum í Norður, Mið og Suð-Ameríku. Algengi mótefna hækkar með aldri - smit á fullorðingsaldri.
Hvernig smitast HTLV1 og 2?
1) Móðir til barns - þá með brjóstamjólk, lymphocytar.
2) Kynmök - greiðara frá karlmanni til konu en öfugt.
3) Með blóði - blóðgjafir, blóðhlutar, mengaðar nálar, líffæragjafir. Aðallega í frumum, lítið í plasma.
Hvað er ATL, Adult T cell leukemia?
Sjúkdómur sem tengist HTLV1 (2-5% smitaðra fá þetta). Langur latent tími. SMitast með brjóstagjöf. 4 klínískar myndir, bráða ATL algengast. Greint klínískt, með blóðmynd, mótefnamælingu, vefjasýni. Lífsllíkur 8 mánuðir, lyfjameðferð og stofnfrumuígræðsla.
Hver eru einkenni ATL?
Eitlastækkanir, húðmein, stækkuð lifur og milta. Leukocytar, illkynja CD4+ frumur, hátt Ca, beinmein. Algengar fylgisýkingar eru PJP, sveppir, CMV og VZV.
Hvað er Tropical spastic paraparesis, TSP eða HTLV-1 associated myelopathy, HAM?
Sjúkdómur sem tengist HTLV-1 (undir 2% bera fá þetta). 40-50 ára við greiningu, oftast við blóðgjöf. Minnkaður máttur og stífni í ganglimum, dofi, bakverkir, tíð þvaglát, leki. Spastísk paraparesis, lífleg sinaviðbrögð. Mænuvökvi með hækkað prótín og lymphocytosis. MRI ýmist eðlilegt eða með rýrnun á brjósthryggjarsvæði mænu. Bólgufrumuíferð og myelin/axonal eyðing í vefjasýni.
Hvernig greinist HTLV-1 associated myelopathy, TSP?
Með HTLV-1 mótefnamælingu. Kjarnsýrumögnun á mononuclear frumum. WB til staðfestingar. Margir rúmfastir 14 árum seinna en armar sleppa.
Hvenær og hvernig voru fyrstu HIV lyfin?
1987, bakritahemlar. Svo fjöllyfjameðferð með próteasahemlum 1996, samrunahemlar 2003, hjálparviðtakahemlar 2007 og integrasahemlum 2007.
Hvaðan kemur HIV upphaflega?
HIV1 frá sjimpönsum. Subtypur A-J, B algengust í Evrópu og USA. HIV-2 kemur frá sooty mangabee, aðallega í Vestur-Afríku. Hægari sjúkdómsgangur og lægri smittíðni. Smitun við apaveiðar? Sameiginlegur forfaðir í Kongó 1941.
Hvernig smitast HIV?
Kynmök - líkur 0,3%. Háð mökum, sárum og veirumagni. Frá móður til barns, mestar líkur í fæðingu og við lok meðgöngu. Blóð - sprautunotkun og blóðgjafir.
Hverjir eru áhættuþættir fyrir HIV smit?
Samkynhneigð, gagnkynhneigð, fíkniefnaneytendur, blóðþegar, móðir til barns, annað (aha).
Hver eru einkenni HIV?
Frumsýking fyrst, svo AIDS (þegar líður á…) hiti, slappleiki, eitlastækkanir, megrun, niðurgangur.Aukaverkanir lyfja eru breytt fitudreifing, hækkaðar blóðfitur.
Hverjar eru fylgisýkingar HIV?
PJP - hiti, mæði, hósti, megrun, slappleiki.
CMV retinitis: hiti, minnkuð sjón.
Toxoplasmosis: hiti, höfuðverkur, brottfallseinkenni, krampar.
Hepatitis C: skorpulifur og lifrarkrabbi.
Hvað gerist í frumsýkingu?
Hár veirutíter í plasma og sekreti, t.d. sæði. Mikilvægt að greina á þessu stigi því þarna er sýkingin mjög smitandi!
Hver eru einkenni frumsýkingar?
50-90% fá einkenni 2-4 vikum eftir smit. Skyndileg. Hiti, höfuðverkur, hálssærindi, eitlastækkanir, útbrot, sár í húð og slímhúð, 10% fá TK einkenni. Mismunagreiningar eru t.d. EBV, CMV, rubella, syphilis og hepatitis.