Melting Flashcards
Rannsóknir á útkirtilshluta briskirtils
Beint próf:
- Mæla elastasa-1 í saur, en styrkur hans endurspeglar framleiðslugetu útkirtilshluta briskirtilsins og elastasi-1 brotnar ekki niður í meltingarvegi.
Óbein próf:
Ganga út á að gefa tvö efni og svo er frásog efnanna borin saman þar sem annað efnið þarf meltingarensím en hitt ekki.
- Pancreolauryl próf: Gefið er fluorescein dilaurate um munn, en það þarf brisesterasa til að frásogast. Auk þess er gefið frótt fluorescein, sem þarf ekki esterasa til að frásogast heldur frásogast bara beint. Svo eru hlutföll þessara efna mæld og þannig er framleiðslugeta briskirtilsins mæld.
- PABA frásogspróf: Sama princip. Geislamerkt PABA er gefið með BT-PABA.
Meinefnafræðirannsóknir við acute pancreatitis
- S-amýlasi er aukinn, næmi fyrstu 12-24 klst.
- Þ-amýlasi
- Þvag amýlasa klearans
- Þvag kreatínín klearans
- Lípasi
Þær meinefnafræðirannsóknir sem eru gerðar eru:
- Hækkun á S-bilirubini
- Hækkun á S-ALP
- Hækkun á S-AST (frekar ef vegna gallsteina)
- Hyperglýcemia
- Hypokalsemia
Krónískur pancreatitis
Lífefnafræðipróf koma að litlu gagni nema til að staðfesta malabsorption.
Krabbamein í brisi
Lífefnafræðipróf koma að litlu gagni.
Saur-calprotectin mæling
Calprotectin er prótein í neutrofílum, sem kemur fram í saur við bólgusjúkdóma í görn. Með því að mæla calprotectin er því hægt að prófa fyrir því hvort að bólga sé í görn.
Afleiðingar malabsorptionar
Afleiðingar eru bæði á líkamann og líka á saurinn.
- Líkaminn verður fyrir orkuskorti, sem veldur þyngdartapi hjá fullorðnum og vanþrifi hjá börnum, sem og stöðvun vaxtar.
- Ófrásoguð fæðuefni í meltingarvegi leiða til gerjunar, valda osmótískum áhrifum og ertingu á slímhúð. Saurinn verður því vatnskenndur niðurgangur og fituríkur (fituskita).
Rannsóknir til að meta afleiðingar malabsorptionar
Meinefnarannsóknir eru mikilvægar í þessu skyni (þ.e. ef við viljum vita hvort að það sé malabsorption til staðar eða ekki, ekki til að meta orsök malabsorptionarinnar):
- Blóðstatus
- Járnstatus
- S-B12 vítamín
- Serum og RBK fólat
- PT
- Plasmaprótein, albúmín
- S-Kalsíum, fosfat og ALP
- Eitilfrumufjöldi í blóði