Skjaldkirtill Flashcards

1
Q

Hver eru skjaldkirtilshormónin og hvar eru þau mynduð?

A

T4 er forhormón og seytir skjaldkirtillinn aðallega T4.

T3 er virka form hormónsins, en það myndast við að frumur breyta T4 í T3, en seyting T3 í blóð er frá lifur og nýrum.

rT3 (reverse T3) er óvirkt form hormónsins. Myndast úr T4.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Virkni skjaldkirtilshormóna - hvaða áhrif hafa þau?

A

Skjaldkirtilshormón hafa áhrif á hverja einustu frumu!

Þau bindast viðtökum inni í frumum og hafa margvísleg áhrif á efnaskipti (auka meðal annars oxun), t.d. kolvetnaefnaskipti, próteinefnaskipti og fituefnaskipti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvernig er próteinbinding skjaldkirtilshormóna og hvernig er best að mæla þau?

A

T4 er 99,95% próteinbundið, mest við TBG, síðan albúmín og transthyretin.

T3 er 99,5% próteinbundið.

Það er óbundið hormón sem er virkt! Og það er það sem er mælt, ekki próteinbundið (það er þó hægt).

–> Við mælingar þá gerum við TSH test, þar sem thyroid stimulating hormone er mælt. Ef það er óvenju hátt eða óvenju lágt að þá er frítt T4 og frítt T3 mælt í reflex testi.

TSH mælingin er mjög næm og góð mæling. T4 mæling er fín líka en T3 mælingar hafa kannski aðallega notagildi til að greina sumar tegundir af hyperthyroidisma þar sem T4 er ekki hækkað.

Einnig er hægt að framkvæma mælingu á thyroid stimulating antibodies og líka Anti-TPO (mæla þetta mótefni strax ef sjúklingur er með einkenni).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvernig er stjórnun á seytun skjaldkirtilshormóna?

A

Thyroid stimulating hormone (TSH) frá framhluta heiladinguls stjórnar seytun skjaldkirtilshormóna, en TSH seytun er örvuð af thyrotrophin releasing hormone (TRH) frá undirstúku. Þegar T4 og T3 eykst þá hefur það neikvæða afturvirkni á framhluta heiladinguls og undirstúku, svo að minni seytun verður á TRH og TSH. TSH seytun er hindruð af somatostatini, hækkandi styrk glucocorticoíða og kynhormóna (estrogen og prógesterón) og mjög mikið hækkuðum joðstyrk í blóði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvernig er skjaldkirtillinn í skjaldkirtilsstækkun?

A

Við skjaldkirtilsstækkun getur verið vanstarfsemi á honum, ofstarfsemi eða eðlileg starfsemi. Það er:

  • Hypothyroidismi (vanvirkur skjaldkirtill)
  • Eðlileg skjaldkirtilsstarfsemi
  • Hyperthyroidismi (ofvirkur skjaldkirtill)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Orsakir vanstarfsemi á skjaldkirtli (hypothyroidism)

A

Hypothyroidismi getur verið vegna: (EAL-SMA)

  • Eyðingar vegna sjálfsofnæmis (Hashimoto)
  • Afleiðing geislajoðmeðferðar við ofvirkum skjaldkirtli (hyperthyroidisma)
  • Lyfja (t.d. lithium)
  • Skertrar myndunar á TSH
  • Myndunargalla fyrir skjaldkirtilshormón
  • Alvarlegs joðskorts (ekki mikið hér á landi)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Klínísk einkenni vanstarfsemi skjaldkirtils (hypothyroidism)

A

(MKÞÞ-HHH)

  • Máttleysi og þreyta
  • Kuldaóþol
  • Þyngdaraukning
  • Þurr og gróf húð og hár
  • Hás rödd
  • Hæg slökun á vöðvum og reflexum
  • Hægðatregða, mental einkenni o.fl.

Gott er að muna í klíníkinni að við ómeðhöndlaða vanstarfsemi skjaldkirtils sést stundum hækkað kólesteról, því að truflun verður á fituefnaskiptum, og er þetta oft það sem greinist fyrst við greiningu á hypothyroidisma.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Orsakir ofstarfsemi á skjaldkirtli (hyperthyroidism)

A

Hypertyroidismi getur verið vegna: (GTTTJG)

  • Graves sjúkdóms
  • Toxísks multinodular goitre (skjaldkirtilsstækkun)
  • Toxísks adenoma
  • Thyroiditis (skjaldkirtilsbólgu)
  • Joðs og lyfja sem innihalda joð
  • Gjafar skjaldkirtilshormóna
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Klínísk einkenni ofstarafsemi skjaldkirtils (hyperthyroidism)

A

(ÞSÞ-HÓVANOSAR)

  • Þyndartap þrátt fyrir ríkulega fæðuneyslu
  • Sviti og hitaóþol
  • Þreyta
  • Hraður hjartsláttur, palpitationir og atrial fibrillation
  • Óróleiki og tremor
  • Vöðvaslappleiki (proximal myopathia)
  • Angina og hjartabilun
  • Niðurgangur
  • Oligomenorrhea og minnkuð frjósemi
  • Skjaldkirtilsstækkun
  • Afturdregin augnlok og “lid lag”
  • Roði í andliti
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvaða þrjú mótefni er algengt að mæla við greiningu á orsökum truflaðrar skjaldkirtilsstarfsemi?

A

Það getur verið gagnlegt við greiningu á orsökum truflaðrar skjaldkirtilsstarfsemi að mæla anti-TG (mótefni gegn thyroglobulini) og anti-TPO (mótefni gegn thyroid peroxidasa), en þessi mótefni finnst hjá flestum sem eru með Hashimoto’s thyroiditis og mörgum sjúklingum með Graves’ og primary myxedema. Auk þess geta þau fundist við ýmsa aðra sjúkdóma, en bara í minna magni.

–> anti-Tg: Viðmiðunarmörk eru anti-TPO: Viðmiðunarmörk eru TSI/TRAb: Viðmiðunarmörk eru <1,5 IU/l, en gili á biinu 1,0-1,5 eru á gráu svæði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly