Arfgengir efnaskiptasjúkdómar Flashcards
Gallar í arfgengum efnaskiptasjúkdómum
- Transportergalli truflar flutning milli líkamshólfa.
- Ensímskortur (veldur upphleðslu á hvarfefnum og skorti á myndefnum).
- Hliðarefnaskiptaferli opnast upp (en myndefni hliðarefnaskiptaferlis getur truflað annað efnaskiptaferli).
- Truflun á interaction apóensíms við kófaktor (kófaktor vantar eða truflun er á bindingu hans við apóensím).
- Minnkuð neikvæð afturvirkni (því að minna myndast af myndefni efnahvarfsins).
- Truflun á öðrum efnaskiptum (gerist ef hliðarefnaskiptaferlar opnast upp að þá geta myndefni þess truflað önnur efnaskipti svo að upphleðsla verður á efni sem er ótengt efnaskiptaferlinu þar sem gallinn er).
Hvenær koma arfgengir efnaskiptasjúkdómar fram?
Geta komið fram hvenær sem er á ævinni, en algengt er að þeir komi fram á nýburaskeiði því þá eru miklar breytingar á efnaskiptum og umhverfis móður nýtur ekki lengur.
Ástand arfgengra efnaskiptasjúkdóma getur presenterast sem toxískt ástand (nýburi einkennalaus í einhvern tíma en síðan hröð versnun) eða orkuskortsmynd (vandræði frá fæðingu, hæg þróun yfir í coma).
Einkenni arfgengra efnaskiptasjúkdóma
Einkenni geta verið margvísleg og erfitt getur reynst að átta sig á því að um efnaskiptasjúkdóm er að ræða.
Einkenni geta verið:
- uppköst
- lethargy
- fæðuerfiðleikar
- krampar og taugaeinkenni
- hypotonia
- sérkennileg lykt
- cataract (ský á augasteini)
- malformation
- sýking (galli í ónæmiskerfi)
Glúkósa-6-fosfatskortur
Er glycogen storage sjúkdómur (GSD) vegna galla í ensíminu glúkósa-6-fosfati.
Þetta ensím breytir glúkósa-6-fosfati (sem myndast bæði úr glycogenolysis og gluconeogenesis) í glúkósa, svo að við skort á þessu ensími verður glúkósaskortur sem leiðir til hypoglycemiu.
Sykur úr fæðu er eðlilega nýttur. Hýpóglycemía verður eftir að frásogi fæðu er lokið.
Einkenni glúkósa-6-fosfatskorts
- Hypoglycemia
- Almenn vanþrif
- Lifrarstækkun vegna upphleðslu forstiga glúkósa, þ.e. glýkógenbirgðir aukast.
- Flóknar efnaskiptatruflanir (lactic acidósa, hyperlípíðemía, hyperuricemía).
Greining glúkósa-6-fosfatskorts
Greining staðfestist með ensímmælingu á lifrarsýni.
Galactosemia
Þrír mismunandi ensímgallar leiða til uppsöfnunar á hvarfefni (substrati) og valda galactosemiu.
Einkenni galaktósa-1-fosfat uridyl transferasaskorts
- Barn vex og dafnar ekki.
- Meltingarvegseinkenni, lifrarstækkun, gula, truflun á nýrnapíplustarfsemi, E. coli sepsis.
- Cataractar (ský á augasteini).
- Hypoglycemía* og afoxandi efni í þvagi.
*Hypoglycemia vegna þess að þetta ensím breytir UDP glucose í glucose-1-phosphate, sem er forveri glúkósa.
Fenýlketónmiga (PKU)
Ensímið fenýlalanín hydroxylasi breytir fenýlalaníni í týrósín.
Fenýlketónmiga verður vegna skorts á fenýlalanín hydroxylasa, sem veldur upphleðslu á hvarfefni (substrati), þ.e. upphleðslu á fenýlalaníni. Við þessa upphleðslu opnast fyrir hliðarefnaskiptaferli þannig að fenýlketón efnasambönd fara að safnast upp og er hægt að greina t.d. fenýllaktik sýru og fenýlasetik sýru í þvagi.
Einkenni fenýlketónmigu
- Óróleiki, fæðuörðugleikar, uppköst
- Þroskatruflun
- Einstaklingar með þennan galla eru oft ljósir yfirlitum
Greining fenýlketónmigu
Greint með mælingu á fenýlalanín í blóði.
Meðferð fenýlketónmigu
Mataræðismeðferð: Takmörkun á neyslu fenýlalaníns.
Arfgeng adrenal hyperplasia
Verður vegna oftast skorts á 21-hydroxylasa. Myndun cortisols er því hindruð og þar með er minni neikvæð afturvirkni cortisols á heiladingul. Því verður aukin seytun á ACTH, sem veldur aukinni myndun 17-OH progesteróns úr kólesteróli og þessi aukna myndun á 17-OH progesteroni veldur síðan aukinni myndun androgena.
Hyperammonemia
Ammóníum hefur toxísk áhrif á miðtaugakerfið. Upphleðsla ammóníums getur orðið vegna lifrarsjúkdóma, mikillar próteinneyslu (sérstaklega parental næring), lyf (t.d. valpróín sýra) eða vegna arfgengra efnaskiptagalla, en þá er galli í urea hring og oxun fitusýra, svo að lífrænar sýrur myndast.
Hyperammonemia getur verið tímabundin.
Hyperammonemia í nýburum er alvarlegur sjúkdómur og getur presenterast sem shock (lost) eða sepsis.
Meinefnarannsóknir sem tengjast arfgengum efnaskiptasjúkdómum
Þær meinefnarannsóknir sem hægt er að framkvæma til þess að greina arfgengan efnaskiptasjúkdóm eru á eftirfarandi þáttum:
- Blóðsykur
- Elektrólýtar, blóðgös, anjónabil
- Lifrarpróf, úrea, kreatínin
- Ammóníak
- Laktat og pýrúvat, þvagsýra, kreatín kínasi
- Amínósýrur í plasma
- Frítt karnitín, heildarkarnitín, acýlkarnitín munstur
- Þvagrannsóknir:
- -> pH
- -> Ketón kroppar
- -> Reduserandi efni
- -> Lífrænar (organískar) sýrur (rannsakaðar með gas krómatógrafíu og massagreini)