Kafli 14 - Líkams- og vitsmunaþroski unglinga Flashcards
Hvaða nýja hæfni er til hugsunar á unglingsárum?
- Ráða við að hugsa kerfisbundið og rökrétt og geta sett fram tilgátur og jafnvel kannað réttmæti þeirra.
- Bókmenntir, listir og trúarbrögð eru nú séð í nýju ljósi og fá nýja merkingu.
- Verða sérstaklega upptekin af óhlutbundnum hugmyndum.
- Gagnrýna gjarnan viðteknar hugmyndir og ósamræmið sem oft er milli orða og athafna fullorðins fólks.
- Sjá heiminn í nýju ljósi, en verða að koma eigin hugsjónum heim og saman við hinn nýjan raunveruleika.
- Verða að semja um framtíðarsjálfsmynd sína við hvernig þau eru núna og hafa verið áður.
Hvernig lýsir stig formlegra aðgerða sér (Piaget)?
Tegund hugaraðgerða þar sem allar mögulegar samsetningar eru teknar til greina við lausn vandamála. Unglingurinn öðlast nú hæfni til að hugsa kerfisbundið og rökrænt um allar hliðar mála/verkefna. Mikill áhuga á óhlutbundnum hugmyndum og sjálfu hugsanaferlinu. Formlegar aðgerðir er hæfni til að hugsa kerfisbundið og röklega um allar hliðar verkefna. Að geta gengið út frá meginreglum í hugsun sinni, t.d. stjórnmál og lög. Að sjá bæði gagnsemi laga og refsihlið þeirra. Þessi nýja hæfni nýtist þeim einnig til náms. Unglingar geta leyst úr verkefnum og þrautum með mörgum breytum á kerfisbundinn hátt. Geta haldið einni breytu stöðugri og prófað alla möguleika.
Hver eru einkenni í hugsun unglinga?
- Afleiðsla-aðhæfing rökleiðsla (ímynduð rökleiðsla)
o Ólíkt yngri börnum geta unglingar sett fram og prófað tilgátur í huganum og tekið ákvarðanir út frá þeim. Unglingar geta einnig hugsað um aðstæður sem eru ekki raunverulegar. - Afleiðsla: ein ályktun er dregin af fleiri almennari forsendum eða fullyrðingum og er hún rökrétt afleiðing þeirra, þ.e.a.s. ef forsendurnar eru sannar og rökin góð og gild.
- Aðhæfing: Alhæft er út frá takmörkuðum forsendum eða stafhæfingum.
- Að hugsa um eigin hugsun:
o Hugsun um eigin hugarstarfsemi og hugsun verður flóknari. Þau geta einnig hugsað dýpra um sjónarmið annarra.
Hvað er afleiðslu- og alhæfingarrökhyggja?
Getan til að dæma málefni einungis út frá rökfærslu, þó það sé í raun ekki satt. Byggja á tilgátum, sem þurfa samt ekki að vera sannar. Skilningur á því að staðhæfing getur að forminu til verið rétt þótt innihaldslega sé hún ósönn. En er samt grundvöllur að afleiðslu, þ.e. almenn forsenda eða sérstök forsenda leiðir til ályktunar. Kemur fram um 11-12 ára aldur, en það er mjög misjafnt hvenær og við hvaða aðstæður unglingar beita slíkri hugsun. Það byggir á því hvort niðurstaðan sé rökrétt, en ekki hvort sá sem dæmir veit hvort það er satt.
Hvað þarf til að unglingar komist á stig formlegra aðgerða?
- Til þess að unglingar komist í stig formlegra aðgerða þarf umhverfi sem ögrar viðteknum hugmyndum og aðgerðum sem unglingarnir hafa áður beitt til þess að skilja og leysa verkefni.
- Ná allir stigi formlegra aðgerða? er það stig algilt? Þessi hugsun virðist krefjast sérstakrar reynslu og breytilegt er eftir verkefnum hvort hugsun á stigi formlegra aðgerða sé beitt. U.þ.b. 30-40% vel menntaðra bandarískra unglinga (17-21 árs) ráða ekki við sum þeirra verkefna sem krefjast hugsunar á stigi formlegra aðgerða.
Hvernig er líkamlegur vöxtur á gelgjuskeiði?
Vaxtarkippur (Growth spurt)
– Hraður vöxur, hækka mikið á 2-3 árum, 45%
aukning í vexti beinagrindar og 37% aukning í
beinmassa
– Röð breytinga; fætur á undan efri hluta likama.
– Hafa náð 98% fullorðinshæðar við loka
vaxtarspretts
– Aukning vöðvamassa,einkum drengir sem missa
fitu, verða sterkari og úthaldsmeiri
– Stúlkur safna meiri fitu.
Hvernig eiga hormónabreytingar sér stað?
Undirstúka (hyptothalamus) sendir boð til heiladinguls (pituarity gland) sem:
– 1.Örvar framleiðslu vaxtarhormóns (growth hormone)-> vaxtarsprettur
– 2. Örvar framleiðslu hormóns (gonadotropin) sem örvar framleiðslu kynhormóna -> Estrogen eykst áttfalt hjá stúlkum og testosterone átjánfaldast hjá drengjum.
* Afleiðingar verða
– Vaxtarspettur (growth spurt)
– Kynþroski (Fyrsta- og annars stigs kyneinkenni)
Hvað er fyrsta stigs kyneinkenni?
Þroski líffæra sem tengjast beint getnaði og
meðgöngu. Testosterone og estrogen.
* Menarche (fyrstu blæðingar stúlkna)
* Semenarche (upphaf sáðláts hjá drengjum)
Hvað er annars stigs kyneinkenni?
Kynin verða ólíkari í útliti, sbr. lögun líkama, dýpkun
raddar, þroski brjósta, líkamshár, skeggvöxtur.
Hverju stjórnar framheilabörkur?
Tengist minni, rökhugsun, ákvarðanatöku og
getu til að halda aftur af sér.
Hvað er limbiska kerfið?
Samheiti yfir svæði/kjarna djúpt í heila
(tilfinningaheilinn emotional brain)):
– Inniheldur m.a. möndlung (amygdala) dreka ásamt
fleiri kjörnum.
– Tengsl heilaþroska við áhættuhegðun:
* Óþroskaður framheilabörkur/stýrikerfi
* Mikið dópamín í limbiska kerfinu ->örvar umbunarkerfi
Hverning þroskast heilinn á unglingsárum?
Heili heldur áfram að þroskast þótt ekki sé um mikla
þyngdaraukningu að ræða.
* I. Heilabörkur
* Breytingar verða fyrst og fremst á skipulagi og
starfssemi, t.d. framheilabörkur (prefrontal cortex.) ->
Þroski stýrikerfa (executive functions)-> skipulagning,
halda aftur af sér o.s.frv. Minni, ákvarðanataka.
* Hvítt efni (símar) eykst->aukin tengsl
* Grátt efni (fumubolir) eykst og minnkar, líklega vegna
þess að hormónar -> fjölgun taugatenginga
(synaptogenesis) í byrjun gelgjuskeiðs og síðar verður
grisjun (synaptic pruning), svipað og fyrst á ævinni.
Tengslin á milli heilahvelanna þroskast
-> aukin samhæfing
* Taugaboðefni/hormón
– Serotonin: miklar sveiflur, getur útskýrt skapsveiflur unglinga
– Dópamín: Mikill fjöldi viðtaka á ungingsárum-> Sókn eftir umbun.
* Miklar framfarir á minni, málþroska og rökhugsun
* Gleymum samt ekki áhrifum umhverfis
Hvaða hluti heilans þroskast fyrst?
Aftari hluti heilans þroskast á undan þeim fremri,
– Limbiska kerfið-> framheilabörkur
Kenning Kohlberg
- Skeið 2: hefðbundins siðgæðismats:
o Stig 4(hefst á unglngsárunum): Siðgæði byggir á lögum og reglum. Siðferðilega rétt er sú athöfn sem uppfyllir þær skyldur sem einstaklingurinn hefur sem þjóðfélagsþegn. Lögum ber að hlýða nema þau stangist á við félagslegur skyldur ofar lögum. Nauðsynlegt til að viðhalda stofnunum og forðast að brjóta kerfið niður. Hvað myndi gerast ef allir höguðu sér svona? er oft notað sem rök. Tekið er mið af sjónarhorni samfélagsins. Kerfið skilgreinir hlutverk og reglur. - Skeið 3: Sjálfstæðs siðgæðismats:
o Stig 5 (kemur ekki fram fyrr en á fyrri hluta fullorðinsára, og þá sjaldan). Samfélagssamningur og mannréttindi. Rétt athöfn er skilgreind með tilliti til ákveðinna samfélagslegra viðmiða, en einnig með hliðsjón af mannréttindum. Félagslegt samkomulag um að fylgja beri lögum til að vernda rétt allra þegna. Virðing fyrir lífi manna og frelsi sem njóta verndar án tillits til skoðana. Skoðar bæði siðferðisrök og lagaleg rök og gerir sér grein fyrir að þau geta stangast á.
o Stig 6 (hugsjón sem sjaldan rætist). Algild siðalögmál. Athöfn er rétt ef einstaklingur hefur tekið meðvitaða ákörðun í samræmi við algild siðalögmál sem eru lögum ofar. Einstaklingur trúir á algildi siðalögmála og hefur helgað sig þeim. Sjónarhornið nær út yfir öll samfélög, alheimssjónarhóls samfélags alls mannkyns. Allir menn eru dýrmætir og verður að koma fram við þá í samræmi við það.