Þvagræsilyf Flashcards
nefnið þvagræsilyf sem virkar gífurlega hratt og afgerandi
Fúrósemíð (Furix® og Lasix®)
nefnið 5 flokka þvagræsilyfja
Tíazíð og skyld lyf Hávirkni lyf (loop diuretics) Kalíumsparandi lyf Osmótísk þvagræsilyf Kolsýruanhýdrasahemlar
nefnið 3 tíazíð og skyld lyf
Klórtíazíð
Hýdróklórtíazíð (Dehydradin, Hydromed)
Bendróflúmetazíð (Centyl)
nefnið 3 hávirkni þvagræsilyf (loop diuretics)
Fúrósemíð (Lasix, Fúrix)
Etakrínsýra (ekki á markaði)
Búmetaníð (Burinex)
nefnið 2 kalíum sparandi þvagræsilyf
Aldósterónblokkar: spirónólakton (spirix, aldactone)
Önnur: amilóríð (Midamor)
nefndu 1 osmótískt þvagræsilyf
Mannitól
nefndu einn kolsýruanhýdrasahemil (þvagræsilyf)
Acetazólamíð
hver eru lyfhrif hávirkni þvagræsilyf og hvaða áhrif hafa þau?
þetta eru lyf eins og:
Fúrósemíð (Lasix, Fúrix)
Etakrínsýra (ekki á markaði)
Búmetaníð (Burinex)
verkun:
- Blokkun NaCl-enduruppsogs í Henles lykkju (Na, K, 2 Cl- samferjur) og nýrnapíplum (tub. prox.)
- Aukin síun í nýrum
- Bein slakandi verkun á bláæðar
Áhrif:
Aukinn útskilnaður á: Na+, Cl-, H2O, K+, Mg2+, Ca2+
Minnkaður útskilnaður á: þvagsýru
Aukin síun í nýrum
hverjar eru aukaverkanir hávirkni þvagræsilyfja?
Aukaverkanir: K+ og Mg2+ tap aukin þvagsýra í blóði hækkaður blóðsykur Beinþynning skemmdir í 8. heilataug (heyrnarskerðing; mjög sjaldgæft, helst við ofskömmtun)
K+ og Mg2+ skortur:
- gefa KCl (í blöndu eða sér, mismunandi lyfjaform)
- gefa K-sparandi (og Mg-sparandi) lyf
- gefa ráðleggingar um mataræði
hverjar eru ábendingarnar fyrir hávirkni þvagræsilyfjum?
bjúgur, einkum þegar skjótra aðgerða er þörf, t.d. við lungnabjúg eða heilabjúg
bjúgur og nýrnabilun, þó ekki þvagþurrð (anuria)
hár blóðþrýstingur einkum ef nýrnabilun er einnig til staðar
(þetta eru lyf eins og:
Fúrósemíð (Lasix, Fúrix)
Etakrínsýra (ekki á markaði)
Búmetaníð (Burinex))
hver eru lyfhrif og áhrif thíazíde og skyldra þvagræsilyfja?
Þetta eru lyf eins og:
Klórtíazíð
Hýdróklórtíazíð (Dehydradin, Hydromed)
Bendróflúmetazíð (Centyl)
Lyfhrif:
1. Blokkun Na-enduruppsogs í nýrnapíplum (tub. dist.)
2. Kolsýruanhýdrasahemlun (veik)
3. Bein slakandi verkun á litlar slagæðar
Áhrif:
1. Aukinn útskilnaður á: Na+, Cl-, H2O, K+, Mg2+, HCO3-
2. Minnkaður útskilnaður á: Ca2+, þvagsýru
3. Síun í nýrum getur minnkað
hverjar eru aukaverkanir Thíazíde þvagræsilyfja?
K+ og Mg2+ tap
Aukin þvagsýra í blóði (getur leitt til þvagsýrugigtar)
Hækkuð blóðfita (hækkun á heildar-kólesteróli)
Hækkaður blóðsykur (tengist sennilega K-tapi vegna þess að insúlínlosun er K-háð)
Aukið Ca2+ í blóði
Nýrnabilun getur versnað (minnkuð síun)
Lifrarbilun getur versnað
Úrræði vegna K+ og Mg2+ skorts:
- gefa KCl (í samsettu lyfjaformi eða sér)
- gefa K-sparandi lyf með
- gefa ráðleggingar um mataræði
nefndu 4 ábendingar fyrir notkun thíazíde þvagræsilyfja
bjúgur (af hvers kyns uppruna)
hár blóðþrýstingur
nýrnasteinar (Ca-steinar)
diabetes insipidus (nefrógen; ADH ónæmi)
fjögur almenn atriði um aldósterone blokkara og verkun þeirra
Samtengdir sterar
Verka í safngöngum
Samkeppnisblokkun við aldósterón (viðtakablokkar)
Lítil þvagræsiverkun
nefnið áhrif, aukaverkanir og ábendingar fyrir aldósterónblokka (kalíumsparandi lyf)
Áhrif:
aukinn útskilnaður á: Na+
minnkaður útskilnaður á: K+ og Mg2+
Aukaverkanir:
hækkað K+ í blóði (meiri hætta hjá öldruðum, við nýrnabilun eða ef K er gefið með)
brjóstastækkun hjá karlmönnum (gynecomastia)
lækkað Na+ í blóði
krabbamein við langtímanotkun (ekki staðfest í mönnum en sést í rottum)
Ábendingar:
afleiddur hyperaldósteronismi (ofseyting aldósteróns)
hjartabilun