Æxli og aðrir sjúkdómar í lungum (Hjarta/æða) Flashcards
Hvað er Empyema?
Empyema er „graftarkýli“ í fleiðruholi
Hverjar eru orsakir Empyema?
- Í tengslum við lungnabólgu
- Í tengslum við lungnaaðgerð eða ástungu á fleiðru eða lungu.
- Eftir trauma
- Ónæmisbæling
Hver er sjúkdómsgangur Empyema?
Gerist hægt og á löngum tíma, getur orðið stórt og mikið og byrjað að hólfa sig niður (organiserast). Verður á nokkrum vikum mjög afhólfað einsog býflugnabú (honeycombing)
Meðferð Empyema felur í sér?
- Öndunarstuðningsmeðferð eftir atvikum
- Sýklalyf
- Tæma út abscess með grófum brjóstholskera
- Fibronolysis
> Strepto/urokinase sprautað inn í brjóstholskerann til að reyna leysa upp kýlið. - Skurðaðgerð til þess að reyna fjarlægja/skræla út kýlið.
> Opinn eða í gegnum brjóstholssjá (VATS)
Hvað er Pneumothorax?
- Loftbrjóst
Skiptist í þrennt:
- Spondant
- Traumatic
- Iatrogenic
Hver eru einkenni loftbrjósts (pneumothorax)?
- Lang oftast takverkur
- Mæði sem versnar við áreynslu
- Stundum þurr hósti
- Sumir án einkenna, sérstaklega ef lítið
Greining loftbrjósts
- Saga
- RTG Pulm í uppréttri stöðu og útöndun ef hægt er
Hverjir eru meðferðarmöguleikar loftbrjósts?
- Bíða og sjá til
- Lofttæming með nál
- Brjóstholskeri
- Fleiðruerting
- Skurðaðgerð með brjóstholssjá
- Opin brjóstholsaðgerð
Hvaða fylgikvilla geta komið við ísetningu brjóstholskera?
- Verkir
- Blæðing
- Fleiðruholssýking
- Röng staðsetning brjóstholskera
- Lágur blóðþrýstingur
- Lungnabjúgur (vegna skjótrar þenslu á lunga)
Fleiðruvökvi
- Eðlilegt magn: 0.3ml/kg, turnover 0.15ml/kg/klst
Skiptist í tvennt:
- Góðkynja
- Illkynja
Góðkynja fleiðruvökvi
Uppbygging: oftast Transudate(prótein ↓ vökvi)
Orsök: Hjartabilun, ascites, næringarskortur, nýleg brjóstholsskurðaðgerð
Einkenni: Hósti, mæði, andþyngsli, þreyta.
Meðferð: Drenísetning hjá þeim sem eru með mikil einkenni. Lagast oft af sjálfu sér. Þvagræsilyf eru stundum notuð til aðstoðar.
Illkynja fleiðruvökvi
Uppbygging: oftast Exudate(prótein ↑vökvi), sjaldan transudate
Orsök: Oftast secundert við krabbamein
Einkenni: Hósti, mæði, andþyngsli, þreyta. Einstaklingar geta verið einkennalitlir hafi vökvinn þróast hægt og rólega yfir langan tíma.
Meðferð: Drenísetning hjá þeim sem eru með mikil einkenni. Pleurodesa m. talkúm.
Hnútur í lunga (tumor pulm) - faraldsfræði
- 0,2 % lungnamynda
- 90% tilviljanagreindir (incidental)
- Nýgengi aukist hratt - TS
- Frekari aukning væntanleg
Góðkynja fyrirferð í lunga
- Granuloma (oftast v. sýkinga)
- Lungnabólga
- Ígerðir (abcess) í lunga
- Hamartoma
Illkynja fyrirferð í lunga
- Smáfrumukrabbamein (SCLC)
- Flöguþekjukrabbamein (SCC)
- Kirtilmyndandi krabbamein (AC)
- Stórfrumukrabbamein (LCC)
- Um 95% illkynja æxla í lungum^
Hvað er Hamartoma?
- Algengasta tegund góðkynja æxla í lunga.
- Innihalda “normal” vef:
> Brjósk, bandvef, fituvef og vöðvavef.
> Nema í mjög óeðlilegu magni. - Hafa oft hefðbundið “popkornsútlit” á TS
Illkynja hnútur í lunga
Þættir sem skipta máli:
Klínískir:
- Aldur
- Reykingar
- Fyrri saga um krabbamein
Myndrannsóknir (RTG Pulm, TS Brjósthol)
- Stærð
- Staðsetning
- Kalkanir
- Vaxtarhraði
- Yfirborð (slétt, tennt, lobulerað)
- Þéttleiki (göt, fita, hélubreytingar)
- Skuggaefnis-upphleðsla
Hverjar eru orsakir lungnakrabbameina?
- 80-90% tengd reykingum
Aðrar orsakir: - Erfðir - íslenskar rannsóknir
- Asbest
- Svifryk - þungmálmar
- o.fl.
Einkenni og teikn lungnakrabbameins
Einkenni/teikn Tíðni ( %)
Hósti 8-75
Þyngdartap 0-68
Andnauð 3-60
Brjóstverkur 20-49
Blóðhósti 6-35
Verkir í beinum 6-25
Klumbun (clubbing) 0-20
Hiti 0-20
Slappleiki 0-10
Holæðarheilkenni 0-4
Kyngingarörðugleikar 0-2
Öng- og soghljóð 0-2
Hverjar eru vefjagerðir lungnakrabbameins?
- Smáfrumukrabbamein
- Ekki smáfrumukrabbamein = NSLC
> Flöguþekjukrabbamein
> Kirtilfrumukrabbamein
> Stórfrumukrabbamein
Aðrar tegundir:
> (carcinoid, bronchioalveolar o.fl.)
Hvað er notað til greiningar lungnakrabbameins?
- Lungnamynd
- Tölvusneiðmynd (áhersla)
- Jáeindaskanni (PET)
- Berkjuspeglun (sýnataka) (áhersla)
> oftast gerð bæði til greiningar og sem undirbúningur fyrir aðgerð - Ástunga (sýnataka)
> oftast fínnál - með aðstoð TS
> jafnvel litlir hnútar (< 2 cm)
> illkynja hnútar greinast í 95% tilvikva
> loftbrjóst greinast í 10-35% tilfella, blæðing
Rannsóknir fyrir lungnaskurðaðgerð
Alltaf:
- Fráblástursmæling (spirometria)
- TS af brjóstholi
- Lungnamynd
- Hjartalínurit
- Blóðrannsóknir
Stundum (t.d. ef fyrirhugað lungnabrottnám)
- Segulómun, JS eða JS/TS
- Loftflæðis- og blóðflæðisskann
- Ómskoðun af hjarta
- Blóðgös og VO2 max
Skurðmeðferðir lungnakrabbameins
Læknandi meðferð:
- Blaðnám (lobectomy) - helsta aðgerðin
- Fleygskurður (Wedge resection) - ef léleg lungnastarfsemi
- Lungnabrottnám (pneumonectomy) - miðlæg, stór æxli
Meðferð lungnakrabbameins
Skurðaðgerð
- Vandamál
> Langtímahorfur – lakar
> Endurkoma krabbameina – algeng
> Aðgerðir sjaldnast mögulegar ef N>1 – Jákvæðir miðmætiseitlar, eða ef mein er vaxið þar inn.
Nýjungar í greiningu og meðferð - bættar horfur?
> Myndgreining og skimum
> Geislameðferð
> Krabbameinslyfjameðferð
> Viðbótarmeðferð – fyrir eða eftir skurðaðgerð (adjuvant & neoadjuvant)
Hvað klikkar í skurðmeðferð við lungnakrabbameini?
- Margir greinast eftir aðgerð með útbreiddan sjúkdóm, oftast fjarmeinvörp og deyja úr sjúkdómnum.
- Smásæ meinvörp eru því til staðar við aðgerð.
Áhætta við aðgerð - þekktir áhættuþættir
- 30 d. dánartíðni: Hér á landi
> Blaðnám: <1%
> Lungnabrottnám: ~ 3-4x hærra (4%) - Áhættuþættir aðgerðar
> Léleg lungnastarfsemi eykur verulega áhættu
Hver er algengasta aðgerðin á lungu í dag?
Brjóstholsspeglunaraðgerð
Brjóstholsspeglunaraðgerð (VATS)
- Minni verkir
- Styttri lega, flestir geta útskrifast á degi 2-3
Fylgikvillar við thoracotomoiu, VATS
- Loftleki
- Sýkingar
- Krónískir verkir o.fl.
Aðalatriði um lungnakrabbamein
- Lungnakrabbamein – vaxandi vandamál
- Margir greinast á hærri stigum og með ólæknandi sjúkdóm
- Aðeins 15% læknast með skurðaðgerð, sem er eina læknandi meðferðin
- U.þ.b. 20% af þeim sem greinast með lungnakrabbamein eru á lífi 5 árum frá greiningu
- Horfur eiga vonandi eftir að vænkast