Merki um vefjaskemmdir Flashcards
Afleiðingar vefjaskemmda
- Minnkuð starfsemi vefs.
- Minnkuð hæfni vefs til að auka starfsemi ef þarf.
- Flæði efna frá skemmdri frumu (í UFV og svo í blóðrás).
Frumuskemmd
Merki um frumuskemmd er nær alltaf intracellular prótein (oft ensím).
Við frumuskemmd geta hlutar frumuhimnu, sem innihalda intracellular prótein, losnað frá frumunni eða þá að fruma springur, en þá verður frumudauði og meiri leki á intracellular efnum, aðallega frá umfrymi.
Þeim mun meiri sem frumuskemmdin er, þeim mun lengra er tímabilið þar sem merkið er hækkað.
Merki um vefjaskemmd hækka mishratt og almennt gildir að merki sem hækka hratt verða að jafnaði fljótt eðlileg aftur.
–> Erfitt er þó að meta stærð vefjaskemmdar nákvæmlega með styrk merkja um vefjaskemmd.
Hvers konar mælingar er hægt að gera til þess að meta vefjaskemmd?
Ensímmælingar: Ensím eru oft notuð sem merki um vefjaskemmd, vegna þess að þau er auðvelt að mæla og mælingarnar eru analýtískt næmar og sértækar.
Ensím í plasma
Undir eðlilegum kringumstæðum eru ensím í plasma sem hafa lífefnafræðilega virkni þar (eða í UFV), eins og renín, blóðstorkuþættir og komplement. En auk þeirra eru líka ensím sem hafa ekki lífefnafræðilegt hlutverk í plasma og eru þetta intracellular ensím sem leka út í blóðrás þegar frumuhimna verður fyrir skemmd eða við frumudauða. Ástæða þess að slík ensím eru undir venjulegum kringumstæðum í plasma er vegna frumuendurnýjunar.
Ástæður hækkunar á ensími í plasma
Styrkur ensíms í plasma getur hækkað vegna:
- Frumuskemmdar eða frumudauða.
- Aukinnar endurnýjunar frumna.
- Frumufjölgunar eða aukins frumumassa.
- Aukinnar tjáningar á ensíminu inni í frumu.
- Truflun á útskilnaði ensímsins
Alkalískur fosfatasi (ALP)
Alkalískur fosfatasi er í:
- Lifur
- Beinum
- Legköku
- Garnaepitheli
Við hvaða aðstæður eru hækkuð ALP gildi?
Undir eðlilegum kringumstæðum verður hækkun á ALP við:
- Beinvöxt
- Meðgöngu
Hækkun verður við ýmsa beinsjúkdóma, lifrarsjúkdóma og sjúkdóma í görn, en mikilvægt er að vita að ALP er ekki hækkað í:
- Beinþynningu (osteoporosis, án komplikasjóna)
- Multiple myeloma
Aspartat amínótransferasi (ASAT)
Aspartat amínótransferasi er víða, tekur þátt í grunnefnaskiptum, en hann er aðallega í:
- Lifur
- Hjarta
- Vöðvum
- RBK
Við hvaða aðstæður eru hækkuð ASAT gildi?
Við skemmdir eða sjúkdóma í þessum helstu vefjum, þ.e. lifur, hjarta, vöðvum og RBK.
Alanín amínótrasferasi (ALAT)
Alanín amínótrasferasi er langmest í: - Lifur En einnig er hann í: - Þverrákóttum vöðvum - Hjarta - Nýrum
Við hvaða aðstæður eru hækkuð ALAT gildi?
Skýr hækkun í plasma verður við lifrarsjúkdóma, en einnig geta ALAT gildi hækkað við lost og geta minni ósértækar hækkanir orðið við ýmsa sjúkdóma.
Gamma glútamýl transferasi (GGT)
Gamma glútamýl transferasi er í:
- Lifur
- Nýrum
- Brisi
Við hvaða aðstæður eru hækkuð GGT gildi?
Hækkun á GGT er ósértæk og takmarkar það notagildi þessa ensím til mælinga. Er þó hægt að nota GGT mælingar til að skoða uppruna hækkaðs ALP.
Laktat dehýdrógenasi (LD eða LDH)
Laktat dehýdrógenasi er í umfrymi allra frumna, en kannski helst í:
- Hjarta
- Nýrum
- Lungum
- Vöðva
- Heila
- Blóð
Hvert er helsta notagildi mælinga á LDH?
Hækkun LDH er mjög ósértæk.
Ef að LDH gildi er eðlilegt að þá er nánast hægt að útiloka að einstaklingur sé með markverða vefjaskemmd.