Námskenningar og atferlismótun Flashcards
Hvað er klassísk skilyrðing?
Áreiti sem áður var hlutlaust vekur (elicits) svörun af því að það
hefur verið parað við annað áreiti sem vekur svörun. (sbr. hundar
Pavlovs)
- Óskilyrt áreiti/ÓÁ(unconditioned stimulus)/UCS (matur)
– Óskilyrt svörun/ÓS (unconditoned response)/UCR (slef)
– Skilyrt áreiti/SÁ (conditoned stimulus)/CR (bjalla)
– Skilyrt svörun/SS (conditioned response)/CR (slef)
Hver er faðir námssálarfræði?
Watson
Hvað er slokknun?
Jákvæð eða neikvæð styrking hættir og smám saman dregur úr hegðun. Ein undirtegund er virk hunsun, að hætta að styrkja hegðun með athygli.
o Nemendur eiga að rétta upp hönd til að tala. Jón kallar eitthvað yfir bekkinn en kennari og aðrir nemendur sýna engin viðbrögð. Líkur á að Jón kalli yfir bekkinn minnka.
o Almenn regla að nemendur séu kurteisir. Jón sýnir kurteisa hegðun en enginn sýnir jákvæð viðbrögð við því. Líkur á að Jón sýni kurteisa hegðun minnka.
Hvað er gagnskilyrðing?
Meðferðarform sem felst í
að slökkva ósæskilegt viðbragð og setja annað þess í stað
Hvað er virk skilyrðing?
Nám þar sem virk hegðun styrkist eða veikist vegna áhrifa af afleiðingunum, að gefnum tilteknum aðdraganda.
Menn og dýr hafa tilhneigingu til að endurtaka
atferli sem hefur eftirsóknarverðar afleiðingar en
draga úr atferli sem hefur afleiðingar sem þau
vilja forðast.
Hvað er styrking?
Eitthvað sem ýtir undir að tiltekin hegðun eigi sér stað. Með orðinu jákvætt er ekki átt við að eitthvað sé æskilegra, heldur er það jákvætt ef áreiti birtist en neikvætt ef áreiti hverfur, en sama á við um jákvæða eða neikvæða styrkingu.
Hvað er jákvæð styrking?
Eftirsóknarvert áreiti birtist í kjölfar
hegðunar.
Hvað er neikvæð styrking?
Áreiti sem lífvera vill forðast er
fjarlægt.
Hvað er refsing?
Afleiðing hegðunar sem hefur
þau áhrif að það dregur úr hegðun eða hún er bæld.
Hvað er jákvæð refsing?
Áreiti sem lífvera vill forðast kemur í
kjölfar hegðunar.
Hvað er neikvæð refsing?
Eftirsóknarvert áreiti fjarlægt í kjölfar
hegðunar.
Hvað er sjálfkvæm endurheimt?
Hegðun sem hefur verið slökkt eykst án styrkingar.
Hvað er aðdragandi?
Það sem gerist rétt áður en hegðun á sér stað.
* Aðdragandi viðeigandi hegðunar ýtir undir viðeigandi hegðun, t.d. skýr fyrirmæli, leiðbeiningar og aðstoð. Þegar Íris fær fyrirmæli um að ganga frá setur hún dótið sitt ofan í tösku.
* Aðdragandi erfiðrar hegðunar kemur hinni erfiðu hegðun af stað, kveikja er t.d. stríðni, fyrirmæli, verkefni, áreiti. Þegar Jón á að að reikna dæmi hendir hann bókinni í gólfið og blótar.
Hvað eru afleiðingar?
Það sem gerist strax á eftir hegðun og hefur áhrif á hvort hún eigi sér stað aftur við sömu aðstæður, þ.e. sama aðdragandi.
Hvað eru styrkjandi afleiðingar?
Atburðir eða áreiti sem auka hegðun, sem fer saman við tilgang hegðunar. Afleiðingarnar geta styrkt…
* viðeigandi hegðun (Þegar Íris setur dótið í töskuna hrósar kennarinn henni og Íris gleðst yfir því að allt sé á sínum stað)
* erfiða hegðun (Þegar Jón hendir bókinni á gólfið og blótar, fer kennarinn til hans og aðstoðar hann.