Sterk verkjalyf Flashcards
hvaða mænubraut leiðir sársauka?
spinothalamic
a brautir = hröð boð (mýelín)
c brautir = hægari boð
hvað er taugaverkur?
neuropathic pain (taugaverkur) þá heldur MTK að það séu skemmdir í líkamanum þó það séu litlar sem engar skemmdir í líkamanum og svo er erfitt að sannfæra MTK að hafa ekki áhyggjur af þessu
Þegar kemur að taugaverk er miklu erfiðara að taka á því og lyfjagjöf verður miklu flóknari og ekki beint skynsamleg
- Annars eðlis en sársauki, getur verið viðhaldið af bólgum eða aukinni næmni
- Er oft ónæmur fyrir morfínlyfjum eða lágum styrk þeirra
- Lyf sem hafa áhrif á upptöku NA geta virkað (t.d. amitriptyline)
- Lyf sem hindra/binda spennuháð calcium göng (t.d. gabapentin)
- Lidocaine
nefndu viðtaka og boðefni sem valda sársauka
- TRPV1 • Bradykinin viðtakar • (bradykinin eitt og sér = lítil viðbrögð, en sársauki ef Prostaglandin með) • Histamín • K+ • ATP • Adenosine • 5HT • NGF • CB1 viðtakar? • NMDA á 2°
hvað gera bradykinin?
• Bradykinin og kalidin
• Bradykinin leiðir til virkjunnar á TRPV1
– Eykur næmni (hyperalgesia)
• Bradykinin ýtir undir losun prostaglandins
• PG hindrar K+ göng
– Eykur næmni (hyperalgesia)
• Mögnun viðbragða á sér stað
hvernig getum við stöðvað sársaukaboð alveg frá ákveðnum stað? (hvernig virka staðdeyfilyf?)
til að stöðva sársaukaboð alveg, á einfaldan hátt, getum við stöðvað spennuháðu Na+ göngin alveg (það kemur ekki í veg fyrir bólgu en þetta kemur í veg fyrir að sáraukaboð geta borist, verða ekki himnuspennubreytingar). Og þarna virka staðdeyfilyfin, staðdeyfilyf tengjast spennuháðum Na+ á óvirku formi og kemur í veg fyrir virkjun þeirra
Áhrif á minni síma frekar og frekar á C en Adelta
Stöðugleiki lyfs fer eftir Ester eða amín tengi
segðu aðeins frá spennuháðum Na+ göngum og þekktum taugaeitrum (hann sagði mikilvæg glæra)
Spennuháð Na-göng forsenda boðspennu
• Opnun-lokun v.s. Inactive
• Staðdeyfilyf binda óvirkt form og stöðva flutning Na+ (enda öll á -ain)
Þekkt Taugaeitur
• Antagonisti Tetrodotoxin–Fugu
• 200 manns árlega/4-6 tímar
• Agonistar sporðdrekaeitur ,sea anome (stytta á óvirkjun)
Eitrunaráhrifin eru eftir því
• Lömun
vs
• Vöðvakrampar
Tetratodoxin veldur að lokum því að þú lamist alveg en hefur enn þá fulla meðvitund (mjög ógeðsleg leið til að deyja)
hvernig hefur sýrustig áhrif á staðdeyfilyf?
Flest staðdeyfilyf eru basar og við viljum hafa þau á óskautuðu formi svo þau komist inn í frumuna og geti tengst Na+göngum innanfrá. En þegar umhverfið verður súrt (t.d. Við bólgu) er líklegra að staðdeyfilyfin verði jónuð og komist þá ekki á réttan stað til að virka og því virka staðdeyfilyf verr ef mikil bólga (líklega þess vegna gott að gefa bólgueyðandi og verkjalyf saman)
hverjar eru mögulegar aukaverkanir staðdeyfilyfja?
- Æðavíkkandi
- Dreifast um líkama
(Hann nefnir að staðdeyfilyf almennt séu æðavíkkandi (en MH nefndi að kókain væri stundum notað í HNE aðgerðum v/ æðaþrengjandi verka og er það þannig að kókain er líka með norepinephrine virkni (það sem veldur vímunni) og það er í raun það sem veldur æðaþrengingunni. Önnur kókain lík staðdeyfilyf hafa ekki þessi sympatísku áhrif og því oft gefin adrenvirk lyf með staðdeyfingu til að valda einmitt vasoconstriction svo að staðdeyfingin fari ekki hvert sem er.)
hvað gerist við frumu þegar opíoið viðtakar eru virkjaðir?
• Viðtakarnir ýta undir að K+ leki út og Ca++ komist ekki inn
–> himnuspennan verður enn neikvæðari –> erfiðara að ná boðspennu
hvað eru hyperalgesia og allodynia?
- Hyperalgesia = aukið viðbragð við litlu áreiti
* Allodynia = sársaukaviðbragð t.d. við snertingu eða án örvunar
hvernig virka Sterk verkjalyf (Morfínlyf)?
Lyf, sem hamla sársaukaflytjandi boðum í MTK og þar með skynjun sársauka
Virkni þeirra á frumur:
• G prótein viðtakar
• Inwardly rectifying K+ opnaðir –> stöðva boðspennu myndun
• MAP kínasa virkni -> langtíma áhrif
• Losun histamíns (morfín)
- Notkun morfíns kallar fram minnkað næmni (þol)
- En einnig oft aukningu í sársaukaskyni
- Vinnur gegn hvoru öðru
- Klíník: Skipta um lyf, beita NMDA antagonistum.
(eins og hann lýsti með mynd uppi á töflu:
Til frumur í mænunni sem slökkva á 2° taugafrumunni (sem ber sársaukaboð) og eru frumur í PAG sem hvetja frumur í raphe (dreif) til að hvetja frumur í mænu sem hvetja þessar inhibitory frumur í mænu til að slökkva á 2° sársaukafrumunum og koma þannig í veg fyrir að sársauki frá sársaukastað berist. Svo eru aðrar frumur í PAG sem hafa hindrandi áhrif á þessar hvetjandi PAG frumur almennt og þess vegna finnum við sársauka en þá sjáum við að við myndum helst vilja draga úr virkni þessara hamlandi frumna (svo að meiri hömlun verður á 2° sársaukafrumunum) eða hamla beint 2° frumunum eða hamla 3° frumurnar (og á þessum þremur frumum viljum við hafa viðtaka og það eru morfínviðtakar á þessum þremur frumum, en morfin slekkur á frumum. Ef þetta virkar allt hjá okkur erum við að slökkva á aðlægu brautunum sem eru að bera sársauka upp í heila)
nefndu nokkur morfínlyf
morfín kódein tramadól fentanýl oxykódón heróín (fer hraðar yfir BBB og breytist þar í morfín) petidín ketóbemidon
Hvað verka morfínlyf á líka (ekki bara verkjastilling) og hverjar eru mögulegar aukaverkanir?
- Auk þess að vera verkjadeyfandi hafa lyf af þessum flokki hóstastillandi og hægðastillandi verkun. Er einnig notað til lækninga.
- Aðrar verkanir (aukaverkanir): öndunarbæling, þrenging á ljósopi, slæving, vanlíðan og rangskynjanir, vellíðan (víma) og fíkn.
segðu aðeins frá því hvar við finnum ópíóíð viðtaka og nefndu antagonista
Eru í PAG og í mænu og víðar
antagónistar (slökkva á sársaukaboðum)
Naloxone antagonisti
Naletrexone antagonisti (stöðugri)
enkephalin (peptíð í líkamanum)
(Naloxone has an extremely high affinity for μ-opioid receptors in the CNS. Naloxone is a μ-opioid receptor competitive antagonist, and its rapid blockade of those receptors often produces rapid onset of withdrawal symptoms. Naloxone also has an antagonist action, though with a lower affinity, at κ- and δ-opioid receptors.)
hverjir eru þrír helstu ópíóíð viðtakarnir? Hver er aðalviðtakinn og hvern myndir þú helst nota í öndunarbiluðum einstaklingum?
µ (algengasti, eini sem deyfir ofan mænu og virkar best í mænu og ÚTK, veldur mestu vímunni)
∆ (virkar betur í ÚTK en smá í mænu)
Kappa (eini sem veldur ekki öndunarbælingu en veldur meiri vanlíðan) (virkar best í mænu)
allir valda svo hægðatregðu og µ og kappa valda ljósopsminnkun