Kafli 13 - Félags- og tilfinningaþroski skólabarna Flashcards
Ný tegund sjálfsskilnings
Mikilvæg spurning samkvæmt Erikson er “hver er ég?” en það er talsverður munur á því hvernig þessari spurningu er svarað á mismunandi aldursskeiðum.
o Iðni eða vanmáttur: Börn dæma sig sjálf sem iðin og mæta kröfum fullorðinna með árangri, bæði heima og í skóla, eða vanmáta og óhæf um að mæta þessum kröfum. Jákvætt sjálfsmat tengist því að barnið sé iðið.
Hverjar eru helstu breytingar í þroska sjálfsmyndar hjá börnum á skólaaldri?
Tengdar/samhliða vitsmunalegum og félagslegum þroska
* 4-7 ára skilgreina sig út frá áþreifanlegum/hlutlægum þáttum
* 8-11 ára Félagslegur samanburður (social comparison
* 12-15 ára Persónuleg tengsl (interpersonal implications)
* Sjálfsmyndin verður bæði sundurgreindari, þ.e taka tillit til fleiri
þátta (sjá mynd í ljósriti á Canvas) og heildrænni (heildstætt mat)
* Samanburður á raunverulegu sjálfi og „fyrirmyndarsjálfi (ideal self)
* Mikið ósamræmi-> Hvatning til að bæta sig EÐA vanlíðan og vonbrigði
Hvað er sjálfsmat?
Sjálfsmat er mikilvægur kvarði á andlegt heilbrigði. Lágt sjálfsmat tengist depurð, kvíða og aðlögunarerfiðleikum í námi og og á félagslega sviðinu. Sjálfsmatið má ekki taka of miklar dýfur. Ein leið sem Susan Harter hefur mikið notað til að skoða þróun sjálfsmat hjá börnum þar sem þau flokka fullyrðingar eða myndir eftir því hvort þær eiga við sig. Flokkast í líkamlega getu, vitsmunalega/námslega getu, félagsleg viðurkenning og viðurkenning móður (almenn tilfinning á viðurkenningu).
o Yngri börn (6-7 ára) gera lítinn greinarmun á líkamlegri og vitsmunalegri getu, líklegt til að vera gott á báðum sviðum. Gera einnig lítinn greinarmun á félagslegri eða móðurlegri viðurkenningu, annað hvort viðurkennd eða ekki. Sjálfsmat þeirra endurspeglar færni og viðurkenningu.
o Sjálfsmat eldri barna (8-12 ára) er yfirleitt mun flóknara og aðgreindara, þau greina á milli vitrænnar, félagslegrar og líkamlegrar færni og almenni sjálfsvirðingu.
o Hátt sjálfsmat tengist því að foreldrar viðurkenni barnið, setji því skýr mörk og virði barnið sem einstakling. Tengist leiðandi uppeldisháttum. Rannsóknir á milli menningarsvæða benda þó til þess að samband sjálfsmats og uppeldishátta sé mun flóknara.
Hvernig er siðferðisþroski skólabarna?
Viðmið um hvað er rétt og rangt ekki eins háð utanaðkomandi boðum og bönnum, alvarleiki brota fer t.d. ekki aðeins eftir afleiðingunum, heldur hvort það var með vilja gert eður ei. Börn fara í auknu mæli að gera reglur samfélagsins að sínum. Börn fara að skilja eðli samfélagslegra reglna betur.
Hvernig er kenning Piaget um siðgæðiskennd?
Piaget fylgdist með börnum spila kúluspil og athugaði hvernig þau færu eftir reglunum. Hann taldi það ýta undir siðferðisþroska að taka þátt í íþróttum þar sem þurfi að fylgja ákveðnum reglum.
o Forstig siðgæðisþroska (4-5 ára): Vita lítið um reglur og búa til sínar eigin.
o Skyldusiðgæðisstig (6-8 ára): Kunna reglurnar nokkrun veginn og bera mikla virðingu fyrir þeim.
o Sjálfstætt siðgæðismat (10-12 ára): Kunna reglur en telja að hægt sé að breyta þeim með samkomulagi.Rétt og rangt fer frekar eftir ætlun þess sem framdi brotið, frekar en hversu mikill skaðinn var.
Hvernig er kenning Kohlberg um siðferðisþroska?
Kenning Kohlbergs byggir á hugmyndum Piaget. Hann lýsir því hvernig viðmið barna um hvað er rétt og rangt breytist í takt við hæfni þeirra til þess að setja sig í spor annarra. Hann beinir sjónum sínum að siðferðilegri rökleiðslu, um skaða og réttlæti.
Hvað eru klípusögur?
Klípusögur fólu í sér spurningar um gildi mannlífs, skyldur fólks gagnvart hvort öðru, skilning á lögum og reglum. Langfrægasta sagan er um Heinz sem á dauðvona konu, safnar pening fyrir lyfi en það er ekki nóg og endar með því að hann brýst inn og stelur lyfinu. Hefði Heinz átt að gera það? Af hverju/ af hverju ekki?
Stigakenning Kohlbergs um siðferðisþroska eru 3 skeið sem skiptast í 2 stig hvert. Fyrstu 3 stigin eiga við miðbernsku. Hvaða stig eru þetta?
o Forskeið hefðbundins siðgæðismats:
* stig 1 (5-6 ára): efnislegar og líkamlegar afleiðingar athafna. Það hvort athöfnin er rétt eða röng ræðst af afleiðingunum. Heinz ætti ekki að stela lyfinu því það er bannað og hann gæti lent í fangelsi. Það var allt í lagi að Heinz stæli lyfinu, það var ekki svo dýrt í rauninni. Rök barnanna einkennist af sjálflægni. Engin tilraun til að setja sig í spor annarra, ekkert verið að reyna að setja sig í spor Heinz,
* stig 2 (7-8 ára): eiginhagsmunahyggja og jöfn skipti. Börn skilja að allir hafa sinna hagsuma að gæta. Réttlæti er að allir eigi að fá jafnt, það sama skal yfir alla ganga. Siðferðisrök einkennast af einstaklingshyggju: ef þú hjálpar mér, þá hjálpa ég þér. Siðferðisrök eru því markmiðsmiðuð, það er ekki að því að nota aðra í eigin þágu- hér gildir ekki að allir eigi að vera góðir við alla. Heinz ætti að stela lyfinu því að kannski fær hann seinna krabbamein og þá mundi hann vilja að einhver stæli lyfinu fyrir hann.
o Skeið hefðbundins siðgæðismats (stig 3-4).
* stig 3 (10-11 ára): gagnkvæmar persónulegar væntingar. Skilja mjög vel þær tilfinningar og væntingar fólks sem standa þeim næst, vinir og fjölskylda. Rétt hegðun er sú sem uppfyllir væntingar þeirra sem barnið á í nánum samskiptum við. Það að vera góður einkennist af því að sýna öðrum hlýju og umhyggju - réttlætir flestar athafnir. Fara í fyrsta skipti að taka áform með í reikninginn. Þau segja að það sé rangt að stela lyfinu, en er skiljanlegt að hann hafi gert það því hann á að sýna eiginkonu sinni umhyggju. Þau vilja vera góð.
o Skeið sjálfstæðs siðgæðismats (stig 5-6).
Nánar:
I. Forskeið:*
1. Efnislegar og líkamlegar afleiðingar athafna 4-6 ára (hetorononous morality)
* 2. Eiginhagsmunahyggja og jöfn skipti, um 7-9 ára (instrumental morality)
- II. Hefðbundið stig*
3. Gagnkvæmar persónulegar væntingar 9-11 ára (good child morality) - Væntingar og reglur samfélags (Law- and order)
- III. Síðstig*
5. Samfélagssamningur og mannréttindi (social contract resoning) - Algild siðalögmál ((universal ethical principles)
Hvað er þróun félagsvænnar rökleiðslu?
Þróun félagsvænnar rökleiðslu felst í þeirri hugsun sem er notuð þegar reynt er að ákveða hvort eigi að deila, hjálpa eða hugsa um annað fólk þegar það getur komið sér illa fyrir mann sjálfan. Felst í því að ákveða hvort það á að hjálpa öðrum, deila með öðrum jafnvel þó það kosti barnið einhverja fórn. Nancy Eisenberg hefur notað klípusögur í anda Kohlbergs þar sem togast á eigin hagsmunir og hagsmunir annarra. Stigskiptar breytingar á rökleiðslu barna: aukin samkennd með aldri og taka meira tillit til félagslegra reglna (sjá bls. 477). 5 ára barn er líklegt til að segja að hún eigi að hugsa um eigin hagsmuni en 10 ára barn er líklegra til að vilja hjálpa öðrum.
Samskipti félaganna og virðingarstaða í hópnum hefur verið skipt í fjóra flokka. Hvaða flokkar eru það?
o Vinsæl börn: fá margar jákvæðar tilnefningar. þau eru fær í félagslegum samskiptum og hafa góða tilfinningu fyrir því hvernig á að falla í hópinn. Líta vel út. Sýna samkennd.
o Börn sem er hafnað: fá fáar jákvæðar tilnefningra og margar neikvæðar. Stundum eru þessi börn feimin og draga sig í hlé. Oft eru þau meðvituð um stöðu sína og eru óörugg. Algengasta ástæðan er árásargjörn hegðun. Hefur tilhneigingu til að ofmeta félagslega stöðu, mistúlka aðstæður. Getur verið erfitt að komast á annað stig, þó hegðun þeirra breytist.
o Afskipt börn: fáar jákvæðar og fáar neikvæðar tilnefningar. Ekkert sérlega félagslynd en eru hvorki árásargjörn né feimin. Þeim virðist vera sama um félagslega stöðu, en líklegt er að staða þeirra batni með tímanum. Þeim gengur oft vel í skólanum og kennurum líkar vel við þau.
o Umdeild börn: bæði jákvæðar og neikvæðar tilnefningar. Oft frekar árásargjörn en bæta það upp. Börn sem sýna tengslaýgi eru oft í þessum hóp, sumum líkar vel öðrum illa. Eiga sér oft góðan vin og eru ekkert endilega vansæl.
Hver eru neikvæð áhrif skilnaðar?
Meðal neikvæðra afleiðinga sem rannsóknir hafa sýnt eru:
* Vandamál tengd skóla
* Hvatvís viðbrögð (acting out)Þunglyndi og óhamingja (depression and
unhappiness)
* Lægra sjálfsálit
* Minni félagsleg ábyrgð og hæfni