Sýrur, basar, blóðgös Flashcards

1
Q

Hvers vegna er mikilvægt fyrir frumur að viðhalda H+ styrk innan þröngra marka?

A
  • Prótónur eru hvarfgjarnar!
  • Hleðsla ýmissa lífefna er mjög háð H+ styrk, bæði smámólikúl og makrómólikúl.
  • Ensím eru með pH optimum kúrvu:
    • Hleðsla hvarfefna.
    • Bygging próteinsins.
  • Interaktionir milli efna er háð strúktúr og hleðslu og þar af leiðandi pH t.d. hormón eða vaxtarþættir og viðtakar þeirra.
  • Jónagöng (“ion channels”) eru háð H+ styrk, sérstaklega K+ göng.
  • Sækni hemóglóbíns fyrir súrefni er háð H+.
  • Flutningar próteina innan í frumum eru háðir H+.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Tegundir af “sýru”

A

Tvenns konar tegundir eru af “sýru” og eru það rokgjörn sýra og efnaskiptasýra.

Trufluð efnaskipti geta einnig leitt til sýrumyndunar.

  • Mjólkursýra
  • Ketónsýrur
  • Önnur milliefni í efnaskiptum með sýruvirkni
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er buffer?

A

Blanda af veikri sýru og salti af sömu sýru.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Buffer í UFV

A
  • Bíkarbónat (langmikilvægastur vegna sýringar á útskilnaði CO2 um lungu og í nýrum er H+ skilið út en bíkarbónat frásogað)
  • Hemóglóbín
  • Fosfat
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Buffer í IFV

A
  • Prótein

- Fosfat

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Útskilnaður á H+ í þvagi

A
  • Súrt þvag er vegna próteinneyslu.
  • Basískt þvag er einkennandi hjá grænmetisætum.

Mest af útskildu H+ er bufferað með fosfati en einnig ammóníum jónum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Af hverju stafar metabólísk acidosis? Hvernig svara lungun?

A

Getur stafað af tvennu:

  • Aukinni myndun sýru
  • Minnkuðum útskilnaði á H+ (tap á bíkarbónati í staðinn).

Styrkir í blóði eru eftirfarandi:

  • Aukinn [H+]
  • Lækkað pH
  • Lækkaður [HCO3-] - prímert
  • Lækkað PCO2 - afleiðing

Lungun svara metabólískri acidosis með oföndun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Orsakir metabólískrar acidosis

A
  • Aukin myndun á H+ jónum: Gerist við ketóacidsis, lactic acidosis, arfgengar aciduriur og eitrun af völdun etanóls, metanóls, etýlen glýkóls og salisýlats.
  • Inntaka á sýru: Gerist við eitrun en líka í vissum tilvikum við parenteral næringu.
  • Minnkaður útskilnaður H+: Gerist við renal tubular acidosis (RTA), nýrnabilun og vegna karbónik anydrasa inhibitora.
  • Tap á bíkarbónati (basískum vökvum) frá smágirni: Gerist við niðurgang, GI fistulu og sérstaklega ef skert nýrnakompensering er samhliða.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Anjónabil

A

Ekki er um raunverulegan hleðslumun að ræða heldur er þetta munur á magni ómældra katjóna og anjóna, þ.e. munurinn á magni þeirra katjóna og anjóna sem ekki mælast.

Ómældar katjónir:

  • Kalíum (ef það er ekki tekið með inn í dæmið)
  • Kalsíum
  • Magnesíum
  • Lithium (ef á slíkri meðferð)

Ómældar anjónir:

  • Prótein
  • Fosföt
  • Súlföt
  • Lífrænar anjónir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað veldur hækkuðu anjónabili?

A

Það er hækkun á ómældum anjónum sem veldur hækkuðu anjónabili, lækkun á ómældum katjónum hefur óverulegar breytingar.

Hækkun á ómældum anjónum getur verið vegna:

  • Ketoacidosis
  • Lactic acidosis
  • Nýrnabilunar, fosföt og súlföt
  • Eitrunar
  • Alkalosis
  • Hemoconcentration
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað veldur lækkuðu anjónabili?

A
  • Hypoproteinemia
  • Hypergammglóbúlínemía/ parapróteinemía með pósitífa hleðslu
  • Hækkun á ómældum katjónum.

Þetta gerist sjaldan og hefur mun minni þýðingu heldur en ef anjónabil hækkar!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvernig er hægt að flokka metabólískar acidosur?

A

Hægt er að flokka metabólískar acidosur eftir því hvort að anjónabilið er hækkað eða ekki.

Í acidosis er serum bíkarbónat alltaf lækkað og þegar bíkarbónat er lækkað að þá er bara um tvo valmöguleika að ræða:

  • Vegna þess að anjónabil er hækkað í staðinn (hækkað anjónabil) –> Metabólísk acidosis með hækkuðu anjónabili.
  • Vegna þess að Cl- er hækkað (hyperklóremía) –> Metabólísk acidosis með eðlilegu anjónabili.

Þetta flokkar metabólískar acidosur í orsakir og út frá þeim er fundin meðferð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Orsakir fyrir metabólískri acidosis með hækkuðu anjónabili

A

Orsakirnar eru eftirfarandi: (DUMP SALE)

  • Díabetísk ketoacidosis
  • Uremia
  • Metanól + IEM metabólítar
  • Paraldehýð
  • Salisýlöt
  • Alkóhól ketoacidosis
  • Lactat acidosis
  • Etýlen glýkól
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Orsakir fyrir metabólískri acidosis með eðlilegu anjónabili (hyperklóremia)

A
  • Renal tubular acidosis (RTA)
  • Karbonik anhydrasa inhibitor
  • Þvag leitt í görn
  • Niðurgangur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Orsakir fyrir respiratorískri acidosis

A
  • Loftvegastífla
  • Bæling á öndunarmiðstöð
  • Taugavöðvasjúkdómar
  • Lungnasjúkdómar
  • Brjóstkassasjúkdómar
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Af hverju stafar metabólísk alkalosis?

A

Metabólísk alkalosis verður vegna prímer hækkunar á bíkarbónati.

Styrkir í blóði eru eftirfarandi:

  • Lækkaður styrkur H+
  • Hækkað pH
  • Hækkaður PCO2
  • Hækkaður styrkur bíkarbónats

Erfiðara er fyrir lungun að leiðrétta fyrir metabólískri alkalosis, heldur en metabólískri acidosis.

17
Q

Orsakir fyrir metabólískri alkalosis

A
  • Tap á vetnisjónum (um meltingarveg eða nýru).
  • Gjöf efna með alkalívirkni.
  • Hlutfallslega aukið uppsog bíkarbónats í nýrum (t.d. ef minnkaður UFV)
18
Q

Orsakir fyrir respiratorískri alkalosis

A
  • Hypoxia
  • Aukin örvun á öndun
  • Ofmeðferð með öndunarvél
19
Q

(Próf) Orsakir súrefnisskorts vefja

A

Súrefnisskortur vefja getur verið vegna: (HAT MÆT)

  • Hypoxemiu
  • Anemiu, minnkuð flutningsgeta blóðs á súrefni
  • Truflun á virkni hemóglóbíns
  • Minnkað útfall hjarta
  • Æðaherping/-þrenging/-stífla
  • Trufluð nýting frumna á súrefni, t.d. kolmónoxíð eitrun