Bráðir kviðverkir hjá konum (GYN) Flashcards
Almennt um bráða kviðverki
- Kviðverkir sem hafa varað skemur en 1 viku
- Ástæðan fyrir u.þ.b 10% af komum á heilsugæslu
- Oftast önnur einkenni sem fylgja s.s ógleði, uppköst og breytingar á hægðum
- Fleiri mögulegar orsakir hjá konum en körlum
Bráðir kviðverkir - sjúkrasaga
- Staðsetning
- Eðli verkjanna
- þróun
- Annað
Hjá konum:
- Breyting á útferð?
- Tíðarhringur?
- Möguleiki á þungun ?
- Saga um kvensjúkdóma
Hverjar eru orsakir bráðra kviðverkja ?
- skipt í hólf
RUQ:
- Gallsteinar
- Gallblöðrubólga
- Nýrnaskjóðubólga
- Lifrarbólga
- Lungnabólga
RLQ:
- Botnlangabólga
- IBS
- þvagfærasýking
- Kvensjúkdómar
- Torsion af eista
LUQ:
- Magasár
- Nýrnaskjóðubólga
- Lungnabólga
LLQ:
- Divertikulit
- IBS
- þvagfærasýking
- kvensjúkdómar
- torsion af eista
Epigastrial:
- Magasár
- Gallblöðrubólga
- Brisbólga
- Hjartaáfall
Peri-umbilical:
- Smágirnisstífla
- Ristilstífla
- Botnlangabólga
- Æðagúlpur á abdominal aorta
Hvað er legslímuflakk?
Legslímufrumur sem fara á staði sem þær eiga ekki að fara á (t.d á eggjastokinn)
Hverjar eru algengustu orsakir bráðra kviðverkja hjá konum?
- PID (pelvic inflammatory disease)
- Rofin blaðra á eggjastokk
- Botnlangabólga
Hvað er PID (pelvic inflammatory disease) ?
Sýking (oftast bakteríur) sem ‘‘ferðast’’ upp í gegnum legháls og veldur einni eða fleiri sýkinga:
- sýking í endometrium
- sýking í eggjaleiðurum
- sýking í parametrium
- sýking í eggjastokkum
- abscess í eggjaleiðurum eða eggjastokkum
- lífhimnusýking í grind
Hverjir eru áhættuþættir PID?
- Algengast meðal 15-25 ára
- Margir rekkjunautar
- Fyrri saga um kynsjúkdóma
- Ný lykkja - aukin áhætta fyrstu mánuðina eftir uppsetningu
- IVF meððferðir
- Fóstureyðing - með lyfjum eða kirurgisk
- Post-partum
Hverjir eru orsakavaldar PID ?
- Chlamydia trachomatis (algengast)
- Neisseria gonorrhoea
- Blönduð flóra: t.d garnerella vaginalis, mycoplasma, haemophilus influenza, Beta-hemolytiskir streptokokkar, stafylokokkar og E.coli
Hver eru einkenni PID?
- Verkir og eymsli um neðanverðan kvið sem geta komið brátt eða ágerst
- Aukin útferð frá leggöngu
- Breytingar á tíðablæðingum, t.d blettablæðingar
- Hiti og almennur slappleiki
- Ógleði og uppköst
- Óþægindi við samfarir og þvaglát
- Verkir undir rifjum við perihepatitis (FItz-Hugh-Curtis-heilkenni)
Skoðun og rannsóknir PID
- Lífsmörk og almennt ástand
- Kviðskoðun
- Kvenskoðun með stroki í chlamydiu og gonokokka PCR
- Paraklíník: hvít blóðkorn, CRP, þungunarpróf og þvagsýni (með U-hCG)
Hvernig er PID greint?
- Hvað bendir til PID ?
- HVað styður gruninn?
Bendir til PID:
- Eymsli við þreifingu yfir neðanverðum kvið, oft beggja vegna
- Eymsli við þreifingu af legi og adnexum við kvenskoðun
- Dislokationeymsli af leghálsi við kvenskoðun (verkur v. hreyfingu á leghálsi)
Eitt eða fleira af neðangreindu styður grun:
- Hiti > 38°
- Hækkun á CRP og/eða hvítum blóðkornum (> 10þ)
- Sýkingarleg útferð (hvít blóðkorn í útferð)
- Strok frá leggöngum eða leghálsi jákvætt fyrir N.ghonorrhoeae eða C.trachomatis
Hver er meðferð við PID?
- Mikilvægt að meðhöndla við minnsta grun til að koma í veg fyrir fylgikvilla, s.s ófrjósemi
- Per os sýklalyfjameðferð (Doxylin og Metronidazol) í vægum tilfellum
- Sýklalyf í æð í svæsnari tilfellum (Ampicillin og Metronidazol)
- Ef gonokokkar þá ceftriaxone i.m og azithromycin
Hverjir eru fylgikvillar PID?
- u.þ.b 20% fá skaða á eggjaleiðurum (aukin áhætta með auknum fjölda sýkinga og auknum alvarleika)
- skaði á eggjaleiðurum hefur í för með sér aukna áhættu á ófrjósemi og utanlegsþungun. Aukin áhætta við aukinn fjölda sýkinga
> eftir væga sýkingu verða um 10% ófrjóar
> eftir meðalsvæsvna sýkingu verða um 20% ófrjóar
> eftir alvarlega sýkingu verða um 40% ófrjóar - krónískir móðurlífsverkir
- 10-15% fá Fitz-Hugh-Curtis-heilkenni (perihepatitis og samvextir við lifur)
Hvað eru blöðrur (cystur) á eggjastokkum ?
Góðkynja vökvafylltar blöðrur, oftast >30 mm í þvermál
- á hverjum mánuði sjást litlar blöðrur á eggjastokkum (allt að 25 mm í þvermál) í tengslum við egglos - ekki eiginlegar cystur!
Einkenni blaðra á eggjastokkum ?
í flestum tilfellum einkennalausar nema ef:
- þær verða svo stórar að þær þrýsta á þvagblörðu og/eða endaþarm
- þær verða svo stórar að þær valda þenslu á kvið
- þær snúa upp á sig, blæða eða rofna
- þær valda eymslum við kynlíf
Hver eru einkenni rofinnar blöðru á eggjastokk?
Bráðir kviðverkir
- byrja snögglega og geta orðið mjög slæmir
- staðsettir um neðanverðan kvið, oft verri öðru megin
- versna við hreyfingu
- verkur upp í axlir í svæsnum tilfellum
- sársauki við hægðalosun
Hvernig eru rofnar blöðrur á eggjastokkum greindar?
- Dæmigerð saga: skyndilegir sterkir verkir (oft unilateralt í byrjun), versnun við hreyfingu
- ómskoðun um leggöng: frír vökvi og samfallin blaðra