Kafli 2 - Áhrif erfða á þroska Flashcards
Hvað eru erfðir?
Þeir líffræðilegu eiginleikar sem færast frá einni kynslóð til annarrar.
Hvað er gen?
Hluti af DNA sameind, sem virkar líkt og erfðauppskrift fyrir lífveruna.
Gen er grunneining erfða.
Hvað er arfgerð?
Öll þau gen sem við erfum frá foreldrum. Uppskrift/forrit um eiginleika okkar.
Hvað er svipgerð?
Hvernig arfgerð birtist í sjáanlegum eða mælanlegum eiginleikum, hvernig arfgerðin og umhverfið vinna saman. Flestir eiginleikar eru afleiðing samspils erfða og umhverfis.
Hvað er náttúruval?
Þeir eiginleikar sem gera lífverur líklegri til að lifa af eru líklegri til að erfast til næstu kynslóðar - þannig detta slæmir eiginleikar smám saman út (survival of the fittest).
Litningar og gen
- Erfðaefnið er geymt í litningum (chromosomes) í frumukjarna sem er úr “upprúlluðum” DNA sameindum og á þeim eru genin sem geyma forskrift að eiginleikum okkar.
- Litningur er líkan gert úr genum, í mönnum eru 46 litningar í öllum frumum, nema sæði og eggfrumum.
- DNA: Löng tvíþráða sameind sem myndar litninga.
- Mítósa: Venjuleg frumuskipting, dótturfrumur fá 46 litninga eins og móðurfruma.
- Meiósa: Skipting kynfrumna, kynfrumur hafa helming erfðaefnis venjulegra frumna eða 23 litninga. Ein 46 litninga fruma myndar kynfrumur.
Hvað er mítósa?
Venjuleg frumuskipting, dótturfrumur fá 46 litninga eins og móðurfruma.
Hvað er meiósa?
Skipting kynfrumna, kynfrumur hafa helming erfðaefnis venjulegra frumna eða 23 litninga. Ein 46 litninga fruma myndar kynfrumur.
Hvað er okfruma?
Frjóvguð eggfruma, sem hefur að geyma alla litninga hins verðandi einstaklings, samblanda frá báðum foreldrum. 23 litningar frá hvoru foreldra okkar, samtals 46 litninga í 23 pörum. Litningarnir koma úr kynfrumum foreldra (egg- og sæðisfrumu).
Eineggja tvíburar
Tvíburar sem verða til úr einni okfrumu og hafa þar af leiðandi sömu arfgerð. 1:250 fæðinga eru eineggja tvíburar.
Tvíeggja tvíburar
Tvíburar sem verða til úr tveimur okfrumum og eru ekkert skyldari en venjuleg systkini. Tvær sæðisfrumur og tvær eggfrumur.
Kyn: X- og Y- litningur
Litningur nr. 23 er kynlitningur. Eggfrumur eru einungis X-litningar en sæði er annað hvort X- eða Y-litningur og stjórnar kyni barnsins. Tvö X verða að stelpu en XY verða að strák. Hinir 22 litningarnir eru kallaðir autosomes). X-litningur er stór en Y-litningur er minni.
Hvað eru erfðavísar?
Þeir geyma forrit af eiginleikum okkar á táknmáli DNA sameinda. Umhverfi getur haft áhrif á hvernig genin birtast í svipgerð og hvernig gen verka saman.
Hvað er einsleitni/arfhreinn?
Gen fyrir tiltekinn eiginleika segja fyrir um samskonar einkenni eiginleikans. Einstaklingur erfir sama gen frá báðum foreldrum og eiginleiki kemur fram.
Hvað er misleitni/arfblendni?
Einstaklingur fær mismunandi gen frá foreldrum sínum (blá eða brún augu) sem segja til um mismunandi einkenni/eiginleika.
Hvað er ríkjandi gen?
Annað genið er “frekja”, bælir hitt genið niður og kemur fram í svipgerð.
Hvað er víkjandi gen?
Genið er bælt niður og kemur því ekki fram í svipgerð.
Hvað er X -tengt víkjandi gen?
Eiginleikar sem ákvarðast af víkjandi genum á kynlitningum haga sér eins og ríkjandi gen hjá körlum en ekki konum.
Hvað er jafnríkjandi gen?
Báðir eiginleikarnir koma fram (blóðflokkur barns gæti orðið blanda af blóðflokki foreldranna, AB - eða húðlit, annað með dökka húð, hitt með ljósa og húðlitur barnsins verður mitt á milli).
Hvað er beri?
Einstaklingar með víkjandi gen sem kemur ekki fram í svipgerð, en getur samt komið fram á börnum hans.
Hvað er fjölgena?
Mörg gen segja fyrir um eiginleikann sem kemur fram. Flestir eiginleikar okkar eru fjölgena, þ.e. mörg gen segja fyrir um eiginleikann.
Hvaða sjúkdóma má rekja til erfða?
*Dæmi um sjúkdóma: PKU, sem erfist með víkjandi geni (Geta ekki melt prótín).
Einnig frávik sem rekja má til litninga, Downs-heilkenni (Auka litningur í pari nr. 21, andleg- og líkamleg þroskahömlun), Klinefelter-heilkenni (Auka X litningur á karlkyni, kynfæri þroskast ekki fullnægjandi), Turner-heilkenni (Vantar X-litning hjá konum, lágvaxinn, verður ekki kynþroska).
Hvað ákvarðar svipgerð?
Umhverfi og erfðir vinna saman á flókinn hátt til að ákvarða svipgerð okkar. Misjafnt er eftir eiginleikum hversu mikil áhrif umhverfi og erfðir hafa á svipgerð.
Sveigjanleiki svipgerðar: Felur í sér hversu mikil áhrif umhverfið hefur á svipgerðina, frekar en einungis eiginleikar arfgerðarinnar.
Hvað er “canalized” gen?
Eiginleikar sem eru nánast ósveigjanlegir, óháð breytileika umhverfis og arfgerðar.
Hvað er erfðastuðull?
Að hve miklu leyti sé hægt að rekja einstaklingsmun á ákveðnum eiginleika til erfða. Til þess eru notaðar skyldleikarannsóknir, til að meta þátt erfða í tilteknum eiginleika. Rannsóknir sem nýta sér náttúrulegt ástand skyldleika, til að meta framlag erfða og umhverfis í eiginleika svipgerðar.
Hvað eru fjölskyldurannsóknir?
Rannsókn sem ber saman meðlimi sömu fjölskyldu til að greina hversu lík þau eru í ákveðnum eiginleika.
Hvað eru tvíburarannsóknir?
Eineggja og tvíeggja tvíburar af sama kyni eru bornir saman, og saman við aðra fjölskyldumeðlimi, til að kanna hvaða eiginleikar eru sameiginlegir.
Hvað eru ættleiðingarannsóknir?
Ættleiddir einstaklingar eru bornir saman við líffræðilega ættingja annars vegar og hins vegar við fósturfjölskyldu sína.