Arfgengir efnaskiptasjúkdómar Flashcards

1
Q

Gallar í arfgengum efnaskiptasjúkdómum

A
  1. Transportergalli truflar flutning milli líkamshólfa.
  2. Ensímskortur (veldur upphleðslu á hvarfefnum og skorti á myndefnum).
  3. Hliðarefnaskiptaferli opnast upp (en myndefni hliðarefnaskiptaferlis getur truflað annað efnaskiptaferli).
  4. Truflun á interaction apóensíms við kófaktor (kófaktor vantar eða truflun er á bindingu hans við apóensím).
  5. Minnkuð neikvæð afturvirkni (því að minna myndast af myndefni efnahvarfsins).
  6. Truflun á öðrum efnaskiptum (gerist ef hliðarefnaskiptaferlar opnast upp að þá geta myndefni þess truflað önnur efnaskipti svo að upphleðsla verður á efni sem er ótengt efnaskiptaferlinu þar sem gallinn er).
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvenær koma arfgengir efnaskiptasjúkdómar fram?

A

Geta komið fram hvenær sem er á ævinni, en algengt er að þeir komi fram á nýburaskeiði því þá eru miklar breytingar á efnaskiptum og umhverfis móður nýtur ekki lengur.

Ástand arfgengra efnaskiptasjúkdóma getur presenterast sem toxískt ástand (nýburi einkennalaus í einhvern tíma en síðan hröð versnun) eða orkuskortsmynd (vandræði frá fæðingu, hæg þróun yfir í coma).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Einkenni arfgengra efnaskiptasjúkdóma

A

Einkenni geta verið margvísleg og erfitt getur reynst að átta sig á því að um efnaskiptasjúkdóm er að ræða.

Einkenni geta verið:

  • uppköst
  • lethargy
  • fæðuerfiðleikar
  • krampar og taugaeinkenni
  • hypotonia
  • sérkennileg lykt
  • cataract (ský á augasteini)
  • malformation
  • sýking (galli í ónæmiskerfi)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Glúkósa-6-fosfatskortur

A

Er glycogen storage sjúkdómur (GSD) vegna galla í ensíminu glúkósa-6-fosfati.

Þetta ensím breytir glúkósa-6-fosfati (sem myndast bæði úr glycogenolysis og gluconeogenesis) í glúkósa, svo að við skort á þessu ensími verður glúkósaskortur sem leiðir til hypoglycemiu.

Sykur úr fæðu er eðlilega nýttur. Hýpóglycemía verður eftir að frásogi fæðu er lokið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Einkenni glúkósa-6-fosfatskorts

A
  • Hypoglycemia
  • Almenn vanþrif
  • Lifrarstækkun vegna upphleðslu forstiga glúkósa, þ.e. glýkógenbirgðir aukast.
  • Flóknar efnaskiptatruflanir (lactic acidósa, hyperlípíðemía, hyperuricemía).
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Greining glúkósa-6-fosfatskorts

A

Greining staðfestist með ensímmælingu á lifrarsýni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Galactosemia

A

Þrír mismunandi ensímgallar leiða til uppsöfnunar á hvarfefni (substrati) og valda galactosemiu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Einkenni galaktósa-1-fosfat uridyl transferasaskorts

A
  • Barn vex og dafnar ekki.
  • Meltingarvegseinkenni, lifrarstækkun, gula, truflun á nýrnapíplustarfsemi, E. coli sepsis.
  • Cataractar (ský á augasteini).
  • Hypoglycemía* og afoxandi efni í þvagi.

*Hypoglycemia vegna þess að þetta ensím breytir UDP glucose í glucose-1-phosphate, sem er forveri glúkósa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Fenýlketónmiga (PKU)

A

Ensímið fenýlalanín hydroxylasi breytir fenýlalaníni í týrósín.

Fenýlketónmiga verður vegna skorts á fenýlalanín hydroxylasa, sem veldur upphleðslu á hvarfefni (substrati), þ.e. upphleðslu á fenýlalaníni. Við þessa upphleðslu opnast fyrir hliðarefnaskiptaferli þannig að fenýlketón efnasambönd fara að safnast upp og er hægt að greina t.d. fenýllaktik sýru og fenýlasetik sýru í þvagi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Einkenni fenýlketónmigu

A
  • Óróleiki, fæðuörðugleikar, uppköst
  • Þroskatruflun
  • Einstaklingar með þennan galla eru oft ljósir yfirlitum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Greining fenýlketónmigu

A

Greint með mælingu á fenýlalanín í blóði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Meðferð fenýlketónmigu

A

Mataræðismeðferð: Takmörkun á neyslu fenýlalaníns.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Arfgeng adrenal hyperplasia

A

Verður vegna oftast skorts á 21-hydroxylasa. Myndun cortisols er því hindruð og þar með er minni neikvæð afturvirkni cortisols á heiladingul. Því verður aukin seytun á ACTH, sem veldur aukinni myndun 17-OH progesteróns úr kólesteróli og þessi aukna myndun á 17-OH progesteroni veldur síðan aukinni myndun androgena.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hyperammonemia

A

Ammóníum hefur toxísk áhrif á miðtaugakerfið. Upphleðsla ammóníums getur orðið vegna lifrarsjúkdóma, mikillar próteinneyslu (sérstaklega parental næring), lyf (t.d. valpróín sýra) eða vegna arfgengra efnaskiptagalla, en þá er galli í urea hring og oxun fitusýra, svo að lífrænar sýrur myndast.

Hyperammonemia getur verið tímabundin.
Hyperammonemia í nýburum er alvarlegur sjúkdómur og getur presenterast sem shock (lost) eða sepsis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Meinefnarannsóknir sem tengjast arfgengum efnaskiptasjúkdómum

A

Þær meinefnarannsóknir sem hægt er að framkvæma til þess að greina arfgengan efnaskiptasjúkdóm eru á eftirfarandi þáttum:

  • Blóðsykur
  • Elektrólýtar, blóðgös, anjónabil
  • Lifrarpróf, úrea, kreatínin
  • Ammóníak
  • Laktat og pýrúvat, þvagsýra, kreatín kínasi
  • Amínósýrur í plasma
  • Frítt karnitín, heildarkarnitín, acýlkarnitín munstur
  • Þvagrannsóknir:
  • -> pH
  • -> Ketón kroppar
  • -> Reduserandi efni
  • -> Lífrænar (organískar) sýrur (rannsakaðar með gas krómatógrafíu og massagreini)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly