Námskenningar og atferlismótun Flashcards

1
Q

Hvað er klassísk skilyrðing?

A

Áreiti sem áður var hlutlaust vekur (elicits) svörun af því að það
hefur verið parað við annað áreiti sem vekur svörun. (sbr. hundar
Pavlovs)
- Óskilyrt áreiti/ÓÁ(unconditioned stimulus)/UCS (matur)
– Óskilyrt svörun/ÓS (unconditoned response)/UCR (slef)
– Skilyrt áreiti/SÁ (conditoned stimulus)/CR (bjalla)
– Skilyrt svörun/SS (conditioned response)/CR (slef)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er faðir námssálarfræði?

A

Watson

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er slokknun?

A

Jákvæð eða neikvæð styrking hættir og smám saman dregur úr hegðun. Ein undirtegund er virk hunsun, að hætta að styrkja hegðun með athygli.
o Nemendur eiga að rétta upp hönd til að tala. Jón kallar eitthvað yfir bekkinn en kennari og aðrir nemendur sýna engin viðbrögð. Líkur á að Jón kalli yfir bekkinn minnka.
o Almenn regla að nemendur séu kurteisir. Jón sýnir kurteisa hegðun en enginn sýnir jákvæð viðbrögð við því. Líkur á að Jón sýni kurteisa hegðun minnka.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er gagnskilyrðing?

A

Meðferðarform sem felst í
að slökkva ósæskilegt viðbragð og setja annað þess í stað

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er virk skilyrðing?

A

Nám þar sem virk hegðun styrkist eða veikist vegna áhrifa af afleiðingunum, að gefnum tilteknum aðdraganda.
Menn og dýr hafa tilhneigingu til að endurtaka
atferli sem hefur eftirsóknarverðar afleiðingar en
draga úr atferli sem hefur afleiðingar sem þau
vilja forðast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er styrking?

A

Eitthvað sem ýtir undir að tiltekin hegðun eigi sér stað. Með orðinu jákvætt er ekki átt við að eitthvað sé æskilegra, heldur er það jákvætt ef áreiti birtist en neikvætt ef áreiti hverfur, en sama á við um jákvæða eða neikvæða styrkingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er jákvæð styrking?

A

Eftirsóknarvert áreiti birtist í kjölfar
hegðunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er neikvæð styrking?

A

Áreiti sem lífvera vill forðast er
fjarlægt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað er refsing?

A

Afleiðing hegðunar sem hefur
þau áhrif að það dregur úr hegðun eða hún er bæld.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er jákvæð refsing?

A

Áreiti sem lífvera vill forðast kemur í
kjölfar hegðunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað er neikvæð refsing?

A

Eftirsóknarvert áreiti fjarlægt í kjölfar
hegðunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað er sjálfkvæm endurheimt?

A

Hegðun sem hefur verið slökkt eykst án styrkingar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er aðdragandi?

A

Það sem gerist rétt áður en hegðun á sér stað.
* Aðdragandi viðeigandi hegðunar ýtir undir viðeigandi hegðun, t.d. skýr fyrirmæli, leiðbeiningar og aðstoð. Þegar Íris fær fyrirmæli um að ganga frá setur hún dótið sitt ofan í tösku.
* Aðdragandi erfiðrar hegðunar kemur hinni erfiðu hegðun af stað, kveikja er t.d. stríðni, fyrirmæli, verkefni, áreiti. Þegar Jón á að að reikna dæmi hendir hann bókinni í gólfið og blótar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað eru afleiðingar?

A

Það sem gerist strax á eftir hegðun og hefur áhrif á hvort hún eigi sér stað aftur við sömu aðstæður, þ.e. sama aðdragandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað eru styrkjandi afleiðingar?

A

Atburðir eða áreiti sem auka hegðun, sem fer saman við tilgang hegðunar. Afleiðingarnar geta styrkt…
* viðeigandi hegðun (Þegar Íris setur dótið í töskuna hrósar kennarinn henni og Íris gleðst yfir því að allt sé á sínum stað)
* erfiða hegðun (Þegar Jón hendir bókinni á gólfið og blótar, fer kennarinn til hans og aðstoðar hann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað eru bakgrunnsáhrifavaldar?

A

Aðrir einstaklingsbundnir þættir sem ýta undir að tiltekin hegðun eigi sér stað. Bakgrunnsáhrifavaldar eiga sér stað áður en aðdragandi hegðunar kemur fram og ýtir undir, eða minnkar líkur á, að tiltekin hegðun birtist. Bakgrunnsáhrifavaldar geta ýtt undir….
* viðeigandi hegðun, t.d. ná athygli áður en fyrirmæli eru gefin, tryggja að nemendur kunni grundvallaratriði vel áður en flóknari hlutir eru lagðir inn, ná góðum tengslum við nemendur o.s.frv.
* erfðia hegðun, t.d. svefnleysi, rifrildi á leið í skóla, svengd, lítil kunnátta á námsefni, meðfæddar tilhneigingar eins og ADHD o.fl.
Mikilvægt er að taka tillit til bakgrunnsáhrifavalda við kennslu.
* Dæmi má nefna að kennari sinnir Gunnari í upphafi kennslustundar, sem verður til þess að Gunnar, sem venjulega hefur hátt og fer oft frá borðinu sínu í tíma, hagar sér vel í kennslustundinni. Aðdragandi að hávaðasamri hegðun Gunnars er venjulega stærðfræðibókin. Vegna þess að kennarinn gaf honum mikla athygli við upphaf kennslustundar minnkuðu líkurnar á því að hann sýndi óæskilega hegðun til þess að fá athygli frá kennaranum.

17
Q

Hvað er mótun?

A

Flókin hegðun sem lifveran
kann ekki er fengin fram/kennd með því að styrkja
atferli sem er stöðugt meira í áttina til þess atferlis
sem við viljum fá fram.

18
Q

Hvað er regluleg og óregluleg tímastyrking?

A

Regluleg tímastyrking (fixed interval) t.d á 10 mínútna fresti,

Óregluleg tímastyrking (variable interval) mismunandi tími milli styrkinga en heildarfjöldi hinn sami yfir ákveðið tímabil til dæmis 10 sinnum á klukkustund en dreift misjafnlega yfir það tímabil.

19
Q

Hvað er reglulegt og óreglulegt hlutfallssnið?

A

Reglulegt hlutfallssnið (fixed ratio) t.d
styrking veitt fyrir hverjar 10 svaranir.

Óreglulegt hlutfallssnið (variable ratio)
Styrking veitt eftir mismunandi margar svaranir.

20
Q

Hvað er alhæfing?

A

Þegar hegðun sem hefur verið styrkt í tilteknum aðstæðum yfirfærist á aðrar aðstæður. Því líkari sem aðstæðurnar eru, þeim mun meiri líkur á alhæfingu.

21
Q

Hvað er aðgreining?

A

Hegðun sem kemur fram og er styrkt í einum aðstæðum kemur ekki fram í öðrum aðstæðum. Andstæðan við alhæfingu.

22
Q

Hvað er samningsbundin styrking?

A

Styrking veitt samkvæmt
samningi sem kennari og nemandi hafa gert sín
á milli.