Vökvi - elektrólýtar Flashcards
Ástæður truflana á vatns- og elektrólýtabúskap
Truflanir á vatns- og elektrólýtabúskap geta verið af tveimur ástðum:
- Ójafnvægi milli inntöku og taps.
- Færslu vatns eða elektrólýta milli líkamshólfa.
Hvað er styrkur elektrólýta í sýni?
Styrkur er hlutfall heildarmagns efnis og vökvarúmmáls.
Vatnsmagn í líkama fullorðinna kvenna
50-55%
Vatnsmagn í líkama fullorðinna karla
60-65%
Vatnsmagn í líkama barna
75-80%, lækkar með aldri.
Hverju er vatnsmagn líkamans háð?
Aldri, kyni og fitumagni.
Hvernig dreifist rúmmál vökvahólfanna?
2/3 vökva eru í innanfrumuvökva (IFV).
1/3 vökva er í utanfrumuvökva (UFV). Þar af eru 3/4 í interstitial vökva og 1/4 í plasma.
Vökvaflæði um frumuhimnu
Frumuhimnur eru hálfgegndræpar. Vatn flæðir óhindrað á milli IFV og UFV, en flæði vatns yfir frumuhimnur er stjórnað af osmótískum þrýstingi. Osmótískur þrýstingur er alltaf sá sami báðum megin frumuhimnu (leitast eftir jafnvægi), nema í nýrum (epithelfrumum og umhverfi þeirra, nýrnavef)
Hvað stjórnar dreifingu UFV milli plasma og interstitial vökva?
Dreifing utanfrumuvökva stjórnast af hýdróstatískum og onkótískum þrýstingsmun (Starling kröftum) á milli þessara hólfa, þ.e. plasma og interstitial vökva.
Við slagæðaenda háræðar er hýdróstatískur þrýstingur meiri en onkótýskur þrýstingur, svo að vökvi og uppleystar smáagnir þrýstat út í interstitial vökvann. Þær uppleystu agnir blóðs sem komast ekki greiðlega úr háræðunum (prótein fyrst og fremst), þ.e. þær agnir sem fara ekki úr háræðum fyrir tilstilli hýdróstatísks þrýstings, valda onkótískum þrýstingi. Eftir því sem nær dregur bláæðaenda háræðar verður hýdróstatískur þrýstingur minni og onkótískur þrýstingur meiri, svo að vökvi og uppleystar smáagnir fara aftur inn í háræðina bláæða megin.
Hverjar eru aðaljónir UFV?
- Natríum
- Kalíum
- Kalsíum
- Klóríð
- Bíkarbónat
Athuga ber að lítið er um prótein í interstitial vökva.
Hverjar eru aðaljónir IFV?
- Kalíum
- Kalsíum
- Fosföt
- Súlföt
- Prótein
Hvað myndar osmótískan þrýsting?
- Elektrólýtar
- Glúkósi
- Þvagefni
- Önnur framandi efni (t.d. við eitranir metanól og etýlen glýkól).
Athuga ber að lyf hefur ekki áhrif á osmótískan þrýsting!
Prótein eru <0,5% af osmótískum þrýtingi og hafa engin praktísk áhrif á hann vegna þess hversu stór og fá þau eru, en þau eru mikilvæg fyrir onkótískan þrýsting.
Hvað er S-osmólalítet og til hvers er það notað?
Osmólalítet er heildarfjöldi uppleystra jóna og sameinda í sermi.
S-osmólalítet er mælt til þess að greina elektrólýtatruflanir, eitranir og getu nýrna til að concentrera þvag.
Við hvaða aðstæður sést hækkað osmólalítet?
- Hypernatremiu
- Hækkun á urea
- Hyperglycemiu
- Eitranir
Við hvaða aðstæður sést lækkað osmólalítet?
- Hyponatremiu
Hvað stjórnar mestu um vökvabúskap líkamans, sérstaklega hvað varðar vatnsinntöku?
Þorstatilfinning stjórnar helst vökvainntöku, en hún kviknar bæði við hækkun osmólalítets og líka við minnkun plasmarúmmáls. (=> Aukningur verður á styrk efna, þurfum þá meiri vökva til að jafna út.)