Kafli 11 - Líkams- og vitsmunaþroski á skólaaldri Flashcards
Hvernig er vöxtur barna á skólaaldri?
Stærð og styrkur barna eykst mjög í miðbernsku, þrátt fyrir að vera mun hægari en á yngri árum. Vöðvamassi og fituvefur eykst. Þrátt fyrir að hæð og þyngt sé undir áhrifum erfða, skipta umhverfisáhrif, líkt og heilsa og næring, mjög miklu. T.d. í Bretlandi hafa breytingar á mataræði undanfarna áratugi aukið hlutfall offeitra barna.
Hvernig er hreyfiþroski barna á skólaaldri?
Styrkur, geta og jafnvægi eykst í miðbernsku. Strákar hafa oft nokkuð meiri hreyfigetu þar sem þörf er á krafti, en stelpur bera sig af í fínhreyfingum og grófhreyfingum þar sem fótafimi og jafnvægi spilar saman. Börn geta farið í kollhnís. Rannsóknir sýna að 10% 6 ára? barna geta ekki kastað og gripið bolta, sem undirstrikar þörfina fyrir æfingu, þetta kemur ekki af sjálfu sér. Börn sem taka þátt í íþróttum eiga fleiri góða vini, með hærra sjálfsmat, minna þunglyndi og líður betur í skólanum.
Hvernig er heilaþroski skólabarna?
o Slíðurmyndun heldur áfram, sérstaklega í framheila. Taugamót sem ekkert nýtast eyðast út, einkum á heilasvæðum sem þroskast seint, sem dregur úr þéttleika taugamóta meðal tauga. Í framhaldinu verða taugamót hagnýtra tauga mun stöðugri.
o EEG mynstur breytist mikið. Theta bylgjur (einkennandi fyrir svefn fullorðinna) hafa yfirhöndina fyrstu 5 árin. Frá 5-7 ára eru alpha og theta bylgjur nokkuð jafnar. Eftir það eykst alpha virkni, sem er merki um aukna athygli og virkni.
o EEG samhæfing (rafmagnsvirkni í mismunandi svæðum heilans) á milli mismunandi hluta heilans eykst, sértsaklega á milli framheila og annarra hluta heilans. Mismunandi svæði heilans fara að virka betur, líkt og samhæft kerfi.
o Rannsóknir sýna að heilar mjög greindra barna eru sveigjanlegri og tilbúnari til að bregðast við reynslu þeirra. Mun meira af experience-dependent heilavirkni.
Hvernig lýsir stig hlutbundinna aðgerða sér? (Piaget)
- Aðgerðir: framkvæmdar í huganum. Um 7-8 ára aldur verða börn fær um að framkvæma aðgerðir, að bera saman, aðgreina og umbreyta upplýsingum. Þau geta hugsað á skipulagðari, sveigjanlegri hátt og heimurinn verður fyrirsjáanlegri.
- Hugsun verður tvíhliða, geta hugsað um hluti út frá fleiri en einu sjónarhorni. Hugsunin er samt ennþá hlutbundin, þarf að snúast um raunverulega hluti sem þau hafa reynslu af.
- Hugsun hlutbundinna aðgerða: Breytingar á færði varðandi varðveislu, flokkun, skipulagningu og að hugsa um hugsun. Atferli barna verður skipulegra, sveigjanlegra og fyrirsjáanlegra.
- Ná tökum á varðveislu. Sá skilningur að eiginleikar hluta varðveitast þó við gerum yfirborðsbreytingar á þeim. Byrjar að koma fram um 5 ára aldur, hafa náð tökum á um 8 ára. Vatn í glasi, sælgæti eða spil þar sem bilið er aukið.
o Huglægar aðgerðir 8 ára barna byggðust á: - Samsemd: það var jafn mikið til að byrja með, engu var bætt við þannig að það hlýtur að vera jafnt í þeim, þetta er sama vatnið þó ytra útlit breytist.
- Uppbót: einn eiginleiki bætir upp annan, vatnið er hærra en glasið er mjórra.
- Gagnhverfa: ef þú myndir hella aftur í hitt glasið myndir þú sjá að það er jafn mikið í þeim.
- Flokkun: Samband á milli yfirflokks og undirflokka. Átta sig á að yfirflokkur inniheldur undirflokka. Smám saman geta þau flokkað hluti samkvæmt mörgum viðmiðum. “Hvort eru fleiri brúnar kúlur eða kúlur?” Börn eru nú tilbúin að skilja tengslin á milli flokka og undirflokka og flokka hluti eftir þessari formúlu.
- Skipulagning. Geta dregið upp mynd í huganum um hverskonar aðferðir eru nauðsynlegar til að ná takmarki. Með skipulagningu þurfa börn að hafa á hreinu hvað er að gerast í nútíðinni, hvað þau vilji að gerast í framtíðinni og hvað þau þurfa að gera til að komast úr nútíðinni í framtíðina. Þau þurfa einnig að hafa næga sjálfstjórn til að halda athygli og ná markmiðinu. 3ára börn geta ekki lært reglurnar og skipulagt leikinn, 6 ára börn geta skipulagt hluta leiksins en ekki alla leið að endanum. Jafnvel 9-10 ára börn ná ekki þessu prófi ef þau þurfa að færa mjög oft til að ná markmiðinu.
- Þekking á eigin hugsun: þar sem börn geta hugsað um og stjórnað eigin hugsunum.
- Augljósar takmarkanir þegar börn reyna rökhugsun um óhlutbundna eða óþekktar aðstæður. Þau ráða ekki við óhlutbundna rökfærslu (setja augun á hnakkann).
- Börn geta átt betri samskipti um hluti sem hlustandinn getur ekki séð. Þau geta hugsað um það hvernig aðrir skilja þau og skilja að manneskjunni getur liðið öðruvísi en lítur út fyrir að vera.
- Börn geta stjórnað samskiptum sínum við aðra með reglum og geta farið að spila leiki með reglum. Þau taka fyrirætlanir með í reikninginn þegar þau hugsa um hvaða refsing hentar glæpnum.
Auknir vitsmunir í miðbernsku verða vegna?
o Framfarir í minni með auknum vinnsluhraða og getu vinnsluminnis, aukin vitneskja, og meiri notkun á áhrifaríkum aðferðum til að muna, líkt og endurtekningu, skipulagsaðferðum og nákvæmni.
o Framfarir í því að hugsa um minni, eða þekkingar um minni, þar með talið takmarkanir minnis og aðferðir.
o Aukning í getu barna til að stjórna athygli sinni, sem leyfir þeim að halda einbeitingu og forðast truflun.
Hvað orsakar breytingar á minni?
Ólíkir þættir orsaka mikilvægar breytingar á minni. Aukin minnisrýmd og aukinn hraði endurheimtar. Stærri þekkingargrunnur. Tilkoma nýrra og árangursríka minnisaðferða. Geta til að hugsa um eigið minni.
Hver eru áhrif menningar á vitsmunaþroska?
- Rannsóknir sýna fram á alþjóðlega virkni stigs hlutbundinna aðgerða en einnig fram á mikilvægan breytileika á milli menningarsvæða sem hafa áhrif á frammistöðu.
- Ná börn varðveislu á sama tíma alls staðar í heiminum?
- Börn ná betri árangri ef talað er við þau á móðurmáli þeirra, þau eru með hluti sem þau þekkja og ef þau fá að æfa sig.
- Ef þetta er tekið með í reikninginn hafði Piaget rétt fyrir sér þegar hann sagði að börn næðu varðveisluskilningi í miðbernsku hvar sem væri í heiminum.
- Rannsóknir sýna fram á alþjóðlega virkni stigs hlutbundinna aðgerða en einnig fram á mikilvægan breytileika á milli menningarsvæða sem hafa áhrif á frammistöðu.
- Á milli menningarsvæða er mikill munur á minnisaðferðum, eftir því hvort börn hafa gengið í skóla. Munur á skipulagningu má rekja til menningarmunar í gildum samfélagsins.