Kafli 8 - Þroski rökhugsunar á leikskólaaldri Flashcards

1
Q

Hvernig er líkamlegur þroski leikskólabarna?

A

Líkamlegur þroski barna á leikskólaaldri er mun hægari en ungabarna. Hlutfall líkama þeirra hafa líka breyst, grennst og lengst. Bein í höndum, fótum og fingrum lengjast (nýr beinvefur vex á endum beinanna). Um 15-30% af beinbrotum barna verða vegna þessa þroskabreytingar. Beinin verða einnig harðari og sterkari.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er svefnþörf ungra barna?

A

Svefnþörf ungra barna er oft ekki mætt með fullnægjandi hætti. Almennt er talið að ung börn þurfi 12-15 tíma svefn, en flest 2-5 ára börn fá að meðaltali 9,5 klst. svefn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvernig eru gróf- og fínhreyfingar leikskólabarna?

A

Gróf- og fínhreyfingar þroskast: Barnæska (2-6 ára) einkennist af miklum bætingum bæði í gróf- og fínhreyfingum. Aukið jafnvægi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er hreyfihvöt?

A

Ánægjan sem börn hafa af því að nota nýja hreyfigetu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvernig er heilaþroski leikskólabarna?

A

Heilaþroski er hægari en í frumbernsku, en einangrun/slíðurmyndun (myelination) í framheila eykst auk þess sem lengd og greinar tauganna tengjast á öðrum svæðum heilans. Breytileiki í þroska á mismunandi svæðum getur valdið misfellu í vitsmunum ungra barna. Þyngd heila 2-3 ára barna er 80% af heila fullorðinna, en þyngd heila 5 ára barna er 90% af þyngd fullorðinna. Börn verða betri og betri í að samhæfa upplýsingar, halda hlutum í minni og geta þess vegna hugsað um og átt við umhverfið á mun skipulagðari og rökrænni hátt en áður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er stærðarvilla?

A

Dæmi um að ákveðin svæði heilans muni tengjast, en hafi ekki enn gert það. Eldri börn og fullorðnir skilja vel stærð hluta sem þau meðhöndla. Börn frá 1,5-2,5 árs nota oft hluti vitlaust, vegna þess að þau taka ekki tillit til stærðar hlutarins, t.d. með því að setjast á dúkkustól eða fara inní dótabíl. Þetta er talin vera vantenging á milli sýnilegrar upplýsinga og getu barna til að stjórna eigin gjörðum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig lýsir foraðgerðarstig Piaget sér (2-6 ára)?

A

Áður en börn færast yfir á foraðgerðarstig er vitsmunalíf þeirra bundið umhverfinu. Nú eru samskipti þeirra við umhverfið að færast í auknu mæli inná við, þar sem þau eru fær um að hugsa um hluti sem eru ekki á staðnum. Þetta ber vott um táknbundna hugsun. Þau geta séð fyrir sér raunveruleikann með táknum, þar með talið myndum, orðum og tjáningu. Hlutir og atburðir þurfa ekki lengur að vera til staðar svo hægt sé að hugsa um þá, en börn eiga erfitt með að setja sig í spor annarra, einbeita sér of mikið af því sem er mest áberandi í fari hluta og rugla oft saman orsökum og afleiðingu. Samkvæmt Piaget, eru börn á foraðgerðarstigi að leitast við að komast yfir hindranir sem standa í vegi fyrir þeim til að ná hlutbundnum aðgerðum, þ.e. getunni til að vinna úr rökréttum umbreytingum og upplýsingum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er aðgerð?

A

Aðgerð er að tengja, aðgreina eða umbreyta upplýsingum röklega. Börn á foraðgerðarstigi eru ekki fær um aðgerðir og því er hugsun þeirra ósveigjanleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er einhliða hugsun?

A

Einhliða hugsun: Börn geta ekki hugsað um tvær hliðar hlutar eða atburðar samtímis, heldur beina þau athyglinni að einu einkenni hlutar, yfirleitt því sem er mest áberandi. Þau rugla saman flokkum og undirflokkum, geta ekki svarað því hvort eru fleiri dýr eða kettir á myndinni. Andstæðan við einhliða hugsun er tvíhliða hugsun, en henni fylgir aukið hlutleysi, endapuntkur rökhugsunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er varðveisla?

A

Börn eiga í erfiðleikum með varðveislu (tvö vatnsglös, eitt mjótt, eitt breitt). Þau eiga erfitt með að hugsa bæði um hæð og breidd glasa þegar hugsað er um magnið í glasinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er sjálflægni?

A

Afleiðing einhliða hugsunar, að túlka heiminn út frá sjálfum sér. Börn eiga mjög erfitt með að setja sig í spor annarra. Börn nota frekar eintal en samtal í samskiptum við önnur börn. Þau eiga erfitt með að taka tillit til vitneskju hlustandans í samskiptum. Piaget sannaði þessa tilgátu sína með fjallaprófinu, þar sem barn átti að segja hvað dúkkan sem sat hinum megin við fjallið sá - en barnið sagði oftast frá því sem það sjálft sá, sem var merki um að það gæti ekki sett sig í spor annarra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er átt við með því að börn greini ekki á milli ásýndar og veruleika?

A

Tilhneiging til að einblína á mest áberandi einkenni hlutar (Köttur með úlfsgrímu). Aukin geta með auknum aldri, að skilja að kötturinn sé enn köttur, þó hann líti út eins og úlfur. Telja að gríma breyti manneskjunni í einhverja aðra og þau gætu trúað því að ef beint prik væri sett í vatn að hluta, að það beygist.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er forstig orsakaskilnings?

A

Skilningur á orsök og afleiðingu er á frumstigi, t.d. pabbi er að raka sig, þess vegna hlýtur að vera morgun - þar sem dáið fólk er í kirkjugörðum þá hlýtur kirkjugarðurinn að deyða fólk - ertu að fara í sturtu? Þau sjá ekki hvað það er sem getur orsakað eitthvað annað, þ.e. að orsökin þurfa að koma á undan afleiðingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað eru gagnavinnslukenningar?

A

Kenningar sem kanna hvernig börn vinna með upplýsingar (s.s geyma þær, skipuleggja, endurheimta úr minni).
Kenningarnar lýsa því hvernig börn taka eftir, muna upplýsingar og leysa þrautir.

Mannshuganum er líkt við stafræna tölvu. Lögðu áherslu á nákvæmar lýsingra á hugsun - hvað gerist nákvæmlega þegar börn reyna að leysa ákveðin verkefni? Líkja virkni mannshugans við tölvu:
o Vélbúnaður: Búnaðurinn sem við þurfum til að hugsa, heili og miðtaugakerfi.
o Forrit: Aðferðirnar sem við notum til að hugsa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvernig má skýra vitsmunaþroska?

A

– Athygli batnar/þroskast
– Vinnsluminni eykst
– Langtímaminni/lengdarminn eykst
– Vinnsluhraði eykst

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er minnisspönnun?

A

Fjöldi atriða sem hægt er að halda í skammtímaminni.
– 2-3 ára 2 atriði
– 7 ára 5 atriði

17
Q

Hver eru þrjú meginsviðin?

A

Þrjú meginsvið: Vitsmunaleg svið sem kalla á sérstakar gerðir upplýsinga, þarfnast sérstaklega gerðar rökfærslu og virðast vera mikilvæg þróunarfræðilega fyrir mannkynið. Önnur nálgun á vitsmunalegan þroska snemma í bernsku einblínir á breytingar innan kjarnasviða, sérstakra svæða þekkingar sem gætu verið mikilvæg fyrir þróun okkar.
* Eðlisfræðilegt: Einföld ummerki eðlisfræðinnar í frumbernsku og snemma á barnæsku nær til skilnings á eðlisfræðilögmálum líkt og þyngdarlögmálsins, tregðulögmálið og hlutfesti.
* Sálfræðilegt: Innan einfaldrar sálfræði þroska ung börn með sér rökhugsun (theory of mind), sem sést greinilega í betri árangri þeirra á prófum um ranga trú (false-belief task).
* Líffræðilegt: Innan einfaldrar líffræði er t.d. munurinn á lífverum og dauðum hlutum.

18
Q

Hvað er einingakenningin?

A

Einingakenningin heldur því fram að skýr og aðgreinilegar hugareiningar - hugarvinnslur sem eru til staðar frá fæðingu- séu ætluð ákveðnum sviðum. Þar með er talið að einhverf börn eigi í erfiðleikum með sálfræðilega sviðið, á meðan þau eru venjuleg eða framúrskarandi á öðrum sviðum, er talið styðja þessa kenningu.

19
Q

Hvað eru hugareiningar?

A

Tilgáta um innri andlega hæfileika sem hljóta tillögur frá ákveðnum tegundum hluta og mynda samsvarandi upplýsingar um heiminn í huganum.

20
Q

Hvað er kenningakenningin?

A

Kenningakenngin telur að frá eða stuttu eftir fæðingu hafi börn frumstæðar kenningar um það hvernig heimurinn virkar, kenningar sem beina athygli þeirra að sérkennum ákveðinna sviða í umhverfi þeirra, en þau móta kenningar sínar með tímanum með aukinni reynslu.
Kenningar-kenning: Kenningin um það að ung börn hafi frumstæðar kenningar um það hvernig heimurinn virkar, sem hefur áhrif á það hvernig börn hugsa um og hegða sér innan sérstaks sviðs.

21
Q

Hvað er kenningin um hugann?

A

Skilningur á hugrænni starfssemi hjá sjálfum sér
og öðrum (af hverju gerir hann þetta).

22
Q

Hvað er stýriferli?

A

Hugtak fyrir starfssemi á borð við yfirsýn,
stjórn,skipulagningu o.fl. (sbr. hljómsveitarstjóri).