Kafli 5 - Vitsmuna- og líkamsþroski ungabarna Flashcards

1
Q

Líkami ungabarna

A

Það eiga sér ótrúlegar breytingar á líkama barna frá 3 mánaða til 2 ára. Stærð líkamans breytist og hlutföll hans, einnig vöðvar og bein og heilinn þroskast. Hraður vöxtur, þrefaldar þyngd og lengist um 25 cm á fyrsta ári. Beinmyndun, bein harðna. Vöðvar lengjast og gildna, tengist getu til að standa upprétt og ganga. Stelpur þroskast fyrr en strákar eru stærri.

Breytingar á hlutföllum líkama. Höfuðið er um 50% af líkama fósturs, um fæðingu er það 25% líkamans og á fullorðinsárum er höfuðið um 12%.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Heili ungabarna

A

Heili þroskast hratt. Heili væntir reynslu: heilinn væntir þess að veröldin muni bjóða upp á ákveðna, reynslu, t.d. mynstur af birtu og myrkri, ýmis konar bragð og lykt, language, og þroskast eftir þessari reynslu. Heili er háður reynslu: þroski á sér stað sem viðbrögð við sérstakri reynslu. Tvær meginspurningar: Hver eru tengslin á milli þroska ákveðinna heilasvæða og nýrra hæfileika eða getu? að hvaða marki getur reynsla, eða skortur á reynslu, haft áhrif á þroska eða virkni heila?

Heilinn vex mikið fyrsta árið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Þroski heila og atferli

A

Heilabörkurinn er mjög óþroskaður við fæðingu, tengist flókinni virkni, t.d. hegðun, óhutbundunni hugsun, lausn vandamála og tungumáli. Framheilabörkur, bakvið ennisblaðið, skiptir miklu máli þegar kemur að viljastýrðri hegðun. Byrjar að þroskast milli 7-9 mánaða. Eykur getu barna til að halda aftur af sér, og stjórna betur því sem þau ætla sér. Með þessum hætti geta þau einnig stoppað og hugsað um hvað þau ættu að gera.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Framennisvæði/framheilabörkur

A

Er hluti af heilaberki sem er staðsettur beint fyrir aftan ennið og er mikilvægur í þroska viljastýrðrar hegðunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er Myelini?

A

Fitusýrur sem einangra taugasíma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Þroski heila og reynsla

A

Hversdagsleg reynla getur haft áhrif á virkni og þroska heila. Reynsla hefur áhrif á hvaða taugatengingar eru nýttar og hvaða taugatengingar mega missa sín. Heili ungra barna er tilbúinn til að læra, hann myndar ótrúlegt magn taugatenginga en sker síðan niður þær sem ekki eru nýttar. Rannsókn á rómönskum munaðarleysingjahælum sína hvaða áhrif skortur á örvun hefur á þroska heila. Átti sér stað fyrir 1990. Munaðarleysingjarnir fengu almenna umönnun hvað varðar mat og hreinlæti, en skorti félagsleg samskipti og vitsmunalega örvun. Eyddu mestum tímanum í rimlarúmum með ekkert að horfa á nema veggi. Þegar börnin voru ættleidd voru þau líkamlega, vitsmunalega og tilfinningalega skert. En gat reynslan á nýja heimilinu bætt upp fyrir þessa slæmu reynslu?

Nýlegar rannsóknir sýna að þó börnin hafi eytt rúmum 7 árum á nýju heimili sjást ennþá merki um skortinn, nema þau hafi verið ættleidd fyrir 6 mánaða aldur. Skorturinn var meiri, eftir því sem börnin voru eldri þegar þau voru ættleidd. Milli 6-24 mánaða þroskast heilinn mjög mikið, en hann þarfnast reynslu. Á ákveðnu næmiskeiði verður heilinn fyrir meiri áhrifum frá reynslu, eða skorti á henni. Á munaðarleysingjahælunum skorti bæði það að heilinn væntir reynslu: almenn reynsla sem þörf er á til að styrkja og fínstilla taugatengingar, og einnig að heilinn er háður reynslu: skorturinn á munaðarleysingjahælinu hefur mjög slæm áhrif. Heilaskannar á þessum munaðarleysingjum sýndu skort á virkni á ákveðnum heilasvæðum, sérstaklega þeim sem tengdust tilfinningum og hvatningu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hver er ein mesta þroskabreyting sem á sér stað á milli 3 mánaða og 2 ára?

A

Aukin geta ungabarnsins til að kanna umhverfið með því að grípa og handleika hluti og hreyfa sig úr stað. Þessi aukna geta hefur mikil áhrif á vitsmunalegan, félagslegan og tilfinningalegan þroska. Með aukinni hreyfigetu geta þau kannað heiminn betur, auk aukinna félagslegra samskipta (ekki snerta þetta!) og hrós.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað eru fínhreyfingar?

A

Hreyfingar handa, að meðhöndla hluti. Þroski og samhæfing lítilla vöðva, t.d. í fingrum og augum. Gerir okkur kleift að nota verkfæri. Barnið fer að geta borðað og klætt sig sjálft. Þýðir einnig að barnið getur opnað skúffur, skápa og komist að hættulegum hlutum. Um 3 mánaða fer getan til að grípa hluti að aukast með æfingunni. Um 5 mánaða aldur vita börn ef hlutir eru of langt í burtu og reyna ekki að sækja það. Um 9 mánaða er tæknin þeirra orðin þróaðari og þau eiga auðveldara með að grípa hluti. Um 12 mánaða þróast tangargripið, með þumal- og vísifingri.

6 mánaða: Setur dót í munn, teygir sig eftir og grípur í hluti, hristir hluti og færir hluti frá einni hendi til annarrar.

12 mánaða: Grípur litla hluti með þumal og vísifingri, lemur hlutum saman og setur litla hluti í bolla eða box.

18 mánaða: Tekur af sér húfu, sokka og vettlinga, flettir blaðsíðum, raðar tveimur kubbum, heldur á dóti og labbar og krotar með vaxlitum.

24 mánaða: Drekkur með röri, borðar sjálft með skeið, byggir turn með 3-4 kubbum og opnar skápa, skúffur og box.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað eru grófhreyfingar?

A

Að hreyfa sig úr stað. Þroski stórra vöðva líkamans sem gerir barninu fært að hreyfa sig. Hreyfing (locomotion): Getan til að hreyfa sig úr stað á eigin spýtur. Mikill breytileiki á því hvenær börn fara á næsta stig grófhreyfinga.

Stig grófhreyfinga eru:

  • Sitja án stuðnings (4-9 m).
  • Standa með stuðningi.
  • Skríða, á hnjám og höndum (flestir 8-9 m). Börn fara að taka eftir hæðarmun um 7-9 mánaða aldur. Börn verða ekki hrædd við hæðamuninn fyrr en þau hafa reynslu af því að skríða um eins síns liðs. Horfa á mömmu. Kallað dýptarskynjun.
  • Labba með aðstoð.
  • Standa án aðstoðar.
  • Labba án aðstoðar (8-18 m). Oftast í kringum eins árs afmælið. Þau nýta sér félagslegan samanburð: Börn líta á foreldra til að fá vísbendingu um hvernig skal haga sér í óþekktum aðstæðum. Börnin fylgja þó frekar sínum eigin innsæi en því sem foreldrarnir segja, þegar kemur að hættulegum halla. Börn geta einungis labbað þegar allt hefur þroskast: upprétt staða, samhæfing fótleggja, vöðvastyrkur, þyngdarskipting og jafnvægisskyn.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Skynhreyfistig

A

Skynhreyfistig: Barnið kannar og meðhöndlar heiminn með skynjun og hreyfingu. Hringsvörun er atferli eða hreyfing sem barnið framkvæmir og hefur eftirsóknarverðar afleiðingar. Barnið endurtekur atferlið sem festist í sessi.

  • Viðbragðaþrep (0,1.5): Notar ósjálfsráð viðbrögð, sjúga, grípa og horfa. Lærir að stjórna og samhæfa.
  • Fyrstu hringsvaranir (1,5-4): Barnið endurtekur eftirsóknarverðar hreyfingar fyrir sjálfan sig, bundnar líkama barnsins.
  • Aðrar hringsvaranir (4-8): Barnið veitir því athygli hvernig gjörðir þess geta haft áhrif á umhverfið. Athafnir beinast að hlutum utan líkama barnsins, að láta spennandi atburði halda áfram.
  • Samhæfing annarra hringsvarana (8-12): Skemu eru samhæfð til að ná fram ákveðnum áhrifum, fyrsta stig lausna á vandamálum. Marksækin hegðun og þau byrja að leita eftir hlut sem hverfur úr augsýn.
  • Þriðju hringsvaranir (12-18): Úthugsaðir aðferðir lausna á vandamálum, tilraunir til að sjá útkomuna. Virk tilraunastarfsemi, happa-glappa aðferð.
  • Andlegar tilraunir/Táknskilningur (18-24): Upphaf táknbundinnar hugsunar, færni til að búa til myndir í huganum og geyma þær. Ný aðferð við lausn vandamála með notkun ýmissa tákna. Fyrir 18 mánaða aldur geta börn ekki hugsað um það sem það sér ekki þá stundina, en þá þroskar það með sér táknbundna hugsun. Andleg tákn og tilraunir, táknbundinn leikur. Tafin eftirlíking: Gera til að líkja eftir atferli sem þau hafa séð annan framkvæma nokkru fyrr.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er hlutfesti?

A

Börn undir 8 mánaða aldri leita ekki að hlut sem hverfur úr augsýn (out of sight, out of mind). Eftir þennan aldur byrja byrja börn að gera sér mynd af hlutnum í huganum. Skilningur er þó ófullkominn. Börn á fyrsta ári gera A- ekki-B villu. Leita að hlut þar sem hann fannst síðast fremur en þar sem barnið sá hann falinn. Hlutfesti er að skilja að hlutur er til staðar þó hann sé horfinn. Piaget taldi hlutfesti einungis vera þroskað þegar barnið leitaði að hlut sem týndist

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er A - ekki -B villa?

A

Barnið leitar að hlut þar sem hann fannst síðast fremur en þar sem barnið sá hann falinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er kennslaminni?

A

Þegar börn bera kennsl á hluti og fólk. Börnin þekkja það sem þau hafa gert áður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað er upprifjunarminni?

A

Þegar börn framkallua mynd af hlut í huga sem ekki er til staðar. Gerir börnum kleift að rifja upp hluti og atburði án þess að vera minnt á það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly