Æxli og aðrir sjúkdómar í lungum (Hjarta/æða) Flashcards
Hvað er Empyema?
Empyema er „graftarkýli“ í fleiðruholi
Hverjar eru orsakir Empyema?
- Í tengslum við lungnabólgu
- Í tengslum við lungnaaðgerð eða ástungu á fleiðru eða lungu.
- Eftir trauma
- Ónæmisbæling
Hver er sjúkdómsgangur Empyema?
Gerist hægt og á löngum tíma, getur orðið stórt og mikið og byrjað að hólfa sig niður (organiserast). Verður á nokkrum vikum mjög afhólfað einsog býflugnabú (honeycombing)
Meðferð Empyema felur í sér?
- Öndunarstuðningsmeðferð eftir atvikum
- Sýklalyf
- Tæma út abscess með grófum brjóstholskera
- Fibronolysis
> Strepto/urokinase sprautað inn í brjóstholskerann til að reyna leysa upp kýlið. - Skurðaðgerð til þess að reyna fjarlægja/skræla út kýlið.
> Opinn eða í gegnum brjóstholssjá (VATS)
Hvað er Pneumothorax?
- Loftbrjóst
Skiptist í þrennt:
- Spondant
- Traumatic
- Iatrogenic
Hver eru einkenni loftbrjósts (pneumothorax)?
- Lang oftast takverkur
- Mæði sem versnar við áreynslu
- Stundum þurr hósti
- Sumir án einkenna, sérstaklega ef lítið
Greining loftbrjósts
- Saga
- RTG Pulm í uppréttri stöðu og útöndun ef hægt er
Hverjir eru meðferðarmöguleikar loftbrjósts?
- Bíða og sjá til
- Lofttæming með nál
- Brjóstholskeri
- Fleiðruerting
- Skurðaðgerð með brjóstholssjá
- Opin brjóstholsaðgerð
Hvaða fylgikvilla geta komið við ísetningu brjóstholskera?
- Verkir
- Blæðing
- Fleiðruholssýking
- Röng staðsetning brjóstholskera
- Lágur blóðþrýstingur
- Lungnabjúgur (vegna skjótrar þenslu á lunga)
Fleiðruvökvi
- Eðlilegt magn: 0.3ml/kg, turnover 0.15ml/kg/klst
Skiptist í tvennt:
- Góðkynja
- Illkynja
Góðkynja fleiðruvökvi
Uppbygging: oftast Transudate(prótein ↓ vökvi)
Orsök: Hjartabilun, ascites, næringarskortur, nýleg brjóstholsskurðaðgerð
Einkenni: Hósti, mæði, andþyngsli, þreyta.
Meðferð: Drenísetning hjá þeim sem eru með mikil einkenni. Lagast oft af sjálfu sér. Þvagræsilyf eru stundum notuð til aðstoðar.
Illkynja fleiðruvökvi
Uppbygging: oftast Exudate(prótein ↑vökvi), sjaldan transudate
Orsök: Oftast secundert við krabbamein
Einkenni: Hósti, mæði, andþyngsli, þreyta. Einstaklingar geta verið einkennalitlir hafi vökvinn þróast hægt og rólega yfir langan tíma.
Meðferð: Drenísetning hjá þeim sem eru með mikil einkenni. Pleurodesa m. talkúm.
Hnútur í lunga (tumor pulm) - faraldsfræði
- 0,2 % lungnamynda
- 90% tilviljanagreindir (incidental)
- Nýgengi aukist hratt - TS
- Frekari aukning væntanleg
Góðkynja fyrirferð í lunga
- Granuloma (oftast v. sýkinga)
- Lungnabólga
- Ígerðir (abcess) í lunga
- Hamartoma
Illkynja fyrirferð í lunga
- Smáfrumukrabbamein (SCLC)
- Flöguþekjukrabbamein (SCC)
- Kirtilmyndandi krabbamein (AC)
- Stórfrumukrabbamein (LCC)
- Um 95% illkynja æxla í lungum^