Kafli 3 - Þroski fósturs Flashcards

1
Q

Í hvaða þrjú tímabil skiptist fósturþróun?

A

Eggstig: Frá getnaði og þar til fóstrið hefur fest sig við legvegginn, 8-10 dagar (14 daga).

Frumfósturstig/Fósturvísistig: Frá því að fóstrið festist við legvegginn þar til 8 vikur eru liðnar, en þá hafa öll helstu líffæri myndast. 3-8 vika meðgöngu. U.þ.b. sex vikna tímabil, helstu líffæri myndast, lífvera byrjar að bregðast við áreiti. Þroski fylgir lögmálunum “miðlægt-útlægt” og “frá toppi til táar”.
10-13 dagur: Frumur skiptast í útlag, miðlag og innlag.
3.vika: Heilinn skiptist í þrjá hluta og hjartað byrjar að slá.
4.vika: Stærstu æðarnar tilbúnar, eyru, augu, hryggjaliðir og meltingarkerfið þroskast.
5.vika: Naflastrengurinn myndast, lungun eru á frumstigi, vöðvar og hendur einnig.
6.vika: Hausinn verður ríkjandi í stærð, kjálkinn þroskast og ytra eyrað.
7.vika: Andlit og háls myndast, augnlok, magi, vöðvar. Heilinn myndar þúsundir taugafrumna á hverri mínútu.
8.vika: Þroski höfuðs, háls, eyrna eru á lokastigi og eftir þetta getur fóstrið brugðist við áreiti og örvun í kringum munninn.

Fósturstig: Tímabil sem hefst á 9. viku, fyrsta vísbending er hörðnun beina, og nær til fæðingar.
Fóstur þyngist og stækkar, skynfæri taka að starfa og fóstrið hreyfir sig.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er útlag?

A

Frumur sem verða að yfirborðinu, húð, nöglum, hluta af tönnum, augasteinum, innra eyranu og miðtaugakerfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er innlag?

A

Frumur sem verða að meltingarfærunum og lungunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er miðlag?

A

Frumur sem verða að vöðvum, beinum, blóðrásarkerfinu og innra lagi húðarinnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er fósturskaðvaldur?

A

Utanaðkomandi þáttur sem getur valdið skaða á fóstri. Þættir sem hafa áhrif á þann skaða sem getur stafað af fósturskaðvaldi eru m.a. hættutími: sérstök hætta á vansköpun á því tímabili sem tiltekið líffærakerfi er að myndast, viðkvæmni tiltekins fósturs, áhrif geta verið sértæk, magn og varanleiki og ástand móður. Sumir fósturskaðvaldar hafa lítil sem engin áhrif á móðurina en geta stórskaðað fóstrið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvaða áhrif hefur neikvætt viðhorf til þungunar?

A

Það getur aukið líkur á léttbura og verra ástandi nýbura, rannsóknir á konum sem óskuðu eftir fóstureyðingu en fengu hana ekki. Þau börn sem mæðurnar vildu ekki voru léttari og þurftu á meiri læknisaðstoð að halda, þrátt fyrir að mæður þeirra væru í góðu ástandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvaða áhrif hefur streita á meðgöngu?

A

Streita eykur magn streituhormóna sem aftur hefur áhrif á barnið. Konur gefa frá sér hormóna, adrenalín og cortisol, sem getur haft áhrif á fóstrið. Rannsóknir sýna að stressaðar mæður eignuðust árásargjarnari börn, mælt um 3 ára aldur. Rannsóknir á stressi mæðra (á viku 19) sýndu að börn þeirra, 6-9 ára, höfðu minna af “gráu” í ákveðnum hlutum heilans, sem tengjast vitsmunalegri frammistöðu. Þær konur sem sögðust stressaðar á 25 eða 31 viku höfðu engin áhrif á vitsmunalegan þroska barna sinna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvers vegna er fólínsýra nauðsynleg?

A

Hún er nauðsynleg fyrir taugakerfi fóstursins, en án fólínsýru getur hryggsúlan orðið gölluð eða heilinn og hauskúpan ekki þroskast næganlega, sem veldur dauða. Mælt er með inntöku fólínsýru fyrir konur á barneignaraldri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvaða áhrif hefur mikill næringarskortur eða vannæring á meðgöngu?

A

Á fyrstu 3 mánuðunum getur það valdið afbrigðileika í miðtaugakerfi, fyrirburafæðingu eða fósturláti, en næringarskortur á síðustu 3 mánuðunum gat hamlað vöxt fóstursins og valda lágri fæðingarþyngd. Minni næringarskortur getur einnig verið skaðlegur: aukin hætta á hjartaveiki, sykursýki, slögum og öðrum sjúkdómum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvaða áhrif hefur of mikil næring?

A

Það veldur því að börn verða of þung miðað við meðgöngu, algengt er að mæður þjáist af offitu og sykursýki, og börnin eru líkleg til að þróa þá sjúkdóma með sér einnig. Fjöldi nýbura í yfirþyngd hefur aukist undanfarið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvaða áhrif hafði lyfið Thalidomite á fóstur?

A

Lyf sem var notað við morgunógleði óléttra kvenna (1956-61). Olli alvarlegum fósturgöllum, börn fæddust án útlima, gölluð heyrn og sjón einnig algeng. Um 8000 afbrigðileg börn fæddust áður en vandamálið var rakið að lyfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvaða lyfseðilskyldu lyf hafa áhrif á fóstur?

A

Sýklalyf gegn unglingabólum, blóðstorkulyf, lyf gegn krampa, gervihormónar, geðklofalyf, róandi lyf og verkjalyf.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hver eru einkenni “fetal alcohol syndrome”?

A

Einkenni eru óvenjulega lítið höfuð, óþroskaður heili, óeðlileg augu, meðfæddur hjartasjúkdómur, sködduð liðamót og vanskapað andlit. Líkur eru á líkamlegri og andlegri hömlun. Mest hætta á skaða er fyrst á meðgöngunni. Enginn munur er á ef konur drekka minna eftir fyrstu 3 mánuðina, skaðinn er skeður. Minni drykkja getur valdið örðugleikum í námi og hegðun á unglingsárum. Rannsóknum ber ekki saman ef um minni drykkju er að ræða, eitt til tvö vínglös á dag.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hver eru áhrif koffíns á fóstur?

A

Koffín í miklu magni er tengt léttburum og skorti á beinvexti. Þó sýna engar rannsóknir að koffín valdi vansköpun á fóstri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hver eru áhrif tóbaks/nikótíns á fóstur?

A

Tóbak/nikótín veldur ekki vansköpun en getur þó skaðað fóstrið, tengt fósturláti, andvana fæðingu og nýburadauða. Níkótín veldur skemmd í fylgjunni, sem veldur skorti á næringu og súrefni til fóstursins. Mæður sem reykja eignast oftar léttbura, en magnið skiptir máli. Óbeinar reykingar geta einnig skaðað og níkótín hefur verið tengt við svefnvandamál fyrstu 12 ár barnsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hver eru áhrif marijuana á fóstur?

A

Marijuana veldur ekki vansköpun, en getur valdið lágri fæðingarþyngd og ákveðnum taugafræðilegum vandamálum. Auknar líkur á fyrirburafæðingum. Ekki er þó vitað hvort hægt sé að rekja þessi vandamál einungis til marijuana notkunar.

17
Q

Hver eru áhrif kókaíns á fóstur?

A

Kókaín getur valdið hjartaáföllum, heilablóðfalli, rofnun ósæðar, og flogum fyrir verðandi móður. Eykur líkur á andvana fæðingu eða fyrirburafæðingu, léttburum, heilablóðföllum eða vansköpun auk minna alvarlegra galla. Þó eru óléttar konur sem nota kókaín líklegri til að nota önnur efni og eiga í fleiri vandamálum, svo ekki er víst hvort kókaín sé skaðvaldurinn.

18
Q

Hver eru áhrif amfetamíns á fóstur?

A

Amfetamín veldur því að börn eru lágvaxnari og getur einnig hægt á blóði móðurinnar, sem dregur úr næringu og súrefni til barnsins.

19
Q

Hver eru áhrif heróíns og methadone á fóstur?

A

Heróín og methadone veldur því að nýburarnir eru einnig háðir efninu og þurfa að fá það stuttu eftir fæðingu svo þau deyji ekki vegna fráhvarfseinkenna. Þessi börn geta fæðst fyrir tímann, eru léttari og viðkvæmari fyrir öndunarsjúkdómum. Á meðan börnin eru vanin af lyfinu eru þau pirruð, gráta undarlega, sofa illa og er það enn greinilegt um 4 mánaða aldur og að ári liðnu eiga þau erfitt með að halda athygli. Enn er spurning hvort þetta efni eitt og sér valdi þessum vandamálum.

20
Q

Hver eru áhrif rauðra hunda á meðgöngu?

A

Rauðir hundar valda því að helmingur barna kvenna sem fá sjúkdóminn á fyrstu 16 vikunum fá hjartasjúkdóm, verða heyrnalaus og andlega þroskahömluð. Bólusetningar hafa dregið mjög úr þessu vandamáli.

21
Q

Hver eru áhrif alnæmis á meðgöngu?

A

Alnæmi getur smitast til barns í fæðingu eða brjóstagjöf. Um helmingur smitaðra barna munu deyja fyrir 2 ára aldur. Hægt er að draga úr líkum á smiti með læknismeðferð.

22
Q

Hver eru áhrif rhesus ósamræmi á meðgöngu?

A

Rhesus ósamræmi, galli í rauðum blóðkornum. Ef móðirin eignast barn sem er Rh-positive og hún sjálf negative myndar hún mótefni, sem mun ráðast á næsta rh-positive barn sem hún verður ólétt af. Sjúkdómurinn veldur alvarlegri vansköpun eða dauða, en mögulegt er að koma í veg fyrir þessa þróun með sprautu og meðferð á barninu.

23
Q

Hver eru áhrif geislunnar á meðgöngu?

A

Geislun veldur alvarlegri vansköpun, og getur valdið fósturláti. Margar konur sem voru nálægt kjarnorkuspreningum misstu börnin sín og þau sem virtust eðlileg í fæðingu voru andlega þroskahömluð. Röntgen-myndun getur einnig valdið skaða.

24
Q

Hver eru áhrif mengunar á meðgöngu?

A

Mengun og mörg eiturefni hafa verið tengd röskun á þroska fósturs, vansköpun, hömlun vaxtar, fyrirburafæðingu og fósturláti. Dæmi eru um að óléttar konur borði mengaðan fisk og loftmengun getur einnig valdið miklum skaða.

25
Q

Hvað er apgar skalinn?

A

Apgar skalinn er fljótlegt og einfalt próf notað til að meta líkamlegt ástand nýfæddra barna.

26
Q

Hvað er brazelton skalinn?

A

Brazelton skalinn er próf notað til að meta taugafræðilegt ástand nýburans.

27
Q

Hvað eru fyrirburar?

A

Fyrirburar eru börn fædd fyrir 37 vikna meðgöngu. Þeim er hættara við ýmsum vandkvæðum og því frekar sem þau fæðast fyrr. Lungu óþroskuð, einnig meltingarfæri og ónæmiskerfi. Geta átt í námsörðugleikum. Með góðum aðbúnaði og örvun hafa þau möguleika á að ná jafnöldrum í þroska. Áhætturnar eru sérstaklega miklar fyrir fyrirbura sem fæðast of litlir fyrir sinn meðgöngualdur og hafa læknisfræðileg vandkvæði.

28
Q

Hvað eru léttburar?

A

Léttburar eru börn sem fæðast létt, undir 2,5 kg. Þau eru oft fyrirburar en einnig léttburar sem eru léttir miðað við lengd meðgöngu. Áhrif á þroska: aukin hætta á dauða eftir fæðingu, auknar líkur á frávikum í taugaþroska, lakari vitsmunaþroski. Aðstæður geta þó skipt verulegu máli. Góðar aðstæður draga verulega úr líkum á þroskavandkvæðum.