Kafli 9 - Félagsþroski á leikskólaaldri Flashcards
Hvað er félagsmótun?
Þar sem börnin læra siðareglur, gildi og vitneskju samfélagsins auk þess að verða hluti af stærra samfélagi.
Hvað er persónuþroski?
Þar sem börnin þroska sín eigin mynstur af tilfinningum, hugsun og hegðun í mismunandi aðstæðum. Þau verða ólík öðrum, verða sín eigin persóna.
Hver eru fjögur meginsvið félagsþroska?
- Þróun sjálfsvitundar
o Erikson: Frumkvæði eða sektarkennd: stig þar sem börn mæta þeirri áskorun að halda áfram að lýsa yfir sjálfræði og stöðu sinni sem einstaklingi, en með aðferð þar sem þeir taka tillit til félagslegra hlutverka og siðferðislegra reglna samfélagsins.
o Auðkenning: Sálfræðilegt ferli þar sem börn reyna að lítu út, haga sér, finnast og vera eins og mikilvægir einstaklingar í lífi þeirra. - Siðferðisþroski
- Þróun sjálfsstjórnar
- Þróun ýgi og æskilegrar hegðunar
Hvað er kynímynd?
Aðskilnaður kynjanna. 2 ára börn vilja vera hjá mömmu, en 3-4 ára börn fara oft að samsama sig foreldri af sama kyni. Stelpur leika sér frekar við stelpur frá 2-3 ára aldri, og strákar einnig.
Hvað eru félagsnámskenningar?
Kenningar sem leggja áherslu á tengsl hegðunar og afleiðinga við það sem börn læra með því að fylgjast með og eiga samskipti við aðra í félagslegum samskiptum.
Þróun kynímyndar í gegnum herminám, þar sem börn fylgjast með og herma eftir fólki af sama kyni. Þau sjá sjálfan sig í fólki af sama kyni. Foreldrar og aðrir styrkja líka þá hegðun sem passar hvoru kyni um sig, þarf ekki endilega að vera meðvitað.
Hvað eru hugrænar skýringar?
Þróun kynímyndar tengist hugrænum þroska. Börn skilja kynímynd þegar þau skilja hvað það felur í sér að vera strákur eða stelpa. Þróun kynímyndar er því partur af almennum vitsmunaþroska.
Hvað er samsömun?
Börn reyna að líkjast mikilvægum persónum sem
þau umgangast (sbr. foreldrar).
Hvað er stöðugleiki kyns?
Börn skilja að kyn þeirra er stöðugt. Ég er strákur og verð því maður eins og pabbi.
Hvað er örugg kynímynd?
Ung börn gætu trúað því að kyn þeirra breytist ef ytra útliti þeirra er breytt á einhvern hátt. Þroska kynímyndar er lokið þegar þau skilja að kyn þeirra mun ekki breytast, sama hvað. Þrátt fyrir að þau klæði sig upp eins og hitt kynið, muni þau aldrei skipta um kyn. Ég mun alltaf vera stelpa þó ytra útlit breytist. Eftir það fer kynímynd að stjórna hugsun þeirra og hegðun.
Hvað er kenning um kynskema?
Sameinað sjónarhorn. Strákar og stelpur haga sér öðruvísi löngu áður en þau hafa nokkrun skilning á hugtökunum strákur og stelpa. Þessi munur veldur því að stelpur og strákar aðgreina sig snemma hvort frá öðru. Kynrétt hegðun er einnig styrkt snemma. Þróa þess vegna mjög snemma með sér forskriftir eða skemu um það hvað það er að vera stelpa eða strákur (kynskema). Þessi skemu stjórna svo hegðun þeirra. Stelpur og strákar beina athyglinni að þeim hlutum sem samræmast þeirra kynskema. Skemu þeirra geyma upplýsingar um kynin sem eru notuð til að vinna úr upplýsingum tengdum kynum, t.d. hvaða dót, föt, athafnir og áhugamál eru fyrir konur eða karla.
Hvað er menningarlegt sjónarmið?
Þar sem kynflokkar eru hluti af menningarverkfærum samfélagsins, sem móta hegðun barna til að skipuleggja athafnir og hvernig þau umgangast umhverfið sem stelpur eða strákar. Staðalímyndir og menningarlegar hugmyndir hafa mikil áhrif. Það getur jafnvel verið erfitt fyrir foreldra að brjóta niður staðalímyndir, sama þó þau vilji það.
Hvað er þjóðernisvitund?
Það er að gera sér grein fyrir því að tilheyra sérstökum þjóðernishópi, með tilheyrandi viðhorfum og tilfinningum. Vitund um að tilheyra ákveðnum þjóðernishópi fer að gera vart við sig hjá börnum um 4 ára aldur. Foreldrar geta gefið börnum sínum mismunandi skilaboð um þjóðerni. Ákveðið þjóðerni getur haft félagsleg, sálfræðileg og hagfræðileg sérkenni. Það hefur einnig áhrif hvort um minnihlutahóp er að ræða og hve blandaðir þjóðernishóparnir eru í hverju samfélagi. Kynþáttafordómar geta haft mikil áhrif, en rannsóknir sýna að svört börn vilja frekar hvítar dúkkur en svartar. Skilaboð til barna eru mismunandi, hvaða þjóðernishópur er bestur, hvort þeirra hópur sé slæmur eða góður, eða hvort allir hópar séu jafnir.
Hvað er sjálfsmynd?
Skyn manneskju af sjálfi sínu helst stöðugt með tímanum (I-Self), auk skyns um persónuleika, líkt og útlits og getu (Me-self). Foreldrar hafa áhrif á sjálfsmynd, með því að hjálpa börnum að mynda skyn um það hvað þau eru. Sjálfsmynd ungra barna á það til að vera sveigjanleg, eins og sést á sjálfslýsingum, þar sem þau einbeita sér að ótengdum einkennumm sen börnin sjá oft óraunverulega jákvæð. Foreldrar aðstoða með að hjálpa þeim að mynda minningu um sjálfan sig, eða persónulega sögu.
Hvernig lýsa börn sjálfum sér?
- 4-6 ára: Nefna líkamleg eða önnur áþreifanleg einkenni. Hafa óraunhæfar bjartsýnishugmyndir um eigið ágæti. Frásögn er breytingum háð.
- Síðar: Vísa í auknu mæli til innri eiginleika (feimin, hreinskilin) og fara að skilgreina sig og sína eiginleika út frá öðrum.
Hvað er siðferðisþroski?
Hvað er rétt og hvað er rangt?