Þroskafrávik og greind Flashcards

1
Q

Hverjir gerðu fyrsta greindarprófið?

A

Binet og Simon gerðu fyrsta greindarprófið upp úr aldamótum. Prófinu var ætlað að meta getu barna til náms og mældi greindaraldur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvernig er greindarvísitala mæld?

A

Greindaraldur/lífaldurx100. Greind er núna metin út frá normalkúrfu. Normaldreifing þar sem 68,3% eru meðalgreind frá 85-115, en 2,15% eru annars vegar greindarskertir og hins vegar bráðgerir. Greind barna er borin saman við önnur börn á sama aldri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er greind?

A

Menn greinir nokkuð á um hvað greind er, en hún er menningarbundin að hluta. Viðhorf sálmælinga er nokkuð viðurkennd, en þá er litið á greind sem þátt eða þætti sem fólk hefur mismiklu mæli. Skilgreiningar á greind eru mismunandi eftir menningarsvæðum og gætu miðast við félasglega getu, frekar en vitsmunalega.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Tilurð og saga greindarprófa

A

Binet, Stanford-Binet, Terman-Merill, Matthíasarprófið. Mest notað: Wechsler próf (3 gerðir, WPSSI (ung börn), WISC (skólabörn) og WAIS (fullorðnir). Prófið er í tveimur hlutum, málfarslegum og verklegum. Nýjasta útgáfan er 4 hlutar (Málstarf, skynhugsun, vinnsluminni og vinnsluhraði). Önnur próf eru t.d. Ravens (metur skynjun/ályktun - síður háð máli/menningu) og Þroskapróf (mæla ekki greind).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er þríþáttakenning Sternberg?

A

Þrjár gerði greindar:
- Greinandi (getan til að greina, dæma, meta og bera saman)
- Skapandi (getan til að búa til, finna upp, uppgötva og ímynda sér eða álíta)
- Hagnýt (getan til að nýta sér þekkingu í verki). Sternberg segir að fólk geti haft misgóða greind í hverri gerð, en venjuleg greindarpróf mæli einungis greinandi greind.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hverjar eru fjölgreindir Gardners?

A

Fólk hefur 8 (9) greindir:
* 1. Málgreind (linguistic intelligence)
* 2. Rök-og stærðfræðigreind (logical-mathematical
intelligence),
* 3. Rýmisgreind (spatial intelligence),
* 4. Tónlistargreind (musical intelligence),
* 5. Hreyfigreind (body-kinesthetic intelligence),
* 6. Samskiptagreind (interpersonal intelligence),
* 7. Sjálfsþekkingargreind (intrapersonal
intelligence)
* 8. Náttúrugreind (natural intelligence).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er greindarskerðing/þroskahömlun?

A

Skilgreining er að greindarvísitala sé undir 70, aðlögun er ábótavant og þarf að hafa komið fram fyrir 18 ára aldur. Þroskahömlun er stigskipt miðað við greindarvísitölu, flestir eru með væga greindarvísitölu (55-70), en einnig eru dæmi um miðlungs (40-55), alvarlega (25-40) og mjög alvarlega þroskahömlun, sem eru undir 25 stigum. Hugsun er hægari og hlutbundnari. Minni vitund um eigin hugarstarfsemi. Erfiðara með að yfiræfra úr einum aðstæðum í aðrar. Þroskast hægar og mikil áhrif á félagslega stöðu. Orsakir eru margvíslegar. Í þriðjungi tilfella eru orsakir ekki þekktar, en einnig geta orsakavaldar verið erfðir, t.d. litningagallar (Downs), áhrif á meðgöngu, t.d. áfengi, sjúkdómar eða súrefnisskortur haft áhrif. Þessi börn þurfa á stuðningi í námi að halda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað eru bráðgerir nemendur?

A

Há greind samkvæmt greindarprófi, 130 eða hærra. Þau vinna hratt og vel úr upplýsingum, eiga auðvelt með að læra. Þau eru meðvituð um eigin hugarstarfssemi, eiga auðvelt með að yfirfæra kunnáttu. Eru oft þrautseig og áhugasöm. Í seinni tíð einnig afburðahæfni á einu eða fleiri sérsviðum. Þau hafa sérþarfir í skóla, ef þau fá ekki viðfangsefni við hæfi getur það leitt til leiða, en mikil frávik geta reynst erfið félagslega. Aðferðir til að koma til móts við bráðger börn í skóla eru m.a. að flýta í námi (ekki jafn algengt í dag) og einstaklingsmiðað nám, auðgun námsefnis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hverjir teljast meðalgreindir?

A

Þeir sem eru með greindarvísitölu 85-115.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað eru úthverfar raskanir?

A

Einkennast af því að atferli beinist út á við, að öðrum.
o Hegðunarröskun: Getur hafist í bernsku eða á unglingsárum.
o Afbrotahegðun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað eru innhverfar raskanir?

A

Það sem ekki sést greinilega.
o Átraskanir:
* Lotugræðgi: Hugsa mikið um mat, átköst, hræddar við að vera feitar, framkalla uppköst. Bitnar á heilsu: tennur, efnaskipti og ofþornun. Orsakaþáttur er dýrkun a grönnum líkömum.
* Lystarstol: Sjúkleg megrun, truflun á líkamsímynd. Getur leitt til dauða.
o Þunglyndi: Áhugaleysi, þung í skapi eða niðurdregin, skortur á gleði. Metið út frá tímalengd og alvarleika. Tiltölulega óalgengt hjá ungum börn, um 1-2%. Eykst á unglingsárum og verður þá algengara hjá stúlkum. Virðist vera að aukast í seinni tíð. Þunglyndi hægir á hugsun, getur tengst neyslu ávana- og fíkniefna og eykur hættu á sjálfsvígum. Orsakir eru trúlega samspil ýmissa þátta, s.s. erfðir, streita, félags- og sálfræðilegir þættir.
o Kvíði: Kvíði er eðlileg tilfinning en mikill kvíði truflar líf viðkomandi og er þá orðið að kvíðaröskun. Tíðni er 6-18%. Nokkrar gerðir kvíðaraskana eru aðskilnaðarkvíði, almennur kvíði, fælni og félagsfælni/kvíði. Kvíði birtist á mismunandi hátt eftir aldri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvaða hugtak var áður notað yfir ADHD?

A

Misþroski (DAMP). Fyrst lýst árið 1902.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hversu margir eru með athyglisbrest með eða án ofvirkni?

A

5-10% barna en 4-5% fullorðinna. Algengara hjá drengjum en stúlkum 2-4:1, en stúlkur eru þó líklega vangreindar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hver eru kjarnaeinkenni ADHD?

A

o Athyglisbrestur: Erfitt að einbeita sér, eru viðkvæm fyrir utanaðkomandi áreitum, skipulagsleysi, fara úr einu hálfkláruðu verkefni yfir í annað. Geta þó sökkt sér niður í ákveðin verkefni sem þeim finnst spennandi.
o Hreyfióróleiki/Ofvirkni: Eiga erfitt með að vera kyrr, eru á iði og tala hátt og mikið.
o Hvatvísi: Framkvæma áður en þau hugsa og geta farið sér að voða, grípa fram í fyrir öðrum og ryðjast inn í leiki hjá öðrum börnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvernig er greining ADHD hér á landi?

A

Greining hér á landi byggir greiningarkerfum DSM V
og ICD-10 (11).
Einkennin þurfa að hafa komið fram fyrir 12 ára
(áður 7 ára) aldur og við fleiri en einar aðstæður
(t.d bæði í skóla eða heima).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hverjar eru orsakir ADHD?

A

Rannsóknir benda til þess að þær séu líffræðilegar og megi rekja til frávika í starfssemi heila. Minnkuð starfssemi á heilavsæðum sem hafa með sjálfsstjórn að gera (framheili) og ójafnvægi í boðefnum heila. Líklegir orsakavaldar eru erfðir og umhverfisþættir, t.d. ávana- og fíkniefni, sjúkdómar eða skemmdir í taugakerfi, vandkvæði í meðgöngu eða fæðingu. Þættir á borð við sykurneyslu og félagsleg áhrif ein og sér eru ekki taldir valda ADHD.

17
Q

Hverjir eru erfiðleikar ADHD?

A

Líklegri til erfiðleika á sviðum náms, upplýsingavinnslu (t.d. við stýriferli og vinnsluminni), samskipta, sjálfsmyndar og aukin hætta á ávana- og fíkniefnaneyslu. Viðbrögð umhverfis geta skipt miklu máli. Ekki er þó eingöngu neikvætt að vera með ADHD.

18
Q

Hverjar eru fylgiraskanir ADHD?

A

Nokkur hluti þeirra sýnir andfélagslega hegðun, hegðunarröskun og misnotkun fíkniefna. Meira en helmingur barna með ADHD er einnig með…
o mótþróaþrjóskuröskun (viðvarandi mótþrói, ósamvinnuþýðni og neikvæðni. meira en gerist og gengur hjá jafnöldrum),
o hegðunarröskun (mun alvarlegra ástand, árásargirni gagnvart fólki og dýrum, skemmdir á eignum, brotleg við reglur samfélagsins (afbrotahegðun)),
o sértæka námsörðugleika, kvíða, þráhyggju- árátturöskun eða þunglyndi. Einnig er algent að ADHD og Tourette heilkenni fari saman.

19
Q

Hver mörg prósent barna með ADHD halda áfram að vera með einkenni fram á fullorðinsár?

A

30-70%

20
Q

Hvaða meðferð er í boði fyrir börn með ADHD?

A

Atferlismótun, lyfjagjöf, foreldranámskeið o.fl. Mikilvægt er að starfsfólk í skólakerfinu hafi þekkingu og úrræði varðandi kennslu. Góð samvinna foreldra og skóla er mikilvæg. ADHD samtökin bjóða upp á foreldranámskeið, heilbrigðiskerfið býður upp á BUGL o.fl.

21
Q

Er ADHD ættgengt?

A

Talsverðar líkur eru á að fleiri í fjölskyldunni séu með ADHD eða önnur frávik. Erfitt uppeldisverkefni sem reynir á foreldra: streita, depurð, vantrú á eigin hæfni, áhyggjur af barninu, framtíð þess og félagslegum samskiptum. Þau þurfa að vera talsmenn barnsins í skólanum og víða annars staðar.

22
Q

Hvenær var einhverfu fyrst lýst?

A

Einhverfu var fyrst lýst árið 1943 af Kanner en hann lýsti börnum sem virtust ekki geta tengst öðru fólki, haft samskipti á eðlilegan hátt auk þess sem geta þeirra til tjáskipta var skert. Á sama tíma lýsir Asperger börnum með samskonar einkenni. Lengi var haldið að orsök væri uppeldisleg, þ.e. kaldar mæður. Nú er orsök talin líffræðileg og talað um raskanir á einhverfurófi.

23
Q

Hver eru helstu einkenni dæmigerðrar einhverfu?

A

Skerðing á þremur sviðum. Auk þess er skerðing á greind en lítill hópur sýnir afburðahæfni á þröngu sviði.
o Tengsl, samskipti: skortir gagnkvæmi og tengsl.
o Tjáskipti, málþroski: læra seint eða ekki að tala. Mál er sérkennilegt.
o Áráttukennd hegðun: Þröng áhugasvið, endurtekin hegðun.

24
Q

Hver er orsök einhverfu?

A

Orsök ekki fyllilega vituð, talið frávik í starfssemi heila. Erfðir koma eitthvað við sögu. Tíðni hefur verið að aukast síðustu ár. Frávik í skynjun. Talið er að einhverf börn skorti kenningu um hugann (theory of mind). Þau hafa oft meiri áhuga á hlutum en fólki og eiga erfitt með að skilja viðbrögð fólks. Einkenni koma snemma fram, yfirleitt fyrir 3 ára aldur. Málþroski vekur oft fyrstu grunsemdir um frávik. Þau sýna litla félagslega svörun, engin gagnkvæmni og þeim líkar ekki við snertingu. Forðast samskipti, augnsamband, ekki þykjustuleikur en sýna áráttukennda, endurtekna hegðun, t.d. geta snúið sama leikfanginu fyrir sér tímunum saman. Engin lækning til en mikilvægt er að hefja íhlutun snemma. Horfur fara eftir alvarleika einkenna. Þeir sem hafa vægari einkenni (Asperger) geta spjarað sig nokkuð vel en eiga þó í nokkrum erfiðleikum hvað félagsleg samskipti varðar. Úrræði eru skipulögð kennsla (TEACCH) og atferlismeðferð.

25
Q

Áður voru raskanir á einhverfurófi
metnar/greindar samkvæmt hvaða flokkum?

A

Dæmigerð einhverfa
* Ódæmigerð einhverfa
* Asperger heilkenni
* Einhverfulík einkenni ásamt öðrum frávikum/gráa svæðið

Sjaldgæfari raskanir
Heilkenni Retts
Upplausnarþroskaröskun