Lost og vökvameðferð (Abdomen) Flashcards
Vökvameðferð skiptist í?
- Viðhaldsmeðferð
- Bæta vatn og sölt sem tapast með eðlilegum hætti
> s.s. með þvagi, hægðum, svita, öndun
- Þarfnast aðlögunar í samræmi við ástand sjúklings - Uppbótarmeðferð
- Bæta uppsafnað tap, s.s. vegna sjúkdóma eða áverka
Hvað er venjulegt vökvatap?
- Eðlilegur þvagútskilnaður
> um 0.5-0.9 ml/kg/klst - Svo kallað ósýnilegt (insensible) tap
> um 1000 ml/24 klst eða um 0.5 ml/kg/klst
> (12–15ml/kg/24klst)
> útgufun frá húð/svitamyndun 500ml
> útgufun um lungu 400ml - hægðir100-200ml
- háð aðstæðum og getur aukist mikið
Hvaða tvær formúlur eru notaðar fyrir viðhaldsmeðferð?
Á sólarhring:
- 1500 ml + 20 ml fyrir hvert kg umfram 20 kg
> upp að hámarki 2400 ml/sólarhring
> Dæmi:
* 65 kg sjúklingur: 1500 ml + 45 kg * 20 ml/kg = 1500 ml + 900 ml = 2400 ml á sólarhring (= 100 ml/klst)
Á klukkustund:
- 60 ml/klst + 1 ml/klst fyrir hvert kg umfram 20 kg
> upp að hámarki 120 ml/klst
> Dæmi:
* 65 kg sjúklingur: 60 ml/klst + 45 kg * 1 ml/klst/kg = 60 ml + 45 ml = 105 ml/klst
Hvað þarf að hafa í huga í viðhaldsmeðferð?
Aukin viðhaldsþörf
- Hiti (hækkaður um 100 ml/dag per 1°C),
> Brunasár, brisbólga, áframhaldandi tap um meltingarveg, garnastífla o.s.frv.
Gæta þarf varúðar
- t.d. ef hjarta- eða nýrnabilun
> Þarf yfirleitt að draga úr vökvagjöf og stýra gjöf nákvæmlega
Hvað þarf að hafa í huga í uppbótarmeðferð?
- Erfitt að meta nákvæmlega þörf
> þyngdartap gefur góða vísbendingu - m.a. mikilvægt hjá börnum
- skráning á þyngd er því mikilvæg
> blóðtap í aðgerð - Oft þarf að miða við einkenni/teikn/mælingar
- Uppbót á söltum
> Blóðrannsókn
Hraði uppbótar
- Ef vökvaskortur/blóðþurrðarlost
> Þarf að bregðast hratt við, áður en lost verður óafturkræft
> Gefa bolusa og endurmat 0,5-1L vökva (t.d. RA / NaCl)
> Allt að 15-20 ml/kg hjá börnum
- Ef ekki
> rólegri leiðrétting, bæta t.d. 50% við viðhaldsmeðferð þar til skortur hefur verið bættur
Mat á vökvameðferð
Vökvaskráning
- Inn: matur, drykkur, lyf og vökvar í æð
- Út: þvag, hægðir, uppköst, dren
Vigtun
- Gefur góða nálgun á vökvajafnvægi
Lífsmörk
- BÞ, P, T, ÖT, SiO2
- Orthostatismi
Blóðprufur
- Blóðhagur, elektrólýtar, kreatínín, koldíoxíð, blóðgös
Þvagútskilnaður
- 0,5 ml/kg/klst (fullorðnir)
- 1 ml/kg/klst (börn)
Frekari rannsóknir/mælingar
- Lungnamynd
- Slagæðaþrýstingur
- Miðlægur bláæðaþrýstingur
- Swan-Ganz katheter
> bþ í lungnaslagæð
Ofvökvun - klínískt mat
- Bjúgur
> í lungum -> mæði, andnauð
> á ökklum - Hækkaður þrýstingur í hálsbláæðum
Vökvaskortur - klínískt mat
- Hraður púls
- Lágþrýstingur (fyrst stöðubundinn)
- Þurrar slímhúðir
- Léleg húðfylling (turgor)
- Slappleiki, svimi, skert meðvitund
- Lélegur þvagútskilnaður
Hvað er lost (shock) og hverjar eru afleiðingar losts?
- Skortur á gegnflæði (perfusion) blóðs til vefja
> súrefnisskortur í vefjum
Afleiðingar
- frumudauði → líffæraskaði → líffærabilun (organ- failure (multi) → dauði
- Eingöngu afturkræft í fyrstu
> hröð greining og meðferð höfuðatriði
Gegnflæði (perfusion)
Háð tveimur breytum:
- Útfall hjarta (cardiac output, CO)
> Hjartsláttartíðni (púls) x útfallsmagn (stroke volume)
- Viðnám í æðakerfi (systemic vascular resistance, SVR)
Hvað eru þrjár megingerðir losts?
- Blóðþurrðarlost (hypovolemic)
- Hjartalost (cardiogenic)
- Æðavíkkunarlost (vasodilatory = distributive (dreifingarlost))
Hvað er blóðþurrðarlost og hverjar eru orsakir þess?
- lækkað rúmmál innan æða -> lækkun á CO (þrátt fyrir hraðann púls)
> viðbrögð: auka æðaviðnám (SVR)
Orsakir:
- blæðingar
> útvortis, inn í brjóst- eða kviðarhol, í tengslum við beinbrot
- uppköst
- niðurgangur
- bruni
- brisbólga
- garnastífla
Hvað er hjartalost og hverjar eru orsakir þess?
- minni dæluvirkni eða flæðishindrun -> minna cardiac output
> viðbrögð: auka æðaviðnám (SVR)
Orsakir:
- hjartadrep
- takttruflanir (t.d. gátta- eða sleglatif)
- hjartavöðvakvillar (cardiomyopathy)
- lokusjúkdómar
- hjartateppa (cardiac tamponade)
- þrýstiloftbrjóst
- blóðsegarek til lungna
- ósæðarflysjun (aortic dissection)
Teikn hjartabilunar
- s.s. lungnabjúgur (brak), þandar hálsbláæðar
Hvað er æðavíkkunarlost og hverjar eru orsakir þess?
- minna æðaviðnám (SVR)
> viðbrögð: auka útfall hjarta (CO)
Orsakir:
- bráðaofnæmi
> lyf, fæða, skordýrabit
- útbreidd bólgusvörun
> (systemic inflammatory response syndrome)
- sepsis (,,blóðeitrun”)
- áverkar á miðtaugakerfi
Hver eru einkenni æðavíkkunarlosts?
- aukin hjartsláttartíðni
> tilraun til að auka CO - Kaldsveitt, föl húð
- Seinkuð háræðafylling (2 sek)
> Það dregur úr blóðflæði til húðar - Getur þó verið öfugt t.d. í bráðaofnæmi og sepsis
- Blóðþrýstingsfall í stöðu (orthostatism)
> sitjandi/liggjandi vs. standandi - mælt e. 2 min
- lækkaður slagbilsþrýstingur (systole): 20 mmHg
- lækkaður þanbilsþrýstingur (diastole): 10 mmHg
- hærri púls: 20 slög/min
- Blóðþrýstingsfall
> síðar í ferlinu – viljum fyrirbyggja!
> slagbilsþrýstingur (systole) 90 mmHg eða lækkar um 40 mmHg - sjúklingur með háþrýsting fyrir getur verið í losti með BÞ 110/85
- meðalblóðþrýstingur (mean arterial pressure) 60 mmHg
- púlsþrýstingur (munur á slagbils- og þanbilsþrýstingi) 25 mmHg