Kafli 6 - Félags- og tilfinningaþroski barna Flashcards
Hverjar eru grunntilfinningarnar?
Gleði, ótti, reiði, undrun, depurð, leiði og viðbjóður.
Hvað er Theory of gradual differentiation?
Tilfinningar þroskast af almennum tilfinningaviðbrögðum (vellíðan-vanlíðan). Tilfinningar þróast svo út frá þeim fyrstu tvö árin. Styður stigskiptan þroska.
Hvað er Differential emotions theory?
Grunntilfinningarnar eru meðfæddar en aðrar tilfinningar þroskast síðar. Tilfinningarnar líkjast mjög tilfinningum fullorðinna. Tengd líffræðilegri arfleifð.
Hvað er Emotions as ontogenetic adaptions?
Að tilfinningarnar hafi þróast til að stuðla að framgangi tegundarinnar og eðlilegum þroska. Þeir rannsaka við hvaða aðstæður ungabörn sýna ákveðnar tilfinningar og hvaða áhrif tilfinningar þeirra hafa á umönnunaraðila þeirra.
Hvað er fyrsta stigs gagnkvæmi?
Móðir og barn taka þátt í gagnkvæmum samstilltum samskiptum, þar sem áhersla er lögð á samskiptin sem slík. Truflun á samræmingu viðbragða vekur neikvæð viðbrögð hjá barninu, t.d. með steinandliti eða ef viðbrögðum er seinkað. Þá líður börnunum illa, þau hætta að horfa á og brosa til móðurinnar (allt að 2 mánaða). Rannsóknir hafa sýnt það sama þegar faðirinn eða ókunnugur talar við barnið.
Þunglyndi móður getur hamlað gagnkvæmi. Getur komið niður á samstillingu viðbragða, móðirin er þá ekki eins næm á merki barnsins. Sýnir minni viðbrögð við barninu og geti bitnað á þroska barna. Mæður missa af tækifærum til að deila tilfinningum með börnum sínum og geta flutt fáskiptið/daufleikann yfir til barnsins.
Hvað eru geðtengsl?
Tilfinningatengsl sem þroskast milli ungabarna og foreldra þeirra um 7-9 mánaða. Almennt er talað um fjögur merki sem benda til geðtengsla:
o Ungabörnin vilja vera nálægt umönnunaraðilum sínum, fyrir 7-8 mánaða aldur skipuleggja fá börn tilraunir til sambands við umönnunaraðila sína, en eftir þennan aldur elta þau oft umönnunaraðila sína á röndum.
o Þau sýna vanlíðan þegar þau eru aðskilin frá umönnunaraðilum. Fyrir geðtengslamyndun sýna þau litla truflun þegar foreldrar þeirra labba út úr herberginu.
o Þau eru ánægð þegar þau hitta aftur foreldri sitt, eftir aðskilnað.
o Þau stilla gjörðir sýnar við foreldra sína. Til dæmis þegar þau leika sér, þá horfa þau á foreldrið eða hlusta á rödd þess.
Hvaða tvær kenningar hafa myndast um geðtengsl?
Kennig Freud og kenning Bowlby
Hvernig er kennig Freud um geðtengsl?
Freud taldi að ungabörn mynduðu geðtengsl við þá aðila sem veita þeim næringu, sem er oftast móðirin með brjóstagjöf. Að grunnur geðtengsla sé þörfin til að fá næringarþörf sinni fullnægt. Harlow gerði rannsóknir á apaungum, sem styðja ekki við kenningu Freuds. Aparnir voru settir í búr með tveimur gervimömmum, önnur var úr vír en hin var mjúk viðkomu. Fjórir ungar áttu mjúka mömmu sem veitti mjólk en fjórir ungar áttu víramömmu sem veittu mjólk. Samt sem áður vildu apaungarnir frekar vera hjá mjúku mömmunni, þó hin gæfi þeim mjólk. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi öryggis og líkamlegar nándar, hlýju og þæginda, frekar en næringar.
Hvernig er kenning Bowlby um geðtengsl?
Bowlby hafði hátternisfræðilegar skýringar, að foreldrið væri örugg höfn sem barnið notar til að kanna heiminn. Hann tók eftir því að apaungar sýndu sömu svörun við mæður sínar og mennsk börn gera: halda sér fast við, sjúga, gráta og mótmæla aðskilnaði. Eftir nokkrar vikur fóru ungarnir að fara frá móður sinni til að kanna heiminn, en flýta sér aftur til hennar um leið og eitthvað óeðlilegt gerist. Bowlby taldi þessa hegðun vera þróunargrunninn að geðtengslum mennskra barna. Rannsóknir Harlow styðja þessa kenningu, þar sem þeir settu háværan vélknúinn bangsa í búr þeirra sem áttu víramömmu, sem veitti mjólk. Hræddu apaungarnir hlupu til mjúku mömmunnar, en fljótlega róuðust þau og horfðu forvitin á apann. Bowlby taldi öryggi mikilvægara en næringargjöf, en rannsóknir Harlows sýndu þó að apaungarnir skorti almennan þroska, þar sem mjúka mamman var ekki nóg, hún gat ekki átt í eðlilegum samskiptum við ungann. Skortur á fyrsta stigs gagnkvæmni.
Hvað eru hlutleysis-tengsl?
Þegar börn eru fyrst aðskilin frá foreldrum sínum gráta þau og taka brjálæðisköst, síðan fara þau í gegnum stig þunglyndis og ef aðskilnaðurinn heldur áfram og engin ný tenging verður til, verða þau áhugalaus um annað fólk.
Hver eru stig geðtengslamyndunar samkvæmt Bowlby?
Stig geðtengslamyndunar samkvæmt Bowlby, frá fæðingu til 2 ára, sem myndar að lokum jafnvægi á milli þarfa barnsins fyrir öryggi og þarfa til að kanna heiminn. Með tímanum verður ungabarnið færara að eiga í samskiptum og ábyrgð þess eykst:
- Fyrir myndun geðtengsla: Fæðing til 6 vikna. Barnið er nálægt foreldri sínu, en virðist ekki kippa sér upp við það að vera skilið eftir hjá ókunnugum.
- Forstig geðtengsla: 6 vikna til 6-8 mánaða. Barnið fer að regðast mismunandi við fólki sem það þekkir og þekkir ekki. Um 6-7 mánaða aldur fer það að sýna greinilega að það vill frekar kunnulega umönnunaraðila auk þess sem þau gæta sín þegar þau sjá ókunnuga hluti eða fólk.
- Myndun eiginlegra geðtengsla: 6-8 mánaða til 18-24 mánaða. Á þessu tímabili verður móðirin örugg höfn þegar heimurinn í kring er kannaður og barnið kemur oft aftur til hennar. Barnið sýnir aðskilnaðarkvíða (10-15 mánaða), kemst í uppnám þegar móðirn yfirgefur herbergið. Þegar fjarlægðin á milli þeirra verður of mikil er annað þeirra líklegt til að færa sig nær.
- Stig gagnkvæmra tengsla: 18-24 mánaða og eldri. Báðir aðilarnir deila ábyrgðinni að halda jafnvægi í samskiptum. Þau munu reglulega hætta því sem þau eru að gera til að eiga í stuttum samskiptum. Hjá mnnum nær þetta stig yfir nokkur ár.
Hverjar eru fjórar gerðir geðtengsla?
- Trygg/Örugg geðtengsl: Barnið er í góðu jafnvægi milli þess að vilja kanna umhverfið og vera í návistum við móður. Það mótmælir þegar móðir fer, er rólegt eða fagnar móður þegar hún kemur og lætur frekar huggast af móður en ókunnugum. Bregðast vel við ókunnugum ef móðirin er viðstödd.
- Forðun: Barnið virðist láta sér standa á sama, eru áhugalaus um móður sína. Sum gráta en önnur ekki þegar móðirin yfirgefur herbergið, jafnlíklegt er að ókunnugir geti huggað barnið og móðirin, og eru áhugalaus þegar móðirin kemur aftur inn í herbergið.
- Kvíðin: Sýna strax kvíða, láta ekki huggast þegar móðir kemur aftur. Barnið heldur sig nálægt móður sinni og virðist jafnvel kvíðið þegar hún er nálægt. Þau fara í mikið uppnám þegar móðirin yfirgefur herbergið en verða ekki róleg þegar hún kemur til baka. Þau sækjast samtímis eftir huggun frá móður og streitast á móti þegar hún reynir að hugga það.
- Óskipulögð: Sýna ósamstæð og ruglingsleg viðbrögð. Óöruggt mynstur þar sem barnið virðist skorta samhangandi aðferð til að stjórna streitu. Þau haga sér á mótsagnarkenndan hátt, eins og að öskra til að fá móður sína til sín en færa sig burt þegar hún nálgast. Í ýktum dæmum, virðist barnið ruglað.
Hverjar eru ástæður fyrir mismunandi gerðum geðtengsla?
- Fjölskylda: Næmni umönnunaraðila fyrir þörfum barnsins skiptir lykilmáli. Fæðingarþunglyndi, kæruleysi, ofbeldi, hjónabandserjur og lág félagsleg staða (laun, menntun og atvinna) er líklegt til að hafa slæm áhrif. Erfiðar aðstæður fjölskyldunnar eru líklegar til auka fæðingarþunglyndi og draga úr næmi móðurinnar. Að verða vitni að reiðum eða ofbeldisfullum samskiptum á milli umönnunaraðila eða finnast foreldrar sýnir ófyrirsjáanlegur, lætur þau ekki vera líkleg til að veita öryggi og nánd.Þettta þarf þó að rannsaka betur.
- Stofnanir: Umönnunarstofnanir (dagmæður, leikskólar) og munaðarleysingjahæli.
Stofnanaaðstæður, líkt og munaðarleysingjahæli geta haft neikvæð áhrif á geðtengsl, með áhrifum á ákveðna þætti líkt og alvarlegur skortur, hversu gamalt barnið er þegar það yfirgefur stofnunina og gæði seinna heimilis. - Menning: Möguleiki eru á breytingum geðtengsla eftir menningarsvæðum. Staðlaðar aðgerðir til að mæla mynstur geðtengsla eru ekki réttmæt á öllum menningarsvæðum. Dæmi: Verkamannavinna í Ísrael, börnin bjuggu á sér heimavist, aðrir en foreldrarnir sinntu þeim yfir daginn þó þau hittu foreldra sína daglega. Einnig mismunandi uppeldisaðferðir sem geta haft áhrif.
Hver eru framtíðaráhrif geðtengsla?
Börn með trygg geðtengsl eru forvitnari og vegnar betur félagslega um 3,5 árs. Meiri félagshæfni og betra sjálfstraust um 10 og 15 ára. Hjá meirihluta (72%) virðast geðtengsl haldast óbreytt fram á fullorðinsár. Ýmsir atburðir, t.d. skilnaður, dauðsfall, veikindi o.fl. geta breytt geðtengslum.
Hvað er innra líkan?
Innra líkan stýrir væntingum til fólks og viðbrögðum. Það er andlegt líkan sem börn byggja um reynslu sína með umönnunaraðilum, sem þeir nota til að stjórna samskiptum sínum við umönnunaraðila og annað fólk.