Milliverkanir lyfja Flashcards
nefnið 7 helstu tegundir milliverkana
- Frásog. Eitt lyf hefur áhrif á frásog og aðgengi annars lyfs, bæði til þess að minnka og auka aðgengi. Mörg dæmi eru til um þetta.
- Próteinbinding/dreifing. Flestar milliverkanir á þessum grunni hafa áhrif á próteinbindingu, þ.e.a.s. lyf keppa um próteinbindingu hvert við annað og hrinda hvert öðru úr próteinbindingu. Aðallega er um að ræða bindingu við plasmaprótein og þá sérstaklega albúmín.
- Staðbundinn flutningur eða losun. Lýsir fáum dæmum.
- Tenging á viðtaka. Aðallega um að ræða virk efni og blokka, þ.e. blokkar hindra áhrif virka efnisins.
- Umbrot. Fjöldi dæma. Eitt lyf dregur úr umbrotum annars lyfs eða eykur umbrotahraða annarra lyfja.
- Útskilnaður, aðallega í nýrum. Lyf getur aukið eða hægt á útskilnaði.
- Milliverkanir in vitro.
hvernig hafa lykjakol áhrif á frásog og aðgengi lyfja?
Lyfjakolin eru sérstaklega meðhöndluð viðarkol, með stórt og virkt yfirborð þannig að þau aðsoga (absorbera) ýmis efni.
Þau frásogast ekki og þannig kemur þetta í veg fyrir frásog. Þetta er mikið notað í sambandi við lyfjaeitranir. Við lyfjaeitrun er dælt upp úr maganum svo skolað með saltvatni og að lokum skolað með blöndu af lyfjakolum. Farið að selja lyfjakol í töfluformi í náttúrulækningabúðum og fólki ráðlagt að bryðja þetta, slíkt getur í mörgum tilvikum eyðilagt lyfjameðferð
hvað gerist ef eitt lyf hrindir öðru úr próteinbindingu í plasma?
- Minni heildarþéttni lyfsins (lyfjanna) í plasma.
- Aukin þéttni óbundinna lyfjasameinda í plasma og vefjum.
- Aukin lyfjaverkun þar sem óbundnar en ekki bundnar sameindir tengjast viðtökum.
- Warfarín - Aukinn hraði umbrota/útskilnaðar.
hvernig eru verkanir adrenalíns og gúanetidins á einhvern sem er á TCA lyfjum?
Þríhringlaga þunglyndislyf (TCA) hindra upptöku adrenalíns og noradrenalíns í taugaenda. Sérstök amínpumpa flytur adrenalín og það er hún sem hamlast.
Ef adrenalín er gefið hefur það því mun kröftugri og lengri verkun.
Lyfið guanetidin nýtir sér amínpumpuna til að komast inn í taugaenda þar sem það verkar og því veldur hömlun hennar því að þetta lyf kemst ekki inn og verkun þess verður að sama skapi lítil.
Hvað gerist ef einstaklingur er bæði á 6-merkaptópúrin (krabbameinslyf) og allópúrinól (xantin oxidasa blokkari) ?
Xantin oxidasi umbrýtur 6-merkaptópúrín og ef hann er hamlaður með allópúrinóli verður verkun 6- merkaptópúrins lengri og meiri. Þannig lyfjablanda væri mjög hættuleg
Hvað gerist ef einstaklingur er bæði á Súxametón og kólinesterasahemlum?
Kólínesterasi umbrýtur súxameton og ef hann er hamlaður fæst mun lengri verkun
hvað er “ensíminnleiðsla í lifur”?
Ensímframleiðsla eykst og kerfið verður virkara.
Efni sem umbrotna hraðar vegna enzýminnleiðslu. a) Testósteron, östradíól. b)Barksterar. c) Díkúmaról. d) Fenytoin. e) Þríhringlaga þunglyndislyf. f) Warfarín
hvaða áhrif hefur sýrustig þvags á útskilnað lyfja?
Veik sýra (t.d. fenemal) útskilst hratt í basísku þvagi og veikur basi (t.d. amfetamín) hratt í súru þvagi vegna þess að við þessar aðstæður eru efnin mjög jónuð og enduruppsog því minna.
Þvag má auðveldlega gera basiskt með því að gefa bíkarbónat (NaHCO3-) eða súrt með því að gefa ammóníumklóríð (NH4Cl).