24: Bunyaviridae Flashcards
Hvaða ættkvíslir tilheyra Bunyaviridae og hverju valda þær?
Bunyavirus - LaCrosse encephalitis o.fl.
Phlebovirus - Rift Valley fever, sandfly fever
Nairovirus - Crimean-Congo hemorrhagic fever
Tospovirus - plöntuveira
Hantavirus - Hemorrhagic fever with renal syndrome, hantavirus pulmonary syndrome.
Hvernig eru Hantaveirur frábrugðnar öðrum bunyaveirum?
Einu sem eru ekki ARBO, þ.e. skordýrabornar, heldur ROBO - nagdýrabornar (og smitast með aerosoli af þurrkuðum nagdýraúrgangi).
Hvernig smita nagdýrin hvert annað af hantaveirum?
Sum eru krónískt sýkt og smita við slagsmál og uppgjör - algengara í karldýrum.
Dæmi um 4 Hantaveirur (í gamla heiminum) og sjúkdóm.
Hantaan, Dobrava, Seoul og Puumala. Valda allar HFRS, hemorrhagic fever with renal syndrome.
Hvaða
d
Hvaða Hantaveirur eru í nýja heiminum og hverju valda þær?
Sin Nombre, Monongahela, New York, Bayou, Black Creek Canal, Andes, Oran, Lechiguanas, Hu39694, Laguna Negra, Juquitiba. Valda allar HPS, hantavirus pulmonary syndrome.
Er HFRS slæmur sjúkdómur og hvar finnst hann?
Allt frá því að vera vægur upp í 5% dánartíðni. Meðgöngutími 3 vikur. Algengur í Asíu, finnst líka í Balkanlöndum og Rússlandi. Seoul afbrigði er vægara og berst með tilraunadýrum.
Hver eru einkenni HFRS?
Upphaf: Slen, hiti, verkir í kviðarholi. Blóðþrýstingsfall um 5 dögum síðar. Stundum blóðflögufæð með húðblæðingum á andliti og búk, alvarlegar blæðingar í meltingarvegi og miðtaugakerfi. Nýrnastarfsemi minnkar með þvagþurrð, eggjahvítu í þvagi og aukningu í blóðkreatínini. Murinae hýslar.
Hvað er Nephropathia epidemica, NE og hvað veldur?
Mildara afbrigði af HFRS. Arvicolinae hýslar (t.d. engjamýs). Orsakað af Puumalastofni Hantaveira. Algengur í Skandinavíu og N og A meginlandi Evrópu, líkist HFRS en mun mildari, dánartíðni undir 1%.
Hvað er Hantavirus pulmonary syndrome, HPS?
Borinn af sigmadointinae hýslum, mismunandi veirur með mismunandi hýslum. Finnst í “nýja heiminum”, dánartíðni allt að 80% og því mun alvarlegri en HFRS.
Hver eru einkenni HPS?
Upphaf: Skyndilegt. Hósti og beinverkir.
Síðan andnauð, hjartsláttaraukning, lungnabjúgur, fleiðruflæði og lágþrýstingur. Blóðstorknun minnkar, þó ekki alvarlegar blæðingar. Helsta einkenni er lungnabólga með lungnabjúg og infiltration einkjarnafruma. Dánarorsök er öndunarbilun.
Hver eru einkenni HPS?
Upphaf: Skyndilegt. Hósti og beinverkir.
Síðan andnauð, hjartsláttaraukning, lungnabjúgur, fleiðruflæði og lágþrýstingur. Blóðstorknun minnkar, þó ekki alvarlegar blæðingar. Helsta einkenni er lungnabólga með lungnabjúg og infiltration einkjarnafruma. Dánarorsök er öndunarbilun.
Hvernig lýsir histopathologia sér í interstitial lungnabólgu, líkt og fylgir HPS?
Congestion, infiltrasjón stækkaðra einkjarnafruma. Focal hyaline membranes og intra-alveolar og septal bjúgur.