Kafli 3 - Þroski fósturs Flashcards
Í hvaða þrjú tímabil skiptist fósturþróun?
Eggstig: Frá getnaði og þar til fóstrið hefur fest sig við legvegginn, 8-10 dagar (14 daga).
Frumfósturstig/Fósturvísistig: Frá því að fóstrið festist við legvegginn þar til 8 vikur eru liðnar, en þá hafa öll helstu líffæri myndast. 3-8 vika meðgöngu. U.þ.b. sex vikna tímabil, helstu líffæri myndast, lífvera byrjar að bregðast við áreiti. Þroski fylgir lögmálunum “miðlægt-útlægt” og “frá toppi til táar”.
10-13 dagur: Frumur skiptast í útlag, miðlag og innlag.
3.vika: Heilinn skiptist í þrjá hluta og hjartað byrjar að slá.
4.vika: Stærstu æðarnar tilbúnar, eyru, augu, hryggjaliðir og meltingarkerfið þroskast.
5.vika: Naflastrengurinn myndast, lungun eru á frumstigi, vöðvar og hendur einnig.
6.vika: Hausinn verður ríkjandi í stærð, kjálkinn þroskast og ytra eyrað.
7.vika: Andlit og háls myndast, augnlok, magi, vöðvar. Heilinn myndar þúsundir taugafrumna á hverri mínútu.
8.vika: Þroski höfuðs, háls, eyrna eru á lokastigi og eftir þetta getur fóstrið brugðist við áreiti og örvun í kringum munninn.
Fósturstig: Tímabil sem hefst á 9. viku, fyrsta vísbending er hörðnun beina, og nær til fæðingar.
Fóstur þyngist og stækkar, skynfæri taka að starfa og fóstrið hreyfir sig.
Hvað er útlag?
Frumur sem verða að yfirborðinu, húð, nöglum, hluta af tönnum, augasteinum, innra eyranu og miðtaugakerfinu.
Hvað er innlag?
Frumur sem verða að meltingarfærunum og lungunum.
Hvað er miðlag?
Frumur sem verða að vöðvum, beinum, blóðrásarkerfinu og innra lagi húðarinnar.
Hvað er fósturskaðvaldur?
Utanaðkomandi þáttur sem getur valdið skaða á fóstri. Þættir sem hafa áhrif á þann skaða sem getur stafað af fósturskaðvaldi eru m.a. hættutími: sérstök hætta á vansköpun á því tímabili sem tiltekið líffærakerfi er að myndast, viðkvæmni tiltekins fósturs, áhrif geta verið sértæk, magn og varanleiki og ástand móður. Sumir fósturskaðvaldar hafa lítil sem engin áhrif á móðurina en geta stórskaðað fóstrið.
Hvaða áhrif hefur neikvætt viðhorf til þungunar?
Það getur aukið líkur á léttbura og verra ástandi nýbura, rannsóknir á konum sem óskuðu eftir fóstureyðingu en fengu hana ekki. Þau börn sem mæðurnar vildu ekki voru léttari og þurftu á meiri læknisaðstoð að halda, þrátt fyrir að mæður þeirra væru í góðu ástandi.
Hvaða áhrif hefur streita á meðgöngu?
Streita eykur magn streituhormóna sem aftur hefur áhrif á barnið. Konur gefa frá sér hormóna, adrenalín og cortisol, sem getur haft áhrif á fóstrið. Rannsóknir sýna að stressaðar mæður eignuðust árásargjarnari börn, mælt um 3 ára aldur. Rannsóknir á stressi mæðra (á viku 19) sýndu að börn þeirra, 6-9 ára, höfðu minna af “gráu” í ákveðnum hlutum heilans, sem tengjast vitsmunalegri frammistöðu. Þær konur sem sögðust stressaðar á 25 eða 31 viku höfðu engin áhrif á vitsmunalegan þroska barna sinna.
Hvers vegna er fólínsýra nauðsynleg?
Hún er nauðsynleg fyrir taugakerfi fóstursins, en án fólínsýru getur hryggsúlan orðið gölluð eða heilinn og hauskúpan ekki þroskast næganlega, sem veldur dauða. Mælt er með inntöku fólínsýru fyrir konur á barneignaraldri
Hvaða áhrif hefur mikill næringarskortur eða vannæring á meðgöngu?
Á fyrstu 3 mánuðunum getur það valdið afbrigðileika í miðtaugakerfi, fyrirburafæðingu eða fósturláti, en næringarskortur á síðustu 3 mánuðunum gat hamlað vöxt fóstursins og valda lágri fæðingarþyngd. Minni næringarskortur getur einnig verið skaðlegur: aukin hætta á hjartaveiki, sykursýki, slögum og öðrum sjúkdómum.
Hvaða áhrif hefur of mikil næring?
Það veldur því að börn verða of þung miðað við meðgöngu, algengt er að mæður þjáist af offitu og sykursýki, og börnin eru líkleg til að þróa þá sjúkdóma með sér einnig. Fjöldi nýbura í yfirþyngd hefur aukist undanfarið.
Hvaða áhrif hafði lyfið Thalidomite á fóstur?
Lyf sem var notað við morgunógleði óléttra kvenna (1956-61). Olli alvarlegum fósturgöllum, börn fæddust án útlima, gölluð heyrn og sjón einnig algeng. Um 8000 afbrigðileg börn fæddust áður en vandamálið var rakið að lyfinu.
Hvaða lyfseðilskyldu lyf hafa áhrif á fóstur?
Sýklalyf gegn unglingabólum, blóðstorkulyf, lyf gegn krampa, gervihormónar, geðklofalyf, róandi lyf og verkjalyf.
Hver eru einkenni “fetal alcohol syndrome”?
Einkenni eru óvenjulega lítið höfuð, óþroskaður heili, óeðlileg augu, meðfæddur hjartasjúkdómur, sködduð liðamót og vanskapað andlit. Líkur eru á líkamlegri og andlegri hömlun. Mest hætta á skaða er fyrst á meðgöngunni. Enginn munur er á ef konur drekka minna eftir fyrstu 3 mánuðina, skaðinn er skeður. Minni drykkja getur valdið örðugleikum í námi og hegðun á unglingsárum. Rannsóknum ber ekki saman ef um minni drykkju er að ræða, eitt til tvö vínglös á dag.
Hver eru áhrif koffíns á fóstur?
Koffín í miklu magni er tengt léttburum og skorti á beinvexti. Þó sýna engar rannsóknir að koffín valdi vansköpun á fóstri.
Hver eru áhrif tóbaks/nikótíns á fóstur?
Tóbak/nikótín veldur ekki vansköpun en getur þó skaðað fóstrið, tengt fósturláti, andvana fæðingu og nýburadauða. Níkótín veldur skemmd í fylgjunni, sem veldur skorti á næringu og súrefni til fóstursins. Mæður sem reykja eignast oftar léttbura, en magnið skiptir máli. Óbeinar reykingar geta einnig skaðað og níkótín hefur verið tengt við svefnvandamál fyrstu 12 ár barnsins.