Lyfjamælingar og eiturefni Flashcards
Hvað eru lyfjamælingar?
Lyfjamælingar eru mælingar á styrk lyfs í blóði (eða munnvatni), gert í þeim tilgangi að stilla in hæfilega lyfjaskammta og fylgja þeim eftir.
Lyfjamælingar byggja á þeirri forsendu að gott samband sé á milli lyfjastyrks í blóði og virkni lyfs.
Fyrir hvers konar lyf eru lyfjamælingar mikilvægar?
- Lyf sem hafa þröngt meðferðarbil þar sem hætta á eitrunum er mikil (Digoxín, lithium o.fl.)
- Lyf þar sem erfitt er að meta klínísk áhrif (flogaveikilyf)
- Lyf þar sem mikilvægt er að ná fram skjótum áhrifum (ónæmisbælandi lyf)
Hvenær er lyfjamælinga ekki þörf?
Lyfjamælinga er ekki þörf sé hægt að meta virkni lyfs með objektífum hætti:
Með lífeðlisfræðilegum mælingum:
- Blóðþrýstingslyf –> mæla blóðþrýsting
Með lífefnamælingum:
- Sykursýkislyf –> mæla blóðsykur
- Blóðþynningarlyf –> mæla INR (prothrombintíma)
- Kólesteról lækkandi lyf –> mæla kólesteról
Hvenær/á hvaða tímapunktum eru lyfjamælingar gerðar?
- Í upphafi lyfjameðferðar til þess að stilla inn hæfilegan lyfjaskammt
- Ef lyfjameðferð skilar ekki tilætluðum árangri (getur verið vegna of lítilla skammta eða “Non-compliance”)
- Ef grunur er um aukaverkanir/eitrunareinkenni
Meðferðarbil/-mörk
Meðferðarbil gefur gróflega þau mörk þar sem flestir sjúklingar fá hámarks virkni af lyfinu án eitrunareinkenna.
Algengar ástæður fyrir sub-theraputískum lyfjagildum
Ástæður fyrir gildum sem eru lægri en maður vonaðist eftir geta verið: (ÓÁM-BS)
- Ófullnægjandi meðferðarheldni
- Ávísaður lyfjaskammtur of lítill
- Malabsorption
- Blóði safnað í blóðtökuglös sem innihalda gel
- Sýni ekki meðhöndlað rétt – óstöðugt lyf
Algengar ástæður fyrir toxískum lyfjagildum
Ástæður fyrir gildum sem eru hærri en búist var við geta verið: (OÁLÖSS-M)
- Ofskömmtun
- Ávísaður lyfjaskammtur of stór
- Lyfjagjafir of tíðar
- Önnur lyf (milliverkanir)
- Skert lifrarstarfsemi
- Skert nýrnastarfsemi
- Mistök við blóðtöku (sýnatökutími rangur)
Eitranir
Bráðar eitranir eru algeng ástæða fyrir komu sjúklinga á bráðamóttökur sjúkrahúsa (um 10% innlagna í UK).
Eitranir geta verið af ýmsum toga:
- Lyf
- Áfengi og fínkiefni
- Önnur efni
Ástæður eitrana:
- Slysni
- Sjálfsvígsskyni
Greining eitrana
Greining eitrana er oftast gerð á klínískum grunni, en einnig eru framkvæmdar lífefnamælingar og notkun mótefna.
Hvaða almennu lífefnarannsóknir er hægt að gera og af hverju eru þær gerðar?
- Elektrólýtar, kreatínín –> Til að meta nýrnastarfsemi
- Lifrarpróf –> Til að meta lifrarstarfsemi.
- Blóðsykur –> Til að útiloka blóðsykurfall.
- Blóðgös –> Til að fá upplýsingar um sýru- og basajafnvægi.
Hvaða lífefnarannsóknir eru gagnlega við ákveðnar eitranir?
Þær lífefnarannsóknir sem gagnlegt er að gera við ákveðnar eitranir eru:
- Osmóla bil –> Til að athuga með metanól/etýlen glýkól.
- Anjónabil –> Til að athuga með metanól/ etýlenglýkól/ salýsýlöt.
- COHb (carboxyhemoglobin) –> Til að athuga með CO eitrun.
Hvenær er gagnlegt að gera beinar mælingar á styrk lyfs eða eiturefnis í blóði?
Stundum er bein mæling á styrk lyfja gagnleg ef grunur er um að þau séu að valda eitrun. Dæmi um lyf/eiturefni sem gagnlegt er að mæla eru:
- Parasetamól
- Salisýlöt
- Theofyllin
- Fenamal
- Fenýtóín
- Lithium
- Alkóhól (metanól, etýlen glýkól)
Hvaða upplýsingar veita magnmælingar á lyfjastyrk í blóði?
Magnmælingar á lyfjastyrk í blóði gefa upplýsingar um alvarleika eitrunarinnar
Hvaða upplýsingar veita endurteknar mælingar (seríu mælingar)?
Endurteknar mælingar (seríu mælingar) geta gefið vísbendingar um hversu langan tíma það muni taka fyrir eitrunareinkenni að ganga til baka .
Hvaða upplýsingar veitir lyfjaleit í þvagi?
Lyfjaleit í þvagi segir aðeins til um að efnisins hafi verið neytt en ekki hversu alvarleg eitrunin er, þ.e. segir ekki til um styrk efnisins.