Nýru og þvag Flashcards

1
Q

Hlutverk nýrna

A
  • Útskilnaður úrgangsefna
  • Stjórnun á samsetningu og rúmmáli UFV
  • Framleiðsla hormóna (erythropoietin, calcitriol, renín)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Starfrænar truflanir í nýrum

A

Geta verið vegna galla í:

  • Glomerular virkni (hraði síunar, gegndræpi himnu)
  • Tubular virkni (frásog, seyting)
  • Bæði glomerular og tubular virkni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Rannsóknir á glomerular filtration rate (GFR)

A
  • S-kreatínín: Hækkað gildi bendir yfirleitt til minnkaðs GFR. GFR þarf að minnka um helming til að S-kreatínín sýni skýra hækkun. Einnig er hægt að reikna GFR út frá S-kreatíníni, en þá eru ákveðnir þættir teknir inn, eins og aldur, kyn og fleira.
  • S-úrea: Styrkur þess er hækkaður í plasma þegar gaukulsíun er minnkuð.
  • Cystatín C: Endurspeglar GFR vel.
  • Klearans: Er reiknaður út frá styrk kreatíníni í þvagi, rúmmáli þvags og styrk kreatíníns í plasma. Kreatíníni er seytt í nýrnapíplum í litlum mæli og skiptir það máli ef GFR er mjög mikið lækkað.
  • Bein mæling á GFR: Er gerð með ísótópamælingum 51Cr-EDTA með gjöf. Nákvæmari mæling á GFR ef það er veruleg skerðing á GFR. Ábendingar fyrir beinni mælingu eru ef einstaklingur er nýrnagjafi, við mat á sjúklingum með nýrnatruflanir og við skömmtun á lyfi með lágan eitrunarþröskuld.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Rannsóknir á gegndræpi glomerularhimnu

A

Ef gegndræpi glomerularhimnu er aukið að þá koma hlutar úr blóði í þvagið, sem annars komast ekki í gegn í síun. Þetta geta ýmist verið stórsameindir (veldur próteinuriu) eða frumur (RBK og RBK-cylindrar í þvagi).

Því er hægt að athuga hvort að í þvagi séu:

  • Prótein
  • Blóð
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Rannsóknir á virkni nýrnapípla (tubuli)

A

Við viljum athuga hvort það sé síunartruflun eða frásogstruflun eða seytunartruflun.

  • Til þess að athuga virkni nærpíplu (frásog) að þá er hægt að athuga með glúkósa í þvagi eða amínósýrur í þvagi.
  • Til þess að athuga virkni fjærpíplu (frásog og seytun) að þá er hægt að gera vatnsskortspróf eða athuga sýringu þvags.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Fjórir flokkar próteinuriu

A
  • Yfirflæðispróteinuria: Óeðlilega mikið blóðrúmmál svo að meira af próteinum síast í glomeruli, meira magn próteina tekið upp/brotið niður í nærpíplu, en ekki nógu mikið. Dæmi er Bence-Jones proteinuria.
  • Glomerular próteinuria: Eðlilegt blóðmagn, en óeðlilega mikið síast af próteinum, meira magn próteina tekið upp/brotið niður í nærpíplu, en ekki nógu mikið. Dæmi er albuminuria.
  • Tubular próteinuria: Eðlilega mikið af próteinum síast í glomeruli, en þau eru ekki tekin upp aftur. Þetta eru lítil prótein sem síast við eðlilegar aðstæður. Dæmi er microglobulinuria.
  • Secretion próteinuria (postrenal): Eðlilega mikið af próteinum síast í glomeruli og eðlileg endurupptaka/niðurbrot í nærpíplu, en síðan er þeim seytt aftur. Dæmi er Tamm-Horsfall próteinuria.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Staðfesting próteinuriu

A

Ef grunur er um próteinuriu, þ.e. ef prótein hefur t.d. mælst á stixprófi, að þá skal meta nýrnastatus og mæla próteinútskilnað í þvagi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er orthostatísk próteinuria?

A

Um 5% ungmenna eru með orthostatíska próteinuriu, en það er próteinuria sem verður vegna þess að einstaklingur hefur t.d. staðið upprétt of lengi, þá er meiri þrýstingur á nýrun og erfiðara er með fráflæði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvernig er hægt að rannsaka samsetningu próteina í þvagi?

A

Það er hægt að gera með tvennum hætti:

  • Með rafdrætti (en þá er hægt að greina mismunandi tegundir próteina).
  • Með mælingum á einstökum próteinum (t.d. alfa-1-microglobulin, en það er dæmi um prótein sem er hækkað í tubular skemmd).
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Neprotic syndrome

A

Einkennist af hypoalbuminemiu, sem veldur bjúg (vegna þess að onkótískur þrýstingur er minni). Hækkað prótein í þvagi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig eru truflanir á tubular virkni flokkaðar?

A

Þær eru flokkaðar eftir því hvort þær eru arfgengar eða áunnar og eftir því hvort þær eru almennar eða sértækar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Fanconi heilkenni

A

Er heilkenni sem einkennist af almennri truflun á frásogi í nærpíplum.

Hefur í för með sér glýkósúriu, fasfatúriu, acidosis (því að bíkarbónat er ekki frásogað og tapast því) og amínósýruúriu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Orsakir þvagsteinamyndunar

A

Myndun þvagsteina verður vegna yfirmettunar á ákveðnum efnum.

Orsakir fyrir þvagsteinamyndun geta verið:

  • Þvagfærasýking
  • Stagnering
  • Skortur á inhibitorum
  • Alkalínskt þvag
  • Hyperkalsíúria
  • Hyperoxalúria
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Tegundir þvagsteina

A

Mikilvægt er að þvagsteinar séu efnagreindir.

Þvagsteinar geta verið myndaður úr eftirfarandi efnum:

  • Kalsíum oxalat
  • Kalsíum fosfat
  • Magnesíum, ammoníak fosfat
  • Þvagsýra
  • Cystín
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly