Bruni (Lýta og bruna) Flashcards
Tegundir bruna
- Hitabruni
> Rakur hiti
> Þurr hiti
> Snertibruni
> Eldbruni
> Reyk og innöndunar bruni - Efnabruni – Sýru/Basa
- Rafbruni
- Kuldabruni
- Geislun
Hver er flokkun bruna?
- Yfirborðsbruni – 1°
- Hlutþykktarbruni - 2°
> Grunnur
> Djúpur - Fullþykktarbruni – 3°
- Meira en fullþykktarbruni
Yfirborðsbruni - 1°
- Bara epidermis
- Verkur, bólga
Útlit:
> Roði
> Rakt
> Blanching
Útkoma:
> Ekki örmyndun
> Grær <2vikur
Grunnur hlutþykktarbruni – 2°
- Epidermis + papillary dermis
- Verkur,bólga
Útlit:
> Fölvi
> Rakt
> Blanching
> Blöðrur
Útkoma:
> Sjaldan örmyndun
> Grær á 2-3 vikum
Djúpur hlutþykktarbruni – 2°
- Epidermis + papillary & reticular dermis
- Verkur, bólga
Útlit: - Dimmrautt
- Blöðrur
- Non-blanching
Útkoma:
- Grær >3vikur
- Mikilörmyndun
- Þarf yfirleitt húðgraft
Fullþykktarbruni – 3°
- Nær niður fyrir dermis
- Verkjalaust
Útlit:
> Non-blanching
> Leðurlíkt
> Hart
> Þurrt
> Hvítt eða dimmbrúnt/svart
Útkoma:
> Grær ekki að sjálfu sér
> Þarf alltaf húðgraft / skurðaðgerð
Meira en fullþykktarbruni – 4°
- Brunaskaði á vef undir húð
> Vöðvar
> Bein
Útkoma:
- Krefjast alltaf aðgerðar
Útbreiðsla - mat á bruna
- Rule of Nines - fljótlegast
- Palmar method – minni brunar (<10% af líkamsyfirborði)
- Lund & Browder chart - nákvæmast
Rule of palms - mat á bruna
- Lófi og fingur sjúklings
> Ca. 1% af yfirborði líkama
Notkun:
- Blað klippt í stærð lófa
Hvað er bráður bruni?
- Hlutþykktarbruni > 15%
- > 10% hjá börnum
- Bruni á andliti, hálsi, kynfærasvæði
- Fullþykktarbruni
- Rafstraumsbrunar, efnabrunar
- Hringbrunar
> Sem nær t.d. hringinn í kringum útlim
Hvenær er þörf á flutningi á brunateymi?
- Grunur um burnaskaða í öndunarvegi
- Bruni sem krefst vökvauppbótar meðferðar
- Bruni sem krefst aðgerðar
- Bruni á andliti, höndum, fótum eða kynfærum
- Börn & aldraðir
- Rafbrunar
- Sýru/basa brunar
Hver er fyrsta meðferð á vettvangi?
- Tryggja öryggi björgunaraðila
- Fjarlægja brunavald
> “Stop, drop & roll” - Hratt ABC
> Airway, breathing, circulation - Meta aðra áverka
- Flytja á spítala strax ef meiriháttar bruni
- Kæla á leið ef minna en 1klst síðan bruni varð
Hver er fyrsta meðferð á sjúkrahúsi? (A)BCDE
- Meta öndunarveg í hættu:
> Bruni/sót í munni/nefi
> Bruni á hálsi
> Eldur í lokuðu rými - Bjúgur í efri öndunarvegi myndast fljótt
- Vökvagjöf getur hraðað bjúgmyndun
- Tryggja öndunarveg snemma
> Öndunartúba snemma
> Cricothyroidotomy sett tilbúið
Hver er fyrsta meðferð á sjúkrahúsi? A(B)CDE
- Reykeitrun
> Carboxyhaemoglobin
> Blóðgös
> Súrefnisgjöf
> Meta þörf fyrir súrefnisklefa - Brunaskaði á neðri öndunarvegi
- Mekanísk öndunarhindrun v. bruna
> Escharotomy
Hver er fyrsta meðferð á sjúkrahúsi? - AB(C)DE
Vökvagjöf – Parkland formúla
- Vökvaþörf: %BSA x kg x4
Gefið:
> 1⁄2 volume fyrstu 8klst (frá bruna, ekki komu á SBD)
> 1⁄2 volume næstu 16klst
> Muna telja með það sem gefið á slysstað/sjúkrabíl
Á við þegar:
- >15% BSA fullorðinir >10 BSA börn
Þvagleggur – timadiuresa
> Mikilvægt að gerist strax
> Blóðprufur + krossa & panta blóð
> Escharotomy ef blóðflæðisskerðing til útlima
Brunalost
- Gríðarlegt vökvatap verður hjá brunasjúklingum
> Á fyrstu 24-48 klst þarf því að hafa mikinn vara á svo sjúklingurinn endi ekki í brunalosti
Orsakir:
- Systemic bólguviðbragð veldur aukinni losun NO
> Slökun æðaþels
> Aukið gegndræði háræða
> Aukinn millifrumuvökvi
- Mikilvægt að meta heildaryfirborð brunans eins nákvæmlega og hægt er til að halda jafnvægi á vökvatapi og vökvagjöf
> Fylgjast með þvagútskilnaði
■ 0,5 mL/kg/klst ráðlagt hjá brunasjúklingum
Hver er fyrsta meðferð á sjúkrahúsi? - ABC(DE)
- Fjarlægja föt og skart
- Meta útbreiðslu & gráðu
- Almennt trauma-mat; brot, blæðing osfrv
- Fyrirbyggja hypothermiu
- Vitni?
Bráð meðferð í bruna - Escarotomy
- Skorið í gegnum bruna-skorpna húð
- Léttir á þrýstingi
- Hringbrunar
- Brunar á brjóstkassa sem hefta öndun
- Skurður í gegnum alla lengd bruna
- Forðast sinar, taugar, æða og útstandandi bein
Meðferð - Fasciotomy
- Fascia sem afloka vöðvahólf opnuð
- Léttir þrýsting
- Gert ef compartment syndrome
- Meta lífvænleika vöðva/vefja í vöðvahólfi
Meðferð - almenn sárameðferð
Hreinsa sár og fjarlægja:
- Aðskotahluti
- Dauða húð
Þurrka
- Bómullar lag til einangrunar
Plastfilmur
Silfur sulfadiazine
Meðferð - hreinsun brunasára
Gerðir hreinsunar / Debridement:
- Auto debridement
- Snemmhreinsun
> 1-3 dögum eftir bruna
> Dregur úr bólgusvari
- Skafhreinsun
> Viku eftir burna
> Dauð húð skafin af smám saman
Meðferð - hreinsun brunasára
Markmið = hreinsa alla dauða húð
- Sárbotn á að vera bleikur & blæðandi
- Mismunandi verkfæri til hreinsunar:
> Burstar
> Sköfur
> Skurðhnífar
> Húðraspar
Meðferð - blöðrur
- Sérfræðingar eru ósammála um meðhöndlun
- Euroburn leiðbeiningar: óskýrar
- Verndar gegn sýkingum ef heilar
- Hraðari gróanda
- Mikil hætta á sýkingu um leið og eitthvað rof
Hver er tilgangur umbúða í meðferð?
Tilgangur:
- Verja sár fyrir sýkingum
- Mynda góðar aðstæður fyrir gróanda
- Verkjastillandi
Tegundir umbúða:
- Yelonet
- Grisjur
- Gipsbómull
- Krepsbindi
Húðtransplant
- Fullþykktar brunar
- Djúpir hálfþykktar brunar
- Framkvæmt eftir bráðafasa og hreinsun
Lífeðlisfræði bruna hefur áhrif á?
- Vökvajafnvægi
- Blóðrás
- Lungu
- Meltingarveg
- Efnaskipti
- Ónæmiskerfi
Alvarleg áhrif þegar >20% er 2° bruni eða verra
Lífeðlisfræði bruna - áhrif á hjarta og lungu
Hjarta:
- Minnkað cardiac output
Lungu:
- Reykeitrun í eldbruna
- Lungnabjúgur
- Öndunarbilun
Lífeðlisfræði bruna - áhrif á meltingarveg
- Þarmalömun
> Bólgu viðbragð
> Elektrolýta truflanir
> Ogilvie syndrome – þarma stíflun/lömun colon - Curlings ulcer
> -> bruni -> vökvaskortur -> skert blóðfræði til maga -> sár í maga
Lífeðlisfræði bruna - áhrif á efnaskipti
Hypermetaboliskt ástand
- Aukin súrefnisþörf
- Aukin næringarþörf
- Hækkað kjarnhitastig
Lífeðlisfræði bruna - áhrif á ónæmiskerfi
- Skortur á varnarlagi
- Sýkingarhætta
> Líkur á sýkingu aukast með stærra brunaflatarmáli - Ónæmisbæling
Stuðningsmeðferð - fyrirbygging sýkinga
- Ónæmisbæling + missa varnarlag
- Sterilar aðstæður eins og hægt er
- Reglulegar ræktanir – strok og blóð
- Fylgjast með hbk
- Ekki fyrirbyggjandi sýklalyf
- Yfirborðs silfur sulfadiazine
Stuðningsmeðferð - næring
- Aukin næringarþörf
- Næringarsonda í >15% BSA bruna
Sutherland formúla:
> Fullorðnir: 20kcal/kg + 70kcal x %BSA
> Börn: 60kcal/kg + 35kcal x %BSA
> Dæmi: 60kg með 30%BSA bruna = 3300kcal
Stuðningsmeðferð - fyrirbygging Curlings ulcer
- Næring í sondu
- Sýruhemjandi lyf (PPI)
- Snemma inntöku um munn aftur sem fyrst
Önnur stuðningsmeðferð
- Blóðgjöf ef hb < 80
- Verkjastylling
> Morfíndreypi og diazapam - Stífkrampabólusetning
- Fyrirbyggja hypothermiu í stórum brunum - Sjúkraþjálfun – viðhalda hreyfigetu
- Mobilisering
Skurðmeðferð - síðbúin meðferð
Flipa uppbygging
- Minni/grynnrir brunar = Tilfærslu flipar
- Stærri /dýpri brunar = Fullþykktar flipar / fríir flipar
Meðferð fylgikvilla
- Oft herpingur í örum
- Hamlar hreyfingar
- Þarf skurðaðgerð
- Ofholdgun í örum: Þrýstingsmeðferð
Hverjar eru aðrar gerðir bruna?
- Rafbruni
- Sýru/basa bruni
- Kuldabruni
Hvað er rafbruni?
- Einkennist af inngangspunkti og útgangspunkti
- Minniháttar ytri bruni & djúpur vöðvabruni
- Meðfylgjandi taugaskaði
Hvað eru efnabrunar?
- Bruni vegna sýru / basa sem komast í snertingu við vef
- Basa brunar yfirleitt alvarlegri & dýpri
Dæmi:
> Sýra: Hydrofluric sýra, chromic sýra
> Basi: Natriumhydroxíð, kalíum hydroxíð (stífluhreinsar)
Bruni heldur áfram þar til efni fjarlægt / afvirkjað
> Ef duft: dusta ekki skola
> Ef vökvi: skola í amk 30 min
> Ef hydrofluric sýra: Calsiumgluconat
Kuldabruni - Frostbit
- Innanfrumu kristallamyndun
- Smáæða lokun
- Súrefnisþurð í vef
- Sama flokkunarkerfi og brunar
- Útlit: Dimmrautt/fjólublátt, bólga, stórar blöðrur
Kuldabruni - Perino/„Trench foot“
- Kuldabruni án frystingar
- Endurteknar kaldar og rakar aðstæður
- Langvinn æðabólga
- Útlit: Dimmrautt/fölvi, bólga, blöðrur
Hver er meðferð við kuldabruna?
- Fjarlægja blaut / þrengjandi föt
Virk upphitun:
> Heitir IV vökvar
> Heitir vökvar í meltingarveg
> Útlimur/sjúklingur í 40°C vatnsbað
Verkjastilling
> Verulegur sársauki við upphitun
Monitor
Hvað er pokameðferð?
- Notuð við 2° bruna á höndum eða fótum
- Veldur hypoxiu sem verkjastillir hratt
- Skapar góðar aðstæður fyrir gróanda
Meðferð:
1. Kæla og þvo með vatni
2. Setja höndina/fótinn í pokann
3. Skipta um poka daglega og skola á milli
Hver er fyrsta meðferð í sárameðferð?
- Fyrsta meðferð - kæling með vatni
- Eftir kælingu og verkjastillingu - sár þvegið með saltvatni og óhreinindi fjarlægð
Hlutverk umbúða:
> Hlífa sári fyrir utanaðkomandi áhrifum
> Valda réttu hita- og rakastigi
Hvað er autograft húðágræðsla?
- Húð fengin frá sjúklingnum sjálfum
> Tekin húð af óbrenndu svæði og flutt og transplanterað á brennd svæði líkamans
Tvær gerðir:
- Split thickness skin graft
> Epidermis + hluti dermis
- Full thickness skin graft
> Epidermis + dermis
Hvað er allograft húðágræðsla?
- Ef fólk hefur orðið fyrir bruna á stórum hluta líkamsyfirborðs getur verið þörf á transplant húð frá donor.
- Allograft eða líkhúð er notuð eins og split skin graft og endist sjúklingnum allt að tvær vikur en þá að endingu hafnar sjúklingurinn húðinni.
Bráðafasi - ATLS
A - Tryggja öndunarveg
B - Meta öndun
C - Meta blóðrás
D - GCS og taugaskoðun
E - Meta útbreiðslu bruna