Nýru og þvag Flashcards
Hlutverk nýrna
- Útskilnaður úrgangsefna
- Stjórnun á samsetningu og rúmmáli UFV
- Framleiðsla hormóna (erythropoietin, calcitriol, renín)
Starfrænar truflanir í nýrum
Geta verið vegna galla í:
- Glomerular virkni (hraði síunar, gegndræpi himnu)
- Tubular virkni (frásog, seyting)
- Bæði glomerular og tubular virkni
Rannsóknir á glomerular filtration rate (GFR)
- S-kreatínín: Hækkað gildi bendir yfirleitt til minnkaðs GFR. GFR þarf að minnka um helming til að S-kreatínín sýni skýra hækkun. Einnig er hægt að reikna GFR út frá S-kreatíníni, en þá eru ákveðnir þættir teknir inn, eins og aldur, kyn og fleira.
- S-úrea: Styrkur þess er hækkaður í plasma þegar gaukulsíun er minnkuð.
- Cystatín C: Endurspeglar GFR vel.
- Klearans: Er reiknaður út frá styrk kreatíníni í þvagi, rúmmáli þvags og styrk kreatíníns í plasma. Kreatíníni er seytt í nýrnapíplum í litlum mæli og skiptir það máli ef GFR er mjög mikið lækkað.
- Bein mæling á GFR: Er gerð með ísótópamælingum 51Cr-EDTA með gjöf. Nákvæmari mæling á GFR ef það er veruleg skerðing á GFR. Ábendingar fyrir beinni mælingu eru ef einstaklingur er nýrnagjafi, við mat á sjúklingum með nýrnatruflanir og við skömmtun á lyfi með lágan eitrunarþröskuld.
Rannsóknir á gegndræpi glomerularhimnu
Ef gegndræpi glomerularhimnu er aukið að þá koma hlutar úr blóði í þvagið, sem annars komast ekki í gegn í síun. Þetta geta ýmist verið stórsameindir (veldur próteinuriu) eða frumur (RBK og RBK-cylindrar í þvagi).
Því er hægt að athuga hvort að í þvagi séu:
- Prótein
- Blóð
Rannsóknir á virkni nýrnapípla (tubuli)
Við viljum athuga hvort það sé síunartruflun eða frásogstruflun eða seytunartruflun.
- Til þess að athuga virkni nærpíplu (frásog) að þá er hægt að athuga með glúkósa í þvagi eða amínósýrur í þvagi.
- Til þess að athuga virkni fjærpíplu (frásog og seytun) að þá er hægt að gera vatnsskortspróf eða athuga sýringu þvags.
Fjórir flokkar próteinuriu
- Yfirflæðispróteinuria: Óeðlilega mikið blóðrúmmál svo að meira af próteinum síast í glomeruli, meira magn próteina tekið upp/brotið niður í nærpíplu, en ekki nógu mikið. Dæmi er Bence-Jones proteinuria.
- Glomerular próteinuria: Eðlilegt blóðmagn, en óeðlilega mikið síast af próteinum, meira magn próteina tekið upp/brotið niður í nærpíplu, en ekki nógu mikið. Dæmi er albuminuria.
- Tubular próteinuria: Eðlilega mikið af próteinum síast í glomeruli, en þau eru ekki tekin upp aftur. Þetta eru lítil prótein sem síast við eðlilegar aðstæður. Dæmi er microglobulinuria.
- Secretion próteinuria (postrenal): Eðlilega mikið af próteinum síast í glomeruli og eðlileg endurupptaka/niðurbrot í nærpíplu, en síðan er þeim seytt aftur. Dæmi er Tamm-Horsfall próteinuria.
Staðfesting próteinuriu
Ef grunur er um próteinuriu, þ.e. ef prótein hefur t.d. mælst á stixprófi, að þá skal meta nýrnastatus og mæla próteinútskilnað í þvagi.
Hvað er orthostatísk próteinuria?
Um 5% ungmenna eru með orthostatíska próteinuriu, en það er próteinuria sem verður vegna þess að einstaklingur hefur t.d. staðið upprétt of lengi, þá er meiri þrýstingur á nýrun og erfiðara er með fráflæði.
Hvernig er hægt að rannsaka samsetningu próteina í þvagi?
Það er hægt að gera með tvennum hætti:
- Með rafdrætti (en þá er hægt að greina mismunandi tegundir próteina).
- Með mælingum á einstökum próteinum (t.d. alfa-1-microglobulin, en það er dæmi um prótein sem er hækkað í tubular skemmd).
Neprotic syndrome
Einkennist af hypoalbuminemiu, sem veldur bjúg (vegna þess að onkótískur þrýstingur er minni). Hækkað prótein í þvagi.
Hvernig eru truflanir á tubular virkni flokkaðar?
Þær eru flokkaðar eftir því hvort þær eru arfgengar eða áunnar og eftir því hvort þær eru almennar eða sértækar.
Fanconi heilkenni
Er heilkenni sem einkennist af almennri truflun á frásogi í nærpíplum.
Hefur í för með sér glýkósúriu, fasfatúriu, acidosis (því að bíkarbónat er ekki frásogað og tapast því) og amínósýruúriu.
Orsakir þvagsteinamyndunar
Myndun þvagsteina verður vegna yfirmettunar á ákveðnum efnum.
Orsakir fyrir þvagsteinamyndun geta verið:
- Þvagfærasýking
- Stagnering
- Skortur á inhibitorum
- Alkalínskt þvag
- Hyperkalsíúria
- Hyperoxalúria
Tegundir þvagsteina
Mikilvægt er að þvagsteinar séu efnagreindir.
Þvagsteinar geta verið myndaður úr eftirfarandi efnum:
- Kalsíum oxalat
- Kalsíum fosfat
- Magnesíum, ammoníak fosfat
- Þvagsýra
- Cystín