Þvagsýra Flashcards
Myndun þvagsýru
Þvagsýra myndast við:
- Nýmyndun (de novo myndun)
- Niðurbrot endógen kjarnsýra og ATP.
- Úr fæðu, þ.e.a.s. við niðurbrot kjarnsýra í fæðu
Útfelling þvagsýru
Þvagsýra er torleyst sameind sem hefur lágan leysnistuðul.
Þvagsýra fellur út við lágt hitastig.
Þvagsýra getur fallið út í:
- Þvagi = Getur valdið steinamyndun í þvagi og nýrnasjúkdómum.
- Liðum og liðamótum = Getur valdið liðbólgum og tophy (tophaceous deposits).
Þvagsýrugildi í blóði
Styrkur þvagsýru í blóði fer eftir hlutfalli framleiðslu og hreinsunar (útskilnaðar) þvagsýru.
Hyperuricemia
Hækkun á þvagsýru í blóði getur valdið aukinni hættu á þvagsýrukristallamyndun.
Hækkunin getur verið vegna aukinnar framleiðslu þvagsýru eða vegna minnkaðs útskilnaðar.
- Aukin framleiðsla:
Eru ýmist primer gallar (Lesch-Nyhan syndrome, glúkósa-6-fosfatasaskortur) eða secunder gallar (aukin inntaka, aukið kjarnsýruniðurbrot, aukið ATP niðurbrot). - Minnkaður útskilnaður: Eru ýmist primer gallar (idiopathic, vitum lítið um þetta) eða secunder gallar (minnkuð nýrnastarfsemi, hækkað magn lactic acid eða ketóna, minnkuð tubular seytun vegna thiazide þvagræsilyfja og low dose aspirins, aukin endurupptaka þvagsýru.
Röskun á þvagútskilnaði þvagsýru í nýrum
Lífrænar sýrur trufla útskilnað þvagsýru, eins og mjólkursýra, ketónar og acetylsalicylsýra.
Mikilvægt er að átta sig á því að sum efnaskipti í líkamanum trufla þvagsýruútskilnað. T.d. etanól, en það leiðir bæði til niðurbrots ATP og myndunar lífrænna sýra, en báðir þessir þættir valda hækkun á S-þvagsýru.
Lesch-Nyhan heilkenni
Verður vegna skorts á hypoxanthín-guanín phosphóríbósýl-transferasa (HPRT) sem endurnýtir púrín, en röskun á endurnýtingu púrínbasanna veldur aukinni framleiðslu þvagsýru.
Einkenni eru choreoathetosis, hyperuricemia og sjálfmeiðsli, þroskaskerðing.
Tumor lysis syndrome (TLS)
Verður vegna hækkaðs styrks þvagsýru í kjölfar chemotherapy hjá sjúklingum með hvítblæði eða lymphoma.
Alkóhól og þvagsýra
Alkóhól hækkar S-þvagsýru vegna þess að það veldur auknu ATP niðurbroti (turnover), aukinni de novo myndun púrína og aukinni laktat myndun (þ.e. aukinni myndun lífrænna sýra). Auk þess keppir það við þvagsýru um útskilnað og veldur þornun líkamans, vegna minnkunar á ADH (AVP).