Kafli 4 - Fyrstu þrír mánuðurnir Flashcards
Hvað gerir vaxtartafla?
Hún sýnir meðalhæð, þyngd og aðrar mælingar vöxts, byggðan á miklum fjölda ungabarna sem hafa þroskast eðlilega. Þessar töflur eru notaðar til að meta þroska ungabarnsins.
Hve margar taugafrumur hefur heilinn við fæðingu?
Um 100 milljarða
Vöxtur heila
Vöxt heila má rekja til aukinna tengsla milli tauga og einangrunar (Myelination), þar sem taugasímar einangrast sem eykur hraða taugaboða. Myelin er einangrandi efni sem einangrar taugasíma og hraðar skilaboðunum frá einni taugafrumu til annarrar. Taugafruma tekur á móti upplýsingum frá öðrum taugafrumum í gegnum griplu og flytur upplýsingarnar til annarra frumna í gegnum taugasíma. Bilið á milli taugasíma einnar frumu og griplu annarrar kallast taugamót. Taugaboðefni er efni sem ein taugafruma sendir til þeirra næstu með skilaboð.
Ríkuleg tengsl taugafrumna
Hraður vöxtur í þéttleika taugafrumna, sem undirbýr heilann fyrir víðtækt svið hugsanlegrar reynslu. Mun fleiri tengingar verða til en líklegt er að nýburinn muni nokkurn tímann nýta sér.
Snyrting taugafrumna
Taugatengingar sem ekki eru nýttar deyja
Taugakerfi væntir reynslu
Vinnsla í þroska heilans sem býst við reynslu sem er almenn í öllum eðlilega þroskuðum mennskum einstaklingum. Tiltekin umhverfisáhrif nauðsynleg eðlilegum þroska heilans. Undir stjórn erfða, tiltekin umhverfisáhrif (t.d. sjónáreiti) sem oftast eiga sér stað í venjulegu umhverfi nauðsynleg eðlilegum þroska heilans. Gerir ungabörnum kleift að nýta sér umhverfisáhrif til að þroska með sér almenna hegðun og getu. Skortur á þessum áreitun, t.d. með blind börn, getur orðið til þess að heilinn þroskast ekki eðlilega.
Taugakerfi er háð reynslu
Þroski taugatenginga sem verða vegna viðbragða við ákveðinni einstaklingsbundinni reynslu. Sérstök einstaklingsbundin reynsla getur haft áhrif á þroska heila. Gerir lífverunni kleift að nýta sér nýja og breytilegar upplýsingar í umhverfinu. Það er þetta kerfi sem gerir mönnum kleift að læra af eigin reynslu.
Rotturannsóknir
Þar sem rottur voru annað hvort aldar upp í hefðbundnum búrum með vatni og mat, eða í umhverfi með ýmsum þrautum og dóti sem skipt var um daglega til að halda því áhugaverðu, auk þess sem þau fengu ýmsa þjálfun, sýndi fram á að heili rottanna í örvandi umhverfinu var mun þroskaðara en hinna rottanna. Rotturnar áttu auðveldara með að læra, aukin þyngt heilabarkar, aukið magn ensíms sem ýtir undir lærdóm, aukinn þroski taugafrumna og fleiri taugatengingar.
Hvaða hlutverki gegnir heilastofn?
Heilastofn stjórnar grunnviðbrögðum, líkt og að blikka og sjúga, anda og sofa. Heilastofninn er mest þróaða svæðið í heilanum við fæðingu.
Hvaða hlutverki gegnir heilabörkur?
Heilabörkur er flóknasti hluti miðtaugakerfisins. Það er ysta lag heilans, net taugafrumna í heilaberkinum samþætta upplýsingar frá öðrum skynfærum við fyrri reynslu og vinna úr þeim, sem birtist í mennskum hugsunum og gerðum. Í heilaberki fer fram ýmis æðri starfssemi.
Hvernig er heyrn ungabarna?
Ungabörn greina á milli allra málhljóða stuttu eftir fæðingu en síðar einungis þeirra sem eru aðgreind í þeirra málumhverfi. Þau vilja frekar heyra móðurmál sitt en önnur tungumál.
Hvað er hljóðungur?
Minnsta hljóðeiningin í mannamáli sem getur breytt merkingu, ef hann er tekinn í burtu úr orði eða honum bætt við. Þau eru mismunandi eftir tungumálum (t.d. hv og kv hljómar eins, au, ey og allir sam- og sérhljóðar).
Hvernig er sjón nýbura?
Sjá illa frá sér. Sjón er nokkuð óskýr og talið er að nýburar sjái tvöfalt stuttu eftir fæðingu. Um tveggja mánaða aldur þroskast sjónin svo barnið geti greint á milli lita. Þau hafa getuna til að aðgreina mynstur frá einlitu, og kjósa frekar það sem hreyfist eða það sem líkist andliti. Um fjögurra mánaða aldur eru börn farin að sjá ágætlega, miðað við fullorðna.
Hvernig er lyktarskyn nýbura?
Hæfileiki til að greina á milli mismunandi lyktar við fæðingu.
Hvernig er bragðskyn nýbura?
Hæfileiki til að greina á milli mismunandi bragðs við fæðingu.