Kvíðastillandi lyf Flashcards
Hvaða 7 tegundir kvíðaraskana nefnir MH?
- Almenn kvíðaröskun (Generalized anxiety dx)
- Felmturröskun (Panic disorder)
- Víðáttufælni (Agoraphobia)
- Félagsfælni (Social anxiety disorder)
- Þráhyggju-áráttusýki (Obsessive compulsive dx)
- Áfallastreita (Post-traumati stress disorder)
- Sértæk fælni (Specific phobia)
nefnið 3 primer kvíðastillandi lyf og 5 önnur lyf með verkun á kvíðaraskanir
Primer kvíðastillandi lyf:
- Benzodíazepín (t.d. díazepam, oxazepam)
- Buspirone (virkar á serótóninviðtaka)
- Barbitúröt (lítið notuð í dag)
Önnur lyf með verkun á kvíðaraskanir:
- Ýmis þunglyndislyf (SSRI, TCA)
- Sum geðrofslyf
- Beta-blokkarar (t.d. própranólól, atenólól)
- Flogaveikilyf – (pregabaline = Lyrica®)
- Sum eldri andhistamínlyf (t.d. Phenergan)
lýstu Benzódíazepínum almennt og hvernig þau virka
- Flokkur lyfja (~20) sem hafa sérhæfða verkun á s.k. GABAA viðtaka í miðtaugakerfi
- GABA er aðal hamlandi boðefnið í miðtauga-kerfinu, þ.e. hemur taugaboð
- Lyfin bindast sérstökum benzódíazepín-viðtökum sem leiðir til aukinnar sækni GABA (gamma-amino-butyric-acid) í viðtaka sinn
- Leiðir til tíðari opnunar klóríð ganga
- Hafa einnig óbein áhrif á serótónín og noradrenalín viðtæki
almennta um GABA (γ - aminobutiric acid)
- Algengasta hamlandi boðefni í miðtaugakerfinu. GABA-ergar tauga-frumur mynda ca. 40% af öllum taugungamótum í heilanum
- GABA bindst GABA A - benzódíazepín viðtakanum
- Flest svefnlyf og róandi lyf bindast GABA A viðtakanum og auka áhrif GABA þannig að minni styrk af GABA þarf til að opna jónagöngin. Himnuspenna hækkar, þ.e. aukin hömlun
- Allosteric agonistar: t.d. benzódíazepín, hafa róandi áhrif, hækka krampaþröskuld
- Öfugir agonistar: (inverse agonists) Bindast viðtaka en minnka líkur á að jónagöng opnist. Valda auknum kvíða og lækka krampaþröskuld.
- Antagonistar: Blokka áhrif agonista og öfugagonista en hafa ekki áhrif á himnuspennu, Benzodíazepín antagonisti = Flumazeníl
nefnið 3 stuttverkandi Benzodíazepín (verka skemur en 12 klst)
Lorazepam (Ativan®)
Oxazepam (Sobril®)
Alprazolam (Tafil®)
(algengara að fólk myndi þol og vilji meira af stuttverkandi)
nefnið 4 langverkandi Benzodíazepín (verka lengur en 24 klst)
Díazepam (Valíum®)
Clonazepam (Rivotril®)
Chlordíazepoxide (Líbríum®) Fyrsta lyfið (1960)
Nítrazepam (Dalmadorm®) = Svefnlyf
(langvirku eru líklegri til að safnast upp í líkamanum)
Nefnið 5 atriði sem teljast til klínískrar verkunar Benzodíazepína og 4 ábendingar fyrir notkun
- Róandi og kvíðastillandi (anxiolytic)
- Svefnframkallandi (hypnotic)
- Vöðvaslakandi (muscle relaxant)
- Krampastillandi (anticonvulsive)
- Hindrar alvarleg fráhvarfseinkenni eftir langvinna áfengisneyslu (krampar, delirium tremens)
Ábendingar:
- Kvíði (panic köst, almenn kvíðaröskun etc.)
- Róandi pre-medication fyrir skurðaðgerðir eða rannsóknir eins og maga- og ristilspeglanir
- Gefið í æð til að stöðva alvarlega krampa (status epilepticus)
- Vöðvaslakandi hjá fólki sem þjáist af slæmum vöðvaspösmum eða tímabundinni mikilli vöðvaspennu
nefndu aukaverkanir Benzódíazepína og svo frábendingar
- Sljóleiki og syfja (VARÚÐ: stjórn ökutækja)
- Svimi, óstöðugleiki og drafandi tal
- Minnistruflanir, skert námsgeta
- Pirringur, hömluleysi, aggression (sjaldgæft)
- Öndunarbæling (í ofskömmtum eða ef með öðrum slævandi efnum eins og áfengi)
- Blóðþrýstingsfall (sjaldgæft)
- Ofnæmi fyrir lyfjunum er sjaldgæft
nefndu frábendingar Benzódíazepína
- Lyfja- og áfengisfíkn (mikilvæg)
- Alvarlegir lungnasjúkdómar eða öndunarbilun
- Alvarlegir lifrarsjúkdómar (vegna skerts niðurbrots)
- Meðganga og brjóstgjöf (þó undantekningar)
__ - Lýst hefur verið ákveðnum fæðingargöllum sem gætu tengst benzódíazepínlyfjum en þessi gögn eru ekki mjög skýr
Hvað þarf að gefa Benzódíazepín lengi til að myndist þol og hvað tekur langan tíma fyrir fráhvörfin að koma fram?
Þol myndast ekki ef lyfin eru tekin í stuttan tíma (1-3 vikur)
Fráhvörf byrja 2-3 dögum eftir að stuttverkandi lyfjum er hætt en 7 dögum eftir að langverkandi lyfjum er hætt
Hver er “mikilvægasta” fráhvarfseinkenni eftir Benzódíazepín lyfjagjöf og hver eru hin?
Óráð (delirium): ruglástand þar sem viðkomandi verður illa áttaður með sveiflótt meðvitundar-ástand og jafnvel með ofskynjanir
hin: Hratt vaxandi spenna og kvíði Svefnleysi Skjálfti Vöðvakippir Aukin næmni fyrir skynáreitum (ljós, hljóð etc) (krampar, sjaldgæfir)
nefndu einn Benzodíazepínantagonista og smá um hann
Flumazeníl:
Blokkerar benzódíazepínviðtaka
Snýr við áhrifum benzódíazepínlyfja
Verkar á 1-2 mínútum og nær hámarksvirkni á 6-10 mínútum (gefið í æð)
Notað til að vekja fólk upp ef ofskammtur
Einnig til að greina orsök meðvitundarleysis þegar ekki er vitað hvað viðkomandi tók
Fylgjast vel með fólki (Getur farið í skyndileg mikil fráhvörf/krampa / Getur sofnað aftur þegar áhrifin fjara út og benzóáhrif eru enn til staðar)
Lýstu Barbítúrötum aðeins
Komu fram 1903 – Lítið notuð í dag
Benzódíazepín leystu þau af hólmi um 1960
Auka GABA virkni líklegast í tengslum við benzódíazepín viðtaka – bein áhrif á Cl
Meiri hætta á öndunar- og hjartsláttar-bælingu en af benzódíazepínlyfjum
Sérlega hættuleg með öðrum slævandi efnum eins og alkóhóli
Þol myndast fljótt og fíknihætta er veruleg
Dauðsföll voru nokkuð algeng áður fyrr
líklega búið að afskrá þau á íslandi (og þá ekki hægt að skrifa upp á þau á töfluformi)
Lýstu Buspironei aðeins
- Hefur engin áhrif á benzódíazepínviðtaka
- Hefur áhrif á serótóninviðtaka
- Partial agonisti á serotonin 1A (5HT1A) (Tengist einnig dópamín viðtökum)
- Veldur ekki sljóleika – hefur ekki róandi áhrif og áhrifin því ólík benzódíazepínum
- Tekur 2-3 vikur að virka
- Þolmyndun og fíkn er ekki þekkt
- Kvíðastillandi verkun er ekki eins öflug og af benzódíazepínlyfjum.
- Verkar ekki á fælnikvíðaraskanir (phobias)
- Ekki krossþol við benzódíazepín eða önnur róandi lyf
hverjar eru aukaverkanir Buspironea?
Höfuðverkur
Svimi
Ógleði