Prótein í plasma Flashcards
Plasmaprótein
Eru flest mynduð í lifur, nema immunoglobulin.
Próteinin eru síðan tekin upp af frumum í líkamanum og brotin niður.
Hlutverk plasmapróteina
- Flutningur efna (albúmín, transferrin)
- Viðhalda onkótískum þrýstingi (albúmín)
- Vökvabundið ónæmi (complementin)
- Ensím
- Blóðstorka
- Bólguviðbrögð
- Buffera pH breytingar
Breytingar plasmapróteina í sermi við bólguviðbrögð
- C-reactive protein (CRP) = Styrkur hækkar hratt, hámarksstyrkur eftir 24-48 klst.
- Serum amyloid A = Hækkar svipað og CRP.
- Haptoglobin = Hækkar seinna en CRP, hámarksstyrkur eftir viku.
- Fibrinogen = Hækkar enn seinna, hámarksstyrkur eftir 10 daga.
- C3 = Hækkar fljótlega, en lítið.
- Albúmín = Lækkar.
- Transferrín = Lækkar.
Sökk
Sökk er háð magni fibrinogens og immunoglobulina í blóði.
Sökk er óbein mæling á viðbrögðum líkamans við bólgu, en við bólgu eykst magn próteina í blóði.
Það sem liggur bakvið sökkið er að RBK eru með neikvæða hleðslu svo þau hrinda hverju öðru frá sér og lítið sökk verður við eðlilegar kringumstæður. En þegar mikið er af próteinum í blóðinu þá breytist hleðslan á RBK og þau sökkva því hraðar. Sökk er því óbein mæling á magni próteina í blóði.
Varðandi CRP og sökk að þá getur sökk verið hækkað en ekki CRP (t.d. við myeloma eða skert nýrnastarfsemi).
Mælingar á próteinum
Þær mælingar sem gerðar eru á próteinum eru:
- Heildarprótein í sermi. Ef það er hækkun á heildarpróteinum í sermi að þá er það oftast vegna hækkunar á immúnóglóbúlínum, en ef það er lækkun á heildarpróteinum í sermi að þá er það vegna lækkunar á albúmíni.
- Magnmælingar á próteinum í sermi, þvagi, mænuvökva o.fl.
- Rafdráttur á sermi, þvagi og mænuvökva.
Orsakir hypoalbúmínemiu
Albúmín eru mynduð í lifur, hafa langan helmingunartíma (20 daga) og eru mikilvæg til að viðhalda onkótískum þrýstingi.
Skortur getur orðið á albúmíni við:
- Minnkuð nýmyndun albúmíns
- Vannæring
- Minnkað frásog í þörmum
- Minnkuð myndun vegna lifrarsjúkdóma
- Trufluð dreifing eða þynning (yfirvökvun)
- Truflun á útskilnaði og niðurbroti
- Nephrotic syndrome
- Tap um meltingarveg
- Bruni
- Blæðing
- Katabólískt ástand
- Bólguviðbrögð
Immúnóglóbúlín
Eru mynduð af plasmafrumum og eru immúnóglóbúlín hluti ónæmisviðbragða.
Magnmæling á immúnóglóbúlínum getur gefið upplýsingar um skort (immune deficiency) eða viðrögð við sýkingu (getum séð hækkun Ig við ýmsar sýkingar).
Aukið magn immúnóglóbúlína getur verið polyklonal (margir klónar plasmafrumna eru að mynda Ig), oligoklonal (nokkrir klónar plasmafrumna eru að mynda Ig) eða monoklonal (einn klónn), paraprótein, M-komponent.
Hver er mikilvægasta ástæðan til að gera rafdrátt á sermi?
Hvaða upplýsingar
gefur rafdráttur á próteinum í sermi, sem ekki fæst þegar immúnóglóbúlin í
sermi eru magnmæld?
Magnmæling á immúnóglóbúlínum getur gefið upplýsingar um skort (immune deficiency) eða viðrögð við sýkingu (getum séð hækkun Ig við ýmsar sýkingar).
Ef við vitum síðan að það er hækkun á immúnóglóbúlínum að þá getur rafdráttur á sermi gefið okkur upplýsingar um það hvort að immúnóglóbúlínaukningin sé monoklonal eða polyklonal.
Það ber þó að varast að 15-20% sjúklinga með Multiple myeloma (illkynja fjölgun plasmafrumna) eru ekki með monoklonal aukningu í plasma, heldur eru þeir aðeins með Bence-Jones prótein í þvagi. Því þarf einnig að gera rafdrátt í þvagi eða magnmæla fríar kappa og lambda keðjur í sermi.
(Hægt er að nota rafdrátt á sermi til þess að meta árangur meðferðar.)
Hver er meginmunurinn á polyklonal og monoklonal (paraprótein, Mkomponent)
aukningu á immúnóglóbúlínum? Hvaða rannsókn er best að gera til
að greina þar á milli?
Polyklonal aukning verður vegna þess að margir klónar plasmafrumna eru að mynda aukið immúnóglóbúlín, en monoklonal aukning verður vegna þess að það er aðeins einn klónn að mynda aukið immúnóglóbúlín.
Til þess að greina þarna á milli er best að gera rafdrátt í sermi.