Illkynja sjúkdómar Flashcards

1
Q

Lífefnamerki um aukin frumuvöxt

A

Við aukinn frumuvöxt verður hækkun á þvagsýru, LDH og síðan getum við fengið sértækar vefja-og líffæraskemmdir vegna metastasa eða æxlisins sjálfs. Æxli eru oft með lélega blóðrás og keyra því á glýkólýsunni og mjólkursýran í líkamanum getur hækkað. Síðan getur verið exúdat og blæðing.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Æxlisvísar

A
Eru efni sem æxli gefur frá sér.
Þetta eru ýmist:
- Hormón
- Byggingarprótein
- Ensím
- Ósértækir vísar sem tengjast frumuumsetningu

Æxlisvísar mælast í lágum styrk í líkamsvökvum heilbrigðra en hækka í vissum krabbameinum.
Æxlisvísar koma fram við æxli og er magn þeirra í samhengi við stærð æxlisins.

Notkun þeirra er fjölbreytt en þeir koma mest að notum við að meta svörun við meðferð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Notagildi æxlisvísa

A
  • Skimun: Takmarkað notagildi enn sem komið er.
  • Sjúkdómsgreining: Ekki fullnægjandi til að greina sjúkdóm, en styður greiningu ef annað liggur fyrir.
  • Prognosa: Magn sumra efna (eins og HCG og AFP) getur sagt til um horfur sjúklings.
  • Fylgja eftir meðferð: Aðalnotagildi æxlisvísa (t.d. í choriocarcinoma og kímfrumuæxli).
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Æskilegir eiginleikar æxlisvísa

A
  • Að æxlisvísir greini tilvik æxlis.
  • Að æxlisvísar gefi vísbendingu um tegund krabbameins og í hvaða líffæri það hefur myndast.
  • Að styrkur æxlisvísa endurspegli æxlismassa.
  • Að magn æxlisvísa lækki hratt ef æxli minnkar eða það er fjarlægt úr líkama.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly