Kafli 7 - Málþroski Flashcards
Hver mörg orð kunna 6 ára?
8-14 þúsund orð
Á hvaða fjórum sviðum er málþroski skoðaður?
Hljóðkerfisfræði, merkingarfræði, málfræði og málnotkun.
Hvað er hljóðkerfisfræði?
Að læra að greina tungumálið niður í orð og orðhluta.
Hvað er merkingarfræði?
Að læra merkingu orða og orðasambanda.
Hvað er málfræði?
Að læra reglur tiltekins tungumáls um uppröðun orða í setningu og skipulag orðhluta.
Hvað er málnotkun?
Að læra venjur um notkun tungumála í ákveðnum félagslegum aðstæðum.
Hvað er merkingarvíkkun og merkingarþrenging?
Merkingarvíkkun: Eitt orð viðhaft um miklu víðara svið. Til dæmis að allir karlar eru afar. Merkingarþrenging er akkúrat öfugt, þar sem eitt orð er notuð um mjög þröngt svið, t.d. að einungis Snati er hundur, ekki Lubbi.
Hvað er hraðgreining?
Aðferð þar sem börn mynda mjög hratt hugmynd um merkingu ákveðins orðs sem þau heyra í vel þekktum og skipulögðum félagslegum samskiptum.
Hvað er myndlíking hjá börnum?
Myndlíking er þegar börn nota orð yfir ákveðin hlut sem myndlíkingu fyrir annan, ótengdan hlut.
Hvað er frásagnarhæfni?
Með auknum orðaforða, færni í málfræði og hugrænum þroska eykst hæfni barna til þess að segja frá. Frásagnir mjög stuttar, einfaldar og oft óskýrðar til að byrja. Fara svo smátt og smátt að fylgja grunnreglum um byggingu- taka aukið tillit til hlustandans, þ.e. saga staðsett í tíma og rúmi, megin persónur kynntar og einhver hápunktur í sögunni og einhverskonar endir. Börnin segja frá röð ákveðinna atburða. Það hvernig börn segja sögu getur verið mjög mismunandi eftir hefðum á mismunandi menningarsvæðum.
Hvað er morfem?
Minnsti hluti orða í tungumáli sem hafa enhverja meiningu (orðhlutar).
Fyrstu orðin
Það er mjög mismunandi hvenær börn byrja að tala, mikill einstaklingsmunur. Þau sýna samt mjög svipaðan þroska eftir þau að þau byrja að segja fyrsta orðið og þangað til þau segja tveggja orða setningar. Fyrsta orðið er oftast yfir eitthvað sem er félagslega og tilfinninga mikilvægt í umhverfi barna (mamma, pabbi, voffi, dudda). Frekari þróun ræðst af mörgum mismunandi þáttum: Hljóðræn uppbygging, eru ekki yfirhugtak, en heldur ekki sérgreind. Tengjast oft athöfnum sem þau sjálf geta átt aðild að.
o Fyrstu alvöru orðin um 1 árs aldurinn
o 14 mánaða kunna um 10 orð.
o 18 mánaða um 50 orð. (Framfarakippur, þau læra mörg orð á dag).
o 2 ára um 300 orð.
Grunnur tungumálsins
- Nýfædd börn taka málhljóð fram yfir önnur hljóð.
- Þau geta greint á milli hljóðunga allra tungumála heimsins.
- Aðeins fáum dögum eftir fæðingu taka þau hljóð móðurmálsins fram yfir hljóð annarra tungumála.
- 6 mánaða: Greina aðeins hljóðunga móðurmálsins.
- Ungabörn hjala, babbla og tala síðan eins konar hrognamál. Annars stigs gagnkvæmni skiptir miklu í málskilngi, en það gerir börnum og foreldrum kleift að tjá tilfinningar sínar um hluti og atburði.
Hvernig eru samskipti fyrir tungumál hjá börnum?
o Við fæðingu gretta börn sig og gráta.
o 2,5 mánaða brosa þau og babbla.
o 3 mánaða: bregðast við hegðun annarra (fyrsta stigs gagnkvæmni).
o 7 mánaða: bera kennsl á orð sem þau heyra oft.
o 9-12 mánaða: sameiginlegur skilningur (annars stigs gagnkvæmni).
Hvað er Broca-málstol?
Sjúklingar með Broca-málstol eiga annað hvort mjög erfitt með tal eða geta ekki talað. Þeir geta talað í stuttum setningum, án allra smáorða. Þeir sem læknast af sjúkdómnum segja að þau hafi vita hvað þau vildu segja en gátu það ekki. Sjúklingar skilja vel einstök orð en eiga erfiðara með að skilja flóknar setningar. Taugamyndir staðfesta not Broca svæðisins í flóknu talmáli.