Klínískar rannsóknir Flashcards
Notkun meinefnarannsókna
- Sjúkdómsgreining
- Meðferðargreining
- Mat á horfum sjúklings
- Meðferðarmat
- Lyfjamælingar og toxísk áhrif lyfjagjafar
- Áhættumat (meta áhættu á sjúkdómum)
- Skimun
Ferlar lífefnafræðilegra mælinga skipt í mismunandi fasa
- Forgreiningarfasi: Ferli fram að mælingunni sjálfri. Margir þættir hafa áhrif á mæligildi, sérstaklega sem snúa að sjúklingi (eins og fæði og fasta, tímabundnar breytingar, meðganga, lyf, lífeðlisfræðilegt ástand og sálrænt stress, líkamsstaða, líkamsþjálfun, bráðaveikindi, kvíði og hræðsla).
- Beiðni: Formgerum klíníska spurningu með beiðni.
- Sýnataka: Algeng sýni eru venublóð, arteríublóð, háræðablóð, þvag og saur. Síðan eru önnur sýni mænuvökvi, munnvatn, líkamsvökvar, steinar, líffæri og lifandi frumur.
- Flutningur sýna til rannsóknarstofu: Flytja eins fljótt og hægt er. Geymsluþol efna sem á að mæla er mismunandi og ýmsar breytingar við geymslu geta truflað niðurstöðu mikið.
Vasaheilkenni getur komið fram. - Greiningarfasi: Á rannsóknarstofu.
- Eftirgreiningarfasi: Niðurstöður og túlkun þeirra (setja í samhengi við aðrar upplýsingar).
Fasta sjúklings
Þjónar tvennum tilgangi:
- Staðla ástand sjúklings, en styrkur sumra efna breytist eftir máltíð.
- Breytingar í blóðvökva við frásog, t.d. blóðfita, trufla sumar mælingar.
Fasta er yfirleitt 10 klst. en við vandaða rannsókn 12 klst.
Sjúklingur má þó drekka vatn.
Blóðsýnataka
- Staðsetning blóðsýnatöku: Styrkur ýmissa efna er mismunandi eftir því hvort tekið er blóð úr slagæð (hátt súrefni og hár blóðsykur), bláæð (hátt laktat og hátt ammoníak) eða háræð (líkist ýmist slagæðarblóði eða bláæðarblóði eftir flæði).
- Stasi: Taka sýni innan einnar mínútu því annars verður hemókonsentrering, þ.e. æðarnar þenjast út, vökvi flæðir út í vefinn og próteinstyrkur hækkar því, sem og styrkur efna bundnum próteinum, laktats og vetnis.
- Hemólýsa: Ef blóð er tekið um þrönga nál með miklu sogi verður flæði blóðs í blóðsýnaglas turbulent, ekki laminar. Það veldur því að efni losna úr RBK og í blóðvökva (plasma) og þá greinast þau við rannsókn, t.d. kalíum, magnesíum, o.fl. Einnig er rangt að láta fólk kreppa hnefann við sýnatöku vegna þess að kalíum getur hækkað mjög hratt við það.
Muna: Ef hemólýsa –> Kalíum mæling alltaf ómarktæk! - Intravenous vökvagjöf: Ekki taka blóðsýni úr sama handlegg og þar sem vökvagjöf er gefin því niðurstöður verða blanda af blóðgildum og intravenous vökva. Er þó gert ef nauðsyn þykir til. Þá á að stöðva vökvaflæði og stasa fyrir neðan intravenous nálina.
- Æðaleggur: Hægt að taka úr æðalegg en þá þarf að skola út vökva í leggnum með blóði og taka svo.
- Geymsla blóðsýna: Mörg efni eru stabíl í 1 klst. við stofuhita. Mikilvægt er að aðskilja sermi eða plasma frá frumum sem fyrst til þess að hindra áhrif in vitro efnaskipta frumna. Eftir aðskilnað er sýnið orðið stöðugra og mæliefni eru oft stabíl í 4 klst, en við kælingu sermis (eða plasma) eftir aðskilnað eru flest mæliefni stöðug í 2-3 daga. Ekki skal kæla heilblóð (gerist sama ferli og þegar glúkósi er búinn, þ.e. ATP klárast og frumur leka LDH, ASAT, K+ og Mg2+). Stundum þarf að frysta sýni.
- Vasaheilkenni = Kemur fram þegar blóðsýni er geymt lengi ókælt. Þá verður hækkun á laktati, ammoníaki og katekólamínum, lækkun á pH og lækkun á glúkósa. Þegar glúkósi er búinn breytist ATP í ADP og Pi, þannig að ATP lækkar og fruman ræður ekki lengur við að halda efnum inni í frumunni svo að leki verður á LDH, ASAT, K+ og Mg2+ (mælingar verða því gagnslausar). Það sama gerist ef sýni er kælt, en sýni á ekki að kæla nema búið sé að skilja það niður eða ef á að fara með það beint í blóðgasmælingu.
Hagstæðir eiginleikar mælinga
- Markvísi = Precision
- Mæling án kerfisbundinnar skekkju (bias) = Trueness
- Nákvæmni = Accuracy
- Næmi = Sensitivity
- Sértæki = Specificity
Einnig er ákjósanlegt að mælingar séu áreiðanlegar, auðveldar í framkvæmd, fljótlegar og ódýrar.
Markvísi = precision
Er það hversu lík gildi fást úr endurteknum mælingum. Þ.e. tilviljunarkenndar skekkjur litlar.
Mæling án kerfisbundinnar skekkju (bias) = trueness
Er það hversu nálægt meðaltal endurtekinna mælinga er raunverulegu gildi. Þetta getur þó farið saman við mikla tilviljunarkennda skekkju.
Nákvæmi = accuracy
Er það hvað ein tiltekin mæling er nálæg raunverulegu magni mæliefnis í sýni. Nákvæmi felur í sér bæði markvísi og trueness
Næmi = sensitivity
- Analýtískt næmi: Er að hversu lítið magn mæliefnis er hægt að mæla.
- Klínískt næmi: Klínískt næmi rannsóknar. Sjá flash-card “Hversu góð er rannsókn til að greina sjúkdóm?”
Sértæki
- Analýtískt sértæki: Er það hversu sértækt rannsókn greinir mæliefnið, þ.e. greinir mæliefni (measurand) en ekki önnur efni sem eru að trufla mælingu (interferansa).
- Klínískt sértæki: Klínískt sértæki rannsóknar. Sjá flash-card “Hversu góð er rannsókn til að greina sjúkdóm?”
Tegundir mælinga
Mælingar geta verið sjálfvirkar mælingar, mælikerfi eða handgerðar mælingar. Mismunandi aðferðir geta gefið mismunandi niðurstöður. Hafa varann á þegar mælingar frá mismunandi rannsóknarstofum eru bornar saman.
Túlkun niðurstaðna
3 atriði við túlkun niðurstaðna:
- Er niðurstaðan innan viðmiðunarmarka (normalmarka), þ.e.a.s. gilda sem eru algeng hjá sambærilegum einstaklingum?
- Er marktæk breyting á niðurstöðu frá síðustu mælingu?
- Samræmist niðurstaðan því sem vitað er um sjúkling?
- Ef ekki, þá reynum við að finna skýringu: Er sjúkdómsgreiningin breytt eða röng? Hafa orðið mistök við sýnatöku, flutning, mælingu o.fl.?
Viðmiðunarmörk = Reference limits
Gefa vísbendingar um það hvaða gildi eru algengust í einstaklingum sem eru sambærilegir við þýðið sem notað var til að finna mörkin.
Aldur, kyn og margt fleira getur haft áhrif á viðmiðunarmörk.
Nota orðið viðmiðunarmörk frekar en normalmörk, það er vandræðaorð vegna skilnings á “normal”.
Mælist gildi innan viðmiðunarmarka þýðir það ekki að engin hætta sé á því að einstaklingur hafi sjúkdóm. Eins þýðir það að gildi sé utan viðmiðunarmarka ekki að einstaklingur sé með sjúkdóm.
Samkvæmt skilgreiningunni á viðmiðunarmörkum að þá liggja 5% heilbrigðra einstaklinga utan marka. Því fleiri mælingar sem gerðar eru, því meiri líkur eru á því að a.m.k. eitt gildi lendi utan marka, samkvæmt jöfnunni 1 - 0,95~n.
Viðmiðunarmörk eru fundin með ákveðnum hætti. Þau eru ákveðin af mæliaðferð og viðmiðunarþýðinu. Síðan á sér stað kerfisbundin aðferð við söfnun sýna, geymslu og mælingu og síðan útreikninga og túlkun á niðurstöðunum.
Viðmiðunarbreidd = Reference range
Eru gildin á milli markanna.
Heildarbreytileiki mælinga
Heildarbreytileiki skiptist í tvo þætti:
- Mælibreytileiki = Hægt að hafa áhrif á hann.
- Líffræðilegur breytileiki = Ekki hægt að hafa áhrif á hann. Tvær gerður eru af líffræðilegum breytileika: Intraindividual (tiltekið efni er í breytilegu magni hjá sama einstaklingi á mismunandi tímum) og interindividual (tiltekið efni er í breytilegu magni hjá mismunandi einstaklingum, þ.e. á milli einstaklinga).
Oft, en ekki alltaf, er minni breytileiki í mismunandi sýnum hjá sama einstaklingi en sýnum á milli einstaklinga. Þ.e. oft, en ekki alltaf, er intraindividual breytileiki minni en interindividual breytileiki.